Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1999, Side 52

Læknablaðið - 15.03.1999, Side 52
236 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 málsaðila hefur tekist að sanna umdeild atriði með fullnægjandi rökum eða gögnum. Urslit málsins geta þannig ráðist af því hvort fram hefur komið fullnægjandi sönnun fyrir því sem málsaðili byggir kröfur sínar í málinu á. Það er því endanlega í höndum dómsins að leggja mat á sönnunargildi þeirra gagna sem málsaðilar hafa lagt fram. Sambærileg regla kemur fram í 2. mgr. 66. gr. laga um meðferð einkamála þar sem segir að dómari leggi mat á sönnunargildi matsgerðar. Við mat á sönnunargildi læknisfræðilegra gagna gilda sömu reglur og þær sem almennt gilda um mat á sönnunargögnum. Því traustari sem gögn eru þeim mun líklegra er að á þeim verði byggt við úrlausn dómsmálsins. I því sambandi skiptir máli að málsmeðferðarreglur hafi verið virtar og að rétt hafi verið að verki staðið. Einnig skiptir máli að í mati komi fram með skýrum hætti hvernig það fór fram, hvaða athuganir eða rannsóknir voru gerðar, hvað hafi legið fyrir við matið, á hvaða forsendum það er byggt og hver rökin eru fyrir niðurstöð- um. Enn fremur skiptir máli við mat á sönnun- argildi læknisfræðilegra gagna að læknir hafi þá sérfræðiþekkingu sem til þarf og að notaðar hafi verið viðurkenndar aðferðir við gerð þeirra. Ef þessa er gætt eru meiri líkur á að sönnunar- gildi þessara gagna verði ríkara en ella og að á þeim verði byggt við úrlausn dómsmálsins. Læknisfræðileg gögn eru sjaldnast einu gögn- in sem byggt er á við dómsúrlausnina. Ef lækn- isfræðileg gögn eru í samræmi við annað sem fram hefur komið í málinu verður sönnunar- gildi þeirra meira en ef ósamræmis gætir. Dæmi: Ef niðurstöður DNA-rannsókna eru í samræmi við önnur gögn í málinu geta þær vegið þyngra en ella í sönnunarfærslunni við mat á sekt eða sakleysi sakbomings. Þannig dæmir dómarinn málið í heild út frá öllum gögnum sem lögð eru fram í því. 1. Orðalag og túlkun í 5. gr. reglna um gerð og útgáfu læknisvott- orða segir, eins og áður er komið fram, að lækni beri að vanda allan frágang vottorðs. Notast skuli við íslenskt orðaval og því aðeins erlend fræðiheiti að íslensk orð skorti. Vottorð skuli þannig gert að sá sem noti það skilji inni- hald þess og markmið. Þrátt fyrir þessi fyrir- mæli verður stundum ekki hjá því komist að í læknisfræðilegum gögnum sé orðalag illskilj- anlegt öðrum en læknum. Sérstaklega á það við þegar notuð eru sérfræðiorð. Lýsingar á áverk- um, forsendur mats, hverjar ályktanir verði dregnar af því sem fram hefur komið við matið og rök fyrir niðurstöðum verður allt saman að vera skiljanlegt til þess að unnt verði að meta sönnunargildi þess. I réttarfarslögum er gert ráð fyrir því að hér- aðsdómari geti kallað til sérfróða meðdóms- menn ef þörf er á því til að unnt verði að leysa úr málinu. Læknar eru því stundum kallaðir til setu í dómi þegar úrlausnarefnið varðar læknis- fræðileg atriði sem dómari hefurekki þekkingu til að meta eða leysa úr. Sérfræðiorð og aðrir erfiðleikar, til dæmis við mat á sönnunargildi læknisfræðilegra gagna, geta leitt til þess að dómari kalli til lækna sem sérfróða meðdóms- menn. Sérfróðir meðdómsmenn taka þátt í því með dómara að kalla eftir skýringum á því sem fram kemur í gögnum málsins þegar það á við. Þeir taka einnig þátt í því að meta sönnunar- gildi gagna, þar með talinna læknisfræðilegra gagna. Læknisfræðileg gögn þarf oft að túlka þegar sönnunargildi þeirra er metið á svipaðan hátt og túlka þarf önnur sönnunargögn sem lögð eru fram í dómsmálum. Oljóst, villandi eða óná- kvæmt orðalag er til þess fallið að valda mis- skilningi og veldur hættu á mistúlkun. Ymis vafaatriði geta risið við sönnunarmatið, svo sem hvort rannsókn á ákveðnum atriðum veiti fullnægjandi sönnun fyrir því að brot hafi verið framið. í Hœstaréttardómum 1997 á blaðsíðu 2713 er vísað í úrskurð bamavemdarráðs en í hon- um segi að „læknisvottorð þau, sem fyrir lágu, væru ekki afgerandi sönnun fyrir því, að kynferðislegt ofbeldi hefði átt sér stað gagnvart stúlkunni eftir fyrri læknisrannsókn 1992“. Þarna er augljóslega um túlkun að ræða á því sem fram kemur í umræddum læknisvottorðum. 2. Upplýsingar vantar I dómsmálum vantar stundum upplýsingar um mikilvæg atriði sem getur leitt til þess að fullnægjandi sönnun fæst ekki um tiltekin at- riði. Stundum vantar til dæmis upplýsingar um ástand sjúklingsins áður en hann varð fyrir slysi eða heilsutjóni. Oft leiðir það til vanda- mála, til dæmis við mat á örorku. Það getur meðal annars veikt sönnunargildi læknisfræði- legra gagna og haft þannig veruleg áhrif á sönnunarmatið við úrlausn málsins.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.