Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1999, Side 45

Læknablaðið - 15.03.1999, Side 45
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 229 dómsmálum geta lagaákvæði staðið í vegi fyrir því. Einnig getur þurft að beita sérstökum lög- bundnum aðferðum við að afla slíkra gagna eða að lagaákvæði mæli fyrir um hvernig með þau verði farið. Loks getur skortur á lagaákvæðum leitt til ýmissa vandamála fyrir þá sem vilja byggja rétt sinn á gögnum þar sem fram koma trúnaðarupplýsingar. 1. Lagaákvæði sem geta komið í veg fyrir að gagna verði aflað Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. læknalaga ber lækni að gæta fyllstu þagmælsku og hindra að óviðkomandi fái upplýsingar um sjúkdóma og önnur einkamál er hann kann að komast að sem læknir. I 2. mgr. sömu lagagreinar segir þó að þetta gildi ekki ef lög bjóði annað eða rökstudd ástæða sé til að rjúfa þagnarskyldu vegna brýnn- ar nauðsynjar. Samþykki sjúklings sem orðinn er 16 ára leysir lækni undan þagnarskyldu en ella samþykki forráðamanns, sbr. 3. mgr. lagagrein- arinnar. Þá ber lækni samkvæmt 4. gr. reglna um gerð og útgáfu læknisvottorða nr. 586/1991 að gæta þess sérstaklega að óviðkomandi aðilum sé ekki látið í té læknisvottorð nema fyrir liggi samþykki sjúklings, foreldris eða forráðamanns eða annars umboðsmanns hans. I 12. gr. laga um réttindi sjúklinga segir að starfsmaður í heilbrigðisþjónustu skuli gæta fyllstu þagmælsku um allt það sem hann kom- ist að í starfi sínu um heilsufar sjúklings, ástand, sjúkdómsgreiningu, horfur og meðferð ásamt öðrum persónulegum upplýsingum. Þagnarskyldan helst þó að sjúklingur andist og þó að starfsmaður láti af störfum. Mæli ríkar ástæður með því getur starfsmaður látið í té upplýsingar með hliðsjón af vilja hins látna og hagsmunum hlutaðeigandi. Sé starfsmaður í vafa getur hann borið málið undir landlækni. Undanþágur frá þagnarskyldunni eru í 13. gr. laganna en þar segir meðal annars að samþykki sjúklings eða forráðamanns leysi starfsmann undan þagnarskyldu. Samkvæmt réttarfarslögum er almenna regl- an sú að öllum er skylt að koma fyrir dóm sem vitni til að svara munnlega spumingum um málsatvik. Því er hugsanlegt að læknir verði kallaður fyrir dóm sem vitni. Embættislækni er þó ekki skylt að koma fyrir dóm til að vitna um atvik sem hafa gerst í embætti hans og leiða má nægjanlega í ljós með vottorði úr embættisbók eða öðru opinberu skjali. I þeim tilfellum nægir að leggja fram læknisvottorð. En ef upplýsing- ar sem þar koma fram eru ekki nægjanlegar eða ef þær eru vefengdar verður læknir væntanlega að koma fyrir dóminn sem vitni. Vitni er óheimilt samkvæmt 2. mgr. b liðar 53. gr. laga um meðferð einkamála án leyfis þess sem í hlut á að svara spurningum um einkahagi manns sem vitninu hefur verið trúað fyrir eða það hefur komist að á annan hátt í starfi sem læknir. Sama regla gildir um aðrar starfsstéttir sem taldar eru upp í lagaákvæðinu, þar á meðal presta og lögfræðinga (12). Dóm- ari getur þó lagt fyrir vitni að svara spurningu þótt leyfi sé ekki veitt til þess, ef hann telur hagsmuni aðila verulega meiri af því að upp- lýst verði um atriði sem hér um ræðir en hags- muni hlutaðeiganda af því að leynd verði hald- ið, enda feli þá svarið ekki í sér frásögn af einkahögum manns sem á ekki aðild að máli (13). Þá segir í 4. mgr. 15. gr. læknalaga að læknir verði ekki leiddur sem vitni í einkamál- um gegn vilja sjúklings nema ætla megi að úr- slit málsins velti á vitnisburði hans eða málið sé mikilvægt fyrir málsaðila eða þjóðfélagið, hvort tveggja að mati dómara. í slíkum tilvik- um ber lækni að skýra frá öllu sem hann veit og telur að hugsanlega geti haft áhrif á málið. Samkvæmt 1. mgr. b liðar 55. gr. laga um meðferð opinberra mála er læknum óheimilt að svara spumingum fyrir dómi án leyfis þess sem í hlut á þegar um er að ræða atriði sem varða einkahagi manna og þeim hefur verið trúað fyrir í starfa sínum, nema um afbrot sé að ræða sem varði minnst tveggja ára fangelsi. Og í 2. málsgrein sömu lagagreinar segir að ef vitnis- burður er talinn nauðsynlegur sakborningi til varnar geti dómari ákveðið vitnaleiðslu með úrskurði. Lagaákvæði um þagnarskyldu geta þannig komið í veg fyrir að dómari fái upplýsingar sem nauðsynlegar eru til þess að réttur dómur verði lagður á málið. I ákveðnum tilvikum met- ur dómarinn þó hagsmunina, sem í húfi eru, í samræmi við lagafyrirmæli og getur hann þá, ef skilyrði samkvæmt þeim eru fyrir hendi, lagt fyrir vitni að svara spumingum sem ekki væri annars heimilt að svara. IIV. kafla laga um réttindi sjúklinga er fjall- að um meðferð upplýsinga í sjúkraskrá. Sam- kvæmt 14. gr. laganna skal varðveita sjúkra- skrá á heilbrigðisstofnun þar sem hún er færð eða hjá lækni eða öðrum heilbrigðisstarfsmanni sem hana færir á eigin starfsstofu. Lækni er skylt samkvæmt sömu lagagrein að sýna sjúk-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.