Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1999, Síða 38

Læknablaðið - 15.03.1999, Síða 38
224 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Leiki grunur á að maður feli innvortis muni eða efni sem hald skal leggja á er heimilt að fram- kvæma leit, að fengnu áliti læknis. Og sam- kvæmt 93. gr. sömu laga skal leit og líkams- rannsókn ákveðin í úrskurði dómara, nema sá sem í hlut á samþykki hana. Þó má leit fara fram án dómsúrskurðar ef brýn hætta er á að bið eftir úrskurði valdi sakarspjöllum. í ýmsum öðrum málum getur verið þörf á að afla sérfræðiálits á sviði læknisfræði, til dæmis þegar heilsufar skiptir máli. Við úrlausn á því hvort einstaklingur hafi verið fær um að gera gilda erfðaskrá getur þurft að leita álits læknis en samkvæmt 2. mgr. 34. gr. erfðalaga nr. 8/1962 er erfðaskrá því aðeins gild að sá sem hana gerir hafi verið svo heill heilsu andlega að hann hafi verið fær um að gera þá ráðstöfun á skynsamlegan hátt. Heilsufar getur einnig skipt máli þegar reynir á gildi samnings, til dæmis ef sjúkur maður hefur verið misnotaður við samn- ingsgerðina. Læknisfræðilegar álitsgerðir eru í þessum tilfellum oft byggðar á mati á ákveðn- um atriðum. Þess vegna getur verið rétt að dómkveðja matsmenn en um þá er fjallað í lið 2.e. hér á eftir. Geðrannsókn ereinnig dæmi um sérfræðiálit sem byggt er á læknisfræðilegum athugunum, samanber l.b. hér að framan. Geðrannsóknir vegna afbrota fara yfirleitt fram á hefðbundinn hátt (7). Þær eru meðal annars byggðar á við- tölum læknis við sakboming og ef til vill aðra, lögregluskýrslum svo og öðrum gögnum sem fyrir liggja eða aflað er í tilefni af geðrannsókn- inni, til dæmis sálfræðiprófum sem sálfræð- ingur leggur fyrir sakborning og gerir skýrslu um. Áður en geðrannsókn fer fram þarf að liggja fyrir ótvírætt samþykki sakbornings eða úrskurður dómara. 2.c. Rannsókn á brotum gegn börnum Rannsókn á brotum, sem framin hafa verið gegn bömum, er oft vandmeðfarin og sönnun þar að auki erfið ef sakborningur neitar sök. Það á sérstaklega við um kynferðisbrot en þau mál eru oft meðal erfiðustu mála sem sæta op- inberri rannsókn. Oft er til dæmis erfitt að upp- lýsa hver atburðarásin hefur verið og stundum reynist ekki unnt að færa fullnægjandi sönnur fyrir því að brot hafi verið framið. Bamið er jafnan eitt til frásagnar um atburði að frátöld- um sakbomingi sjálfum. Sönnun eftir öðrum leiðum getur auk þess verið torveld, sérstak- lega ef rannsókn hefst ekki fyrr en löngu eftir að brot hefur verið framið. Þrátt fyrir ítarlegar og nákvæmar rannsóknir getur verið að hvorki takist að sanna né afsanna brotið. Við komu barns til læknis eða á sjúkrahús geta vaknað gmnsemdir um að bam hafi orðið fyrir broti, til dæmis kynferðisbroti eða lrkams- meiðingum. Læknum er skylt að gera bama- vemdamefnd viðvart ef grunur er um slfk brot samkvæmt ákvæðum bamavemdarlaga nr. 58/ 1992 (8). Bamavemdamefnd hefur meðal ann- ars það hlutverk að vemda bamið og gera ráðstaf- anir til að koma í veg fyrir frekari brot gegn því. Við lögreglurannsókn getur komið upp sú staða að læknisskoðun eða önnur læknisrann- sókn er nauðsynleg og leitar þá lögregla eftir henni. Einnig getur barnaverndarnefnd ákveðið samkvæmt 24. gr. barnaverndarlaga að óska eftir læknisrannsókn á barni þegar það er í hættu eða að barn verði lagt á sjúkrahús til að tryggja öryggi þess eða til að unnt verði að gera viðeigandi rannsókn á barninu. Hlutverk lækna er að framkvæma læknis- rannsókn og veita barninu viðeigandi læknis- hjálp. Mikilvægt er að vanda til skoðunar á barni og skrá allt nákvæmlega sem finnst við skoðun. Oft er nauðsynlegt að taka sýni til rannsóknar, útbúa skýringarmyndir og taka ljósmyndir. Einnig er mikilvægt að skrá það sem barnið segir en varast ber að leggja leið- andi spumingar fyrir það. Slíkt gæti haft áhrif á framburð bamsins og spillt rannsókn málsins. Lögregla, bamaverndaryfirvöld og læknar hafa ákveðnu hlutverki að gegna þegar brot gegn börnum sæta opinberri rannsókn. Þessir aðilar þurfa að þekkja eigin skyldur og annarra og stundum er nauðsynlegt að þeir hafi samráð um aðgerðir þegar það á við. Ýmis álitamál geta risið varðandi þessi atriði svo sem um það hvemig standa eigi að rannsókninni, hverjir eigi að yfirheyra barnið og foreldrana, hvort sami aðili geti yfirheyrt barnið um brotið og fengið um leið upplýsingar, sem notaðar verða til að veita barninu viðeigandi meðferð og vernd, og enn fremur hvernig réttast er að öðru leyti að hafa samvinnu milli þeirra sem koma að þessum málum. Bent hefur verið á að brýnt sé að rannsókn á málum þar sem börn eru fómarlömb valdi sem minnstum óþægindum fyrir þau. Augljóslega hafa þau þegar þurft að þola nóg. Þess vegna getur verið nauðsynlegt að rannsókn málsins og aðrir þættir, svo sem læknisskoðun og yfir- heyrsla á barninu, fari að einhverju leyti sam- an. Þannig verði barnið fyrir minni óþægindum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.