Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1999, Page 36

Læknablaðið - 15.03.1999, Page 36
222 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 skorti um þá aðgerð eða atburðarás sem um ræðir. Getur það í ýmsum tilfellum leitt til bótaskyldu (3). l.b. Rannsókn sakamála og mat á geðrœnu sakhœfi Rannsókn opinberra mála eða sakamála er í höndum lögreglu. I 70. gr. laga um meðferð op- inberra mála er meðal annars fjallað um lækn- isskoðun og líkskoðun. Samkvæmt þeirri laga- grein skal lögregla eða sá sem stýrir rannsókn opinbers máls láta fara fram sérfræðilegar rann- sóknir, svo sem blóðrannsókn og aðra læknis- skoðun, og ber að leita til kunnáttumanna þegar þörf er á því. Réttarlæknisfræðileg líkskoðun skal fara fram þegar rannsóknari telur það nauðsynlegt. Einnig skal framkvæma réttar- krufningu, ef nauðsyn þykir, og skal leita úr- skurðar dómara um krufningu nema nánasti venslamaður eða nánustu venslamenn hins látna leyfi. Um þessar sérfræðirannsóknir er fjallað í réttarlæknisfræði (4). Við rannsókn sakamála þarf að kanna ýmis atriði er varða sakborninginn sjálfan, svo sem þroska og heilbrigðisástand, andlegt og líkam- legt. Um þau atriði skal afla vottorða læknis og sálfræðings ef ástæða er til eins og fram kemur í 71. gr. sömu laga. Þar kemur einnig fram að rétt sé að láta sakborning sæta sérstakri geð- rannsókn til að dómara verði kleift að meta sakhæfi hans. Um sakhæfi er fjallað í 15. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þar segir að ekki skuli refsa þeim mönnum sem sökum geðveiki, andlegs vanþroska eða hrörnunar, rænuskerð- ingar eða annars samsvarandi ástands voru alls ófærir á þeim tíma er þeir unnu verkið til að stjórna gerðum sínum. Og í 16. gr. laganna seg- ir að hafi maður sem verkið vann verið andlega miður sín, svo sem vegna vanþroska, hrörnun- ar, kynferðislegs misþroska eða annarrar trufl- unar, en þetta ástand hans hafi ekki verið á eins háu stigi og 15. gr. getur, skuli honum refsað fyrir brotið, ef ætla megi eftir atvikum og eftir að læknisumsagnar hafi verið leitað, að refsing geti borið árangur. Því getur þurft að leita eftir geðrannsókn eða læknisumsögn samkvæmt þessum lagaákvæðum við rannsókn sakamála. 1 .c. Lögrœðissviptingarmál Um lögræði er fjallað í lögræðislögum. Nú- gildandi lögræðislög eru nr. 71/1997 en þau tóku gildi 1. janúar 1998. Samkvæmt 1. gr. lag- anna verða menn lögráða 18 ára gamlir. Sá sem er lögráða er bæði sjálfráða og fjárráða. Hann ræður yfir sjálfum sér, persónulegum högum sínum og eigin fjármálum. I II. kafla lögræðislaga er fjallað um svipt- ingu lögræðis. Þar eru meðal annars reglur um skilyrði fyrir því að menn verði sviptir lögræði. Samkvæmt 4. gr. laganna getur svipting lög- ræðis aðeins farið fram með úrskurði dómara og eingöngu ef nauðsyn krefur. Hún getur held- ur ekki farið fram nema fyrir henni liggi ákveðnar lögbundnar ástæður. Þær eru a) að viðkomandi sé ekki fær um að ráða persónuleg- um högum sínum eða fé vegna andlegs van- þroska, ellisljóleika eða geðsjúkdóms eða vegna annars konar alvarlegs heilsubrests, b) ef hann sökum ofdrykkju eða ofnotkunar ávana- og fíkniefna er ekki fær um að ráða persónulegum högum sínum eða fé, c) ef hann vegna líkam- legs vanþroska, heilsubrests eða annarra van- heilinda á óhægt með að ráða persónulegum högum sínum eða fé og æskir sjálfur lögræðis- sviptingar af þeim sökum og d) ef nauðsyn ber til að vista hann án samþykkis hans í sjúkrahúsi sökum fyrirmæla í heilbrigðislöggjöfinni. í greinargerð með lögunum kemur fram að með alvarlegum heilsubresti í a lið sé átt við ýmiss konar sjúkdóma eða ástand sjúklings, svo sem vegna heilablæðingar eða heilarýrnun- ar, eða annars konar heilasköddunar af völdum slyss eða sjúkdóms. Einnig kemur þar fram að lögræðissvipting verði ekki byggð á þessum ástæðum nema fyrir liggi vottorð læknis um andlegt heilsufar viðkomandi nema í algjörum undantekningartilfellum. Til grundvallar svipt- ingu samkvæmt b lið skal, ef þess er nokkur kostur, liggja vottorð læknis og eftir atvikum lögregluskýrslur (5). Læknisvottorð eru því oftast mikilvæg gögn í lögræðissviptingarmálum enda fer lögræðis- svipting ekki fram nema framangreindar ástæður séu fyrir hendi, sem í flestum tilfellum læknar einir geta staðfest. 1 .d. Dómsmál vegna faðernis barna í bamalögum nr. 20/1992 er fjallað um mál sem höfðuð eru til staðfestingar á faðemi barna. í 48. gr. laganna segir að dómari geti mælt fyrir um að blóðrannsókn verði gerð á móður bams og barninu, svo og vamaraðilum, og enn frem- ur aðrar sérfræðilegar kannanir, þar á meðal mannerfðafræðilegar rannsóknir. Skylt er að hlíta blóðtöku og annarri rannsókn í þágu sér- fræðilegra kannana samkvæmt lagagreininni. Dómari getur einnig ákveðið að blóðrannsókn og mannerfðafræðileg rannsókn skuli fara fram
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.