Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1999, Side 49

Læknablaðið - 15.03.1999, Side 49
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 233 framt að orðalag skuli vera ljóst og ekki til þess fallið að valda mistúlkun. Einnig segir í 1. mgr. 9. gr. læknalaga að lækni beri að sinna störfum sínum af árvekni og trúmennsku, halda við þekkingu sinni og fara nákvæmlega eftir henni. Stundum getur verið erfitt að ákveða efni og innihald læknisfræðilegra gagna, til dæmis hvaða upplýsingar eigi að koma fram, hversu nákvæmar eða ítarlegar þær eigi vera, hvernig eigi að setja þær fram og svo framvegis. Benda má á að óheppilegt er að setja fram staðhæfing- ar sem eru særandi fyrir þann sem matið varðar eða hans nánustu, sérstaklega þegar um atriði er að ræða sem engu máli skipta fyrir matið. Dæmi: I mati á örorku konu, sem misst hefur fingur í vinnuslysi, er óviðeigandi að taka fram að eitt barna hennar hafi verið „slysabarn“. Fullyrðingar í læknisfræðilegum gögnum gefa stundum tilefni til að ætla að viðkomandi einstaklingur hafi hlotið skaða sem hugsanlega verði bættur. Fyrir dómi geta hins vegar komið fram gagnstæðar upplýsingar. Orðalag sem vekur falskar vonir getur leitt einstakling út í málarekstur sem skilar honum engu öðru en há- um málskostnaði sem hann þarf hugsanlega að bera sjálfur. Þetta ætti að forðast. 15. gr. reglna um gerð og útgáfu læknisvott- orða segir að vottorð læknis skuli þannig gert að sá sem noti það skilji innihald þess og mark- mið. Framsetning þarf einnig að vera skýr og skilmerkileg. I því skyni er oft betra að skipta matsgerð eða álitsgerð í kafla með millifyrir- sögnum. Það fer þó eftir því hvort efnið gefur tilefni til þess. Einnig verður að taka mið af eðli málsins, rannsókninni eða matinu og þeirri þekkingu eða sérfræðikunnáttu sem verið er að leita eftir. Framsetning ætti því að vera í sam- ræmi við hefðbundnar viðmiðanir á því sér- fræðisviði sem um ræðir. Þess vegna verður sérfræðingurinn að meta að einhverju leyti sjálfur hvað ætti að koma fram og hvernig rétt er að setja það fram. Læknir lítur því til hefð- bundinna viðmiðana læknisfræðinnar við fram- setningu og efnislega úrlausn á þeim álitaefn- um sem leitað er svara við. Stundum getur ver- ið nauðsynlegt að gera sérstaklega grein fyrir því í matsgerð eða læknisfræðilegri álitsgerð hverjar þessar viðmiðanir eru. Einnig getur þurft að setja fram viðeigandi skýringar á hinni læknisfræðilegu þekkingu sem stuðst er við og aðferðum læknisfræðinnar. Flversu nákvæmar eða ítarlegar þessar útskýringar eiga að vera hlýtur þó að vera háð mati. í matsgerð eða sérfræðilegri álitsgerð eiga að koma fram forsendur svo og röksemdir fyrir niðurstöðum. Fjallað er um þau atriði í liðum 3 og 4 hér á eftir. 2. Tilgangur og markmið Eins og hér að framan hefur komið fram er sönnunargagna í dómsmáli aflað í þeim til- gangi að færa sönnur fyrir umdeildum máls- atvikum eða öðrum atriðum sem skipta máli þeg- ar leyst er úr slíkum málum. I réttarfarslögum er gert ráð fyrir því að málsaðilar leggi sakar- efnið, sem leysa þarf úr, fyrir dóminn. Það gera þeir með því að setja fram kröfur og rökstyðja þær. Þeir afla einnig gagna til sönnunar stað- hæfingum sínum. Dómari byggir síðan úrlausn- ina á því sem fram hefur komið í málinu og viðeigandi lagarökum. Tilgangur læknisfræðilegra gagna er, eins og annarra gagna í dómsmálum, að gera málsaðila kleift að sanna staðhæfingar sínar fyrir dómi. Þau gera dómara enn fremur kleift að komast að réttri niðurstöðu í málinu. Samkvæmt 4. gr. reglna um gerð og útgáfu læknisvottorða ber lækni að hafa í huga að læknisvottorð getur orðið gagn sem geti haft afgerandi þýðingu varðandi úrskurð opinberra aðila og í dóms- málum. I dómsmálum geti læknir þurft að stað- festa vottorð fyrir dómi. I 3. gr. sömu reglna segir að við útgáfu læknisvottorða skuli læknir sérstaklega hafa í huga tilgang vottorðsins. Þegar leitað er til læknis vegna kynferðis- brots eða annarra brota er mikilvægt að afla sem gleggstra upplýsinga um brotið. Læknis- rannsókn þarf að vera nákvæm svo og skráning og skýrslugerð. Þetta er meðal annars gert í þeim tilgangi að tryggja sönnun fyrir brotinu. Sama gildir um læknisrannsókn sem fram fer vegna meiðsla eða áverka þar sem hugsanlega gæti verið um skaðabótaskyldu að ræða. I mál- um þar sem gerð er krafa um bætur vegna læknamistaka skiptir verulegu máli að skráning hafi verið nákvæm, meðal annars til að fyrir liggi sönnun um málavexti, orsakasamband og hvort aðgerðir hafi verið réttar eða rétt hafi ver- ið brugðist við tilteknu ástandi (14). Við mat eða sérfræðirannsókn verður að ganga út frá því að sá sem metinn er eða rann- sókn beinist að fái að vita um tilganginn. Sam- kvæmt 3. gr. Alþjóðasiðareglna geðlækna, „Declaration of Hawaii“, samþykkt á Hawaii 1977, er skylt, þegar stofnað er til sambands geðlæknis og einstaklings í öðrum tilgangi en
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.