Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1999, Page 42

Læknablaðið - 15.03.1999, Page 42
228 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 3. Hverjir eru sérfræðingar? Þegar leitað er sérfræðiálits eða mats sér- fræðings vegna dómsmáls er mikilvægt að sá sem það á að gefa hafi þekkingu á þeim sér- fræðilegu álitaefnum sem um ræðir. Sam- kvæmt réttarfarslögum má aðeins dómkveðja til að framkvæma mat þann sem hefur nauð- synlega kunnáttu til að leysa starfann af hendi. í 24. gr. læknalaga nr. 53/1988 segir að lækni sé óheimilt að kalla sig, auglýsa sig eða gefa á annan hátt í skyn að hann sé sérfræðingur nema hann hafi til þess leyfi. Hann má heldur ekki gefa í skyn að hann sé sérfræðingur í annarri grein en þeirri sem hann hefur sérfræðingsleyfi Læknir, sem kallaður er til að gefa sérfræði- álit í dómsmáli, þarf að hafa fullnægjandi þekkingu á þeim álitaefnum sem leitað er svara við. Einnig er mikilvægt að hann gefi álit eða framkvæmi mat aðeins að því marki og á því sviði sem sérfræðiþekking hans nær til. Að öðr- um kosti hefur hann ekki forsendur til að meta eða veita álit á því sem um er beðið. Þessar meginreglur standa þó ekki í vegi fyrir því að við læknisfræðilegt mat verði leitað álits annars sérfræðings á einstökum þáttum, til dæmis við mat á örorku. I 4. gr. laga unt lækna- ráð segir að læknaráði sé rétt að leita jafnan álits sérfróðra manna utan ráðsins urn mál, sem eru utan við sérfræðisvið þeirra manna, er ráðið skipa. Læknisfræðileg álit geta enn fremur byggst á niðurstöðum annarra sérfræðinga á til- teknum atriðum sem máli skipta, til dærnis rannsóknum sem fara fram á rannsóknarstof- um. í þeim tilfellum þarf þó að koma fram að læknisfræðilegt mat eða álit hafi verið unnið með þessum hætti. Sérfræðingar gegna ákveðnu hlutverki varð- andi sönnunarfærslu í dómsmáli þegar þeinr eru falin tiltekin verkefni í þeim efnum. Stund- um getur verið erfitt að greina á milli hlutverks sérfræðings annars vegar og dómara hins veg- ar. Þetta má skýra með eftirfarandi dæmi: Þegar geðrannsókn fer fram metur geðlæknir ástand sakbornings. Hann kannar hvort sak- borningurinn hefur verið geðveikur þegar af- brot var framið og hvort samhengi er á milli sjúkdómsins og brotsins. Dómari leggur síð- an endanlegt og sjálfstætt mat á það hvort sakborningur er sakhæfur. Við matið byggir dómarinn á niðurstöðum geðrannsóknar svo og öðrum atriðum sem fram koma í gögnum málsins (10). Ekki má dómkveðja matsmann til að fram- kvæma mat nema hann sé að öllu leyti óaðfinn- anlegt vitni um það atriði sem á að meta. Sér- fræðingur sem kallaður er til sem matsmaður má því hvorki vera skyldur né tengdur þeim sem matið varðar. Hann má heldur ekki hafa haft þau afskipti af viðkomandi að hann geti ekki gegnt hlutverki óháðs álitsgjaía í málinu. Sá sem hefur til dæmis haft einstakling til læknismeðferðar eða áður gefið sérfræðilegt álit eða framkvæmt mat verður því almennt ekki kallaður til sem óháður matsmaður eða álitsgjafi í málinu. Það er þó ekki algilt, til dæmis er hugsanlegt að sami matsmaður verði beðinn um nýtt mat eða viðbótarmat vegna nýrra upplýsinga sem komið hafa fram. í flestum tilfellum er ljóst hvenær þörf er á að afla læknisfræðilegra gagna og hverrar sér- fræðiþekkingar er þörf. Dæmi eru þó um að ágreiningur hafi risið um það. í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 20. ágúst 1993 í máli nr. E-2490/1993 reyndi að nokkru á þessi álitaefni en málið snerist um ágreining foreldra um forsjá bams (11). Sóknaraðili krafðist þess í málinu að annar tveggja matsmanna, sem til stóð að dóm- kveðja, meðal annars til að meta foreldra- hæfni varnaraðila, væri geðlæknir. Því var mótmælt af hálfu vamaraðila og var leyst úr þeim ágreiningi með úrskurðinum. I úrskurði dómsins segir að ekkert komi fram í gögnum málsins sem bendi til að nauðsyn- legt væri að dómkveðja geðlækni til að meta það sem urn var beðið. Taldi dómarinn að tveir sálfræðingar hefðu mun betri aðstöðu til að meta það sem fyrir var lagt í matsmál- inu heldur en sálfræðingur og geðlæknir. Báðir sálfræðingarnir sem dómkvaddir voru höfðu víðtæka reynslu varðandi þau atriði sem máli skiptu en að nokkru leyti var reynsla þeirra á ólíku sviði. Annar starfaði á barna- og unglingageðdeild Landspítalans og hafði mikla reynslu í að leggja próf fyrir böm og meta ástand þeirra. Hinn starfaði á eigin sálfræðistofu og hafði menntun og reynslu í greiningu og meðferð áfengissjúk- linga og enn fremur í að greina áhrif drykkjuskapar á börn þeirra. III. Þagnarskylda og meðferð trúnaðarupplýsinga Þegar leitað er eftir trúnaðarupplýsingum í þeim tilgangi að nota þær við sönnunarfærslu í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.