Læknablaðið - 15.03.1999, Qupperneq 34
Nuvelle (Schering)
TÖFLUR; G 03 F B 01 R, E
Hver pakkning inniheldur 16 hvítar og 12 bleikar töflur.
Hver hvít tafla inniheldur: Estradiolum INN, valerat, 2 mg.
Hver bleik tafla inniheldur: Estradiolum INN, valerat, 2 mg,
Levonorgestrelum INN 75 mícróg.
Eiginleikar: Nuvelle inniheldur estradíól valerat (valerinsýru ester
af náttúrulega estrógen kvenhormóninu, estradíól) og samtengt
prógestogen, levónorgestrel. Estradíól valerat bætir upp
minnkaöa estrógenframleiðslu í líkamanum viö tíðahvörf. Levón-
orgestrel viöbót á síðari hluta hvers tímabils viðheldur reglulegum
tíðahring og vinnur gegn ofvexti í leg-slímhúð. Estradíól valerat og
levónorgestrel frásogast vel frá meltingarvegi og koma fram í
blóði innan 15 mín. Við frásog og fyrstu umferð um lifur klofnar
estradíól valerat í estradíól og valerin sýru. Á sama tíma um-
brotnar estradíól áfram og er virkasta umbrotsefnið estrón.
Próteinbinding estradíóls er ð7%. Estradíól valerat er ekki útskilið
á óbreyttu formi umbrotsefni estradíóls eru skilin út í þvagi og
galli.
Levónorgestrel er útskilið sem óvirk umbrotsefni í bvagi og saur.
Ábendingar: Uppbótarmeðferð við einkennum estrógenskorts
við tíðahvörf. Til varnar beinþynningu hjá konum með aukna
áhættu á beinþynningu (þ.e. eftir brottnám eggjastokka, snemm-
bær tíðahvörf, ættgeng tilhneiging til beinþynningar, skert hreyfi-
geta og langvinn meðferð með sterum og konur undir kjör-
þyngd). Nuvelle dugir ekki sem getnaðarvörn.
Frábendingar: Pungun, truflun á lifrarstarfsemi, gula eða þrá-
látur kláði á fyrri meðgöngu, Dubin-Johnsons heilkenni, Rotor
heilkenni, segabláæðabólga eða blóðsegamyndun eða saga um
það, sigðfrumublóðleysi, grunur um hormónatengda sjúkdóma
eða æxli í legi og brjóstum, ógreind óregluleg blæðing frá legi,
truflun á blóðfituefnaskiptum, saga um meðgöngubólu (herpes
gestationis), otosclerosis sem hefur versnað við fyrri meðgöngu,
endometriosis, alvarleg sykursýki með æðabreytingum, brjósta-
kvilli (mastopathy).
Meöganga og brjóstagjöf: Lyfið á hvorki að nota á meðgöngu-
tíma nó af konum með barn á brjósti.
Aukaverkanir: Langvarandi einhliða meðferð með estrógenum
getur hugsanlega aukið líkur á illkynja æxlum í legbolsslímhúð og
brjóstum, en sú hætta minnkar við notkun estrógen-gestagen
blöndu, sem líkir eftir hormónaferli tíðahringsins.
Fyrstu mánuði meðferðarinnar getur borið á milliblæðingum og
spennu í brjóstum. Petta eru venjulega tímabundin einkenni og
hverfa við áframhaldandi meðferð.
Algengar (>1%): Brjóstaspenna, höfuðverkur, blæðinga-
truflanir.
Sjaldgæfar (0,1-1%): Bjúgur, vökvasöfnun, uppþemba og aukin
matarlyst.
Önnur einkenni sem geta komið fram eru: kvíði, hjartsláttarónot,
depurð, svimi, meltingatruflanir, verkir í fótum, breytingar á kyn-
hvöt, ógleði, útbrot, uppköst, þyngdarbreyting.
Milliverkanir: Hætta skal notkun á hormónagetnaðar-vörnum
þegar meðferð hefst með Nuvelle og nota getnaðarvarnir sem
ekki innihalda hormón. Lyf sem virkja lifrarenzým, t.d. barbitúröt,
flogaveikilyf og rífampicín, geta dregið úr verkunum lyfsins.
Varúð: Hætta skal töku lyfsins þegar í stað ef grunur er um þung-
un, ef mígreni eða slæm höfuðverkjarköst byrja eða versna við
töku, ef slys, sjúkdómur eða ráðgerð skurðaðgerð eru talin geta
aukið hættu á segamyndun, við gulu, lifrabólgu, versnun á floga-
veiki og við verulega hækkun á blóðþrýstingi, við merki um blóð-
tappa, bláæðabólgu eða segarek. Fyrirliggjandi sléttvöðvahnútar
í legi geta stækkað vegna áhrifa frá estrógenum. Ef þetta kemur
í Ijós á að hætta meðferð.
Hjá sjúklingum með vægan langvinnan lifrarsjúkdóm á að fylgjast
með lifrarstarfsemi á 8-12 vikna fresti. Endurtekin milliblæðing á
meðan á meðferð stendur kallar á athugun á legslímu og jafnvel
töku vefjasýnis.
Örsjaldan hafa komið fram góðkynja og enn sjaldnar illkynja æxli
í lifur við notkun hormónalyfja af svipuðu tagi og Nuvelle. Af þess-
um sökum skal hafa lifraræxli í huga við greiningu ef kviðverkir,
stækkuð lifur eða merki um blæðingar í kviðaholi koma fyrir.
Athugið: Lyfið skal einungis gefið eftir nákvæma almenna
læknisskoðun og kvenskoðun. Slíka skoðun á að endurtaka
a.m.k. einu sinni á ári við langtímameðferð, en að auki í hvert sinn
sem ber á truflunum á blæðingum. Áður en meðferð hefst þarf að
útiloka að þungun só til staðar.
Skammtastærðir handa fullorðnum: 1 tafla daglega. Meðferð
hefst á 5. degi tíða eða á hvaða degi sem er eftir tíðahvörf. Fyrstu
16 dagana eru hvítu töflurnar teknar og síðari 12 dagana bleiku
töflurnar. Blæðing, lík tíðum, kemur 2-3 dögum eftir að byrjað
hefur verið á nýrri pakkningu. Ekki er gert hlé á milli pakkninga.
Skammtastærðir handa börnum: Lyfið er ekki ætlað börnum.
Pakkningar og verð:
28 stk. (þynnupakkað) x 1; 1.599 kr.
28 stk. (þynnupakkað) x 3; 3.389 kr.
Thorarensen lyf
Vatnagarðar 18 • 104 Reykjavík • Sími 530 7100
SCHERING
Ný meðferð vi
Östradíólvalerat 2 mg í 28 daga og Levónorgestrel 75