Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1999, Qupperneq 53

Læknablaðið - 15.03.1999, Qupperneq 53
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 237 Stundum kemur fyrir að rannsókn sakamála reynist ófullnægjandi. Lögregla verður að gæta þess að rannsókn fari fram á öllu því sem skipt- ir máli. Einnig ber henni að tryggja sönnunar- gögn á meðan þau eru tiltæk og þeirra ber að afla eftir því sem tilefni gefst til hverju sinni. Þetta má skýra betur með eftirfarandi dæmi: Stúlku var nauðgað er hún svaf ölvunar- svefni. Engir áverkar fundust á henni næsta dag við læknisskoðun. Stúlkan var ein til frá- sagnar um málsatvik og um ástand sitt þegar brotið var framið að meintum brotamanni frátöldum sem hélt því fram að stúlkan hafi verið vakandi og samþykk samförum. Ekki var tekið blóð- eða þvagsýni úr stúlkunni en það var nauðsynlegt til að tryggja sönnun á frásögn hennar um eigið ölvunarástand. A þetta reyndi í dómi Hæstaréttar en þar var fundið að því að við frumrannsókn málsins var ekki tekið blóð- og þvagsýni úr stúlkunni vegna frásagnar hennar um áhrif af áfengis- neyslu (17). 3. Misræmi í gögnum Dómstólar standa stundum frammi fyrir því að fá í hendur sönnunargögn þar sem misræmis gætir varðandi það sem í þeim kemur fram. í því sambandi getur verið um að ræða ólíkar niðurstöður úr rannsóknum, mismunandi mat sem lagt er á læknisfræðileg álitaefni eða mis- ræmis gætir í tilteknum atriðum sem fram hafa komið við rannsókn og því sem kemur fram í öðrum gögnum málsins. Astæður fyrir misræmi í gögnum geta verið ólíkar. Stundum eru upplýsingar misvísandi vegna þess að þær eru ónákvæmar. Einnig get- ur verið um óvissu að ræða eða álitamál sem ekki eru til einhlít svör við. I þeim tilfellum geta ýmist verið eðlilegar skýringar á misræm- inu eða að engar skýringar finnist á því. Þegar læknisvottorð eða önnur læknisfræði- leg gögn eru misvísandi er mikilvægt að fram komi hvort viðhlítandi skýringar eru á því og ef svo er hverjar þær eru. Það gerir dómara fært að meta sönnunargildi þessara gagna. Þegar misræmi kemur fram í læknisfræðilegum gögnum getur þó verið nauðsynlegt að kalla til sérfróða meðdómsmenn til þess að dómurinn geti lagt rétt mat á sönnunargildi þeirra. Nefna má ýmis dæmi um misræmi sem fram hefur komið í rannsóknum sem gerðar voru í þeim tilgangi að upplýsa sakamál. A ráðstefnu alþjóðasamtakanna International Society for Prevention of Child Abuse and Neglect, sem haldin var í Barcelona á Spáni í september 1997, kom fram í fyrirlestri Martin Finkels, prófessors í barnalækningum við læknaháskól- ann í New Jersey, að hann þekkti sjálfur mörg dæmi um þess háttar misræmi. Hann rakti til- felli sem vísað hafði verið til hans vegna þess að niðurstöður rannsóknarstofu voru ekki í samræmi við önnur atriði sem upplýst voru í málum þessum. A misræminu voru í öllum til- fellum handbærar skýringar sem honum hafði tekist að finna. I nokkrum þeirra hafði verið um mistök eða ranga greiningu að ræða. Eftirfar- andi dæmi verður nefnt hér til nánari skýringar á þessu: Við skoðun á sýni sem tekið hafði verið úr saur stúlkubarns „fundust sæðisfrumur". Af því var dregin sú ályktun að stúlkan hefði verið kynferðislega misnotuð. Þessi niður- staða, sem staðfest var af nokkrum sérfræð- ingum, var vefengd af móður stúlkunnar og var rannsóknin því tvíendurtekin og urðu niðurstöður ávallt þær sömu. Á því stigi var dr. Finkel fengin rannsókn málsins í hendur. I viðtali hans við móðurina fullyrti hún að útilokað væri að stúlkan hefði verið misnot- uð. Hann skoðaði sjálfur sýni frá stúlkunni og sá þar agnir sem líktust sæðisfrumum. Við nánari rannsókn kom í ljós að um var að ræða ákveðinn sníkil sem líktist sæðisfrum- um í útliti. Sníkillinn lifir í ákveðinni tegund af fiski og hafði stúlkan fengið hann þaðan. Af þessu má meðal annars draga þann lær- dóm hve mikilvægt er að rétt verði staðið að rannsóknum og öðrum athugunum sem gerðar eru til að upplýsa mál. Mikilvægt er einnig að ekki verði dregnar rangar ályktanir af því sem fram kemur við skoðun eða aðra læknisfræði- lega rannsókn. I dæminu sem hér var rakið sést einnig að margendurteknar rannsóknir stað- festa ekki endilega að niðurstöður séu réttar enda voru sömu mistökin gerð sem leiddu til sömu röngu niðurstöðunnar. Sama gildir um rannsókn sem gerð er af mörgum sérfræðing- um; ef þeir gera allir sömu mistökin verður greiningin röng og styrkir í því tilfelli ekki áreiðanleika hennar. Ekki má líta svo á að vegna þess að rannsóknirnar voru margar og sérfræðingarnir nokkrir hljóti niðurstöðurnar að vera réttar. Islenskt dæmi um misræmi í rannsóknum er í Hœstaréttardómum 1996 bls. 350. I því máli hafði kona kært nauðgun. Sýni var tekið úr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.