Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1999, Page 73

Læknablaðið - 15.03.1999, Page 73
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 253 vitað að kjör sömu stétta geta verið mismunandi eftir því hvort samið er við ríki eða borg. Ertu ekkert uggandi um að erfitt muni reynast að ná samningum? „Þegar gengið var frá yfir- færslu Sjúkrahúss Reykjavík- ur til ríkisins var því lýst yfir að ekki yrði hróflað við kjara- samningum, ríkið myndi ábyrgjast þá kjarasamninga sem borgin hefði gert. Um þetta er ekki deilt og þannig verður þetta þangað til kjara- samningarnir renna út. Þá verða gerðir nýir samningar og þeir munu eflaust taka mið af þeim sem nú eru í gildi milli ríkisins og stéttarfélaganna.“ - Þú hefur sagt að það þurfi að sinna starfsfólki betur, taka vel á móti því og veita því um- önnun. Hvað áttu við með því? „A starfsmannamálum eru tveir meginfletir. Annar eru samningar um kaup og kjör. Utan um þann þátt mætti halda betur. Astæðan er sú að samningsvaldið hefur verið að færast út í stofnanir ríkisins með gerð aðlögunarsamninga. Þann þátt þarf að endurmeta í samráði við stéttarfélögin. Hinn þáttur starfsmanna- málanna er umhyggja fyrir starfsmönnum. Þeir þurfa að fá aðstoð og upplýsingar um það hver eru réttindi þeirra og skyldur. Þetta þarf að vera ljóst. Þar kemur margt til. Ég hef til dæmis spurt starfs- mannastjórana hvað þeir geri í málefnum útlendra starfs- manna sem eru fjölmargir á báðum sjúkrahúsum. Manna- skipti eru einnig tíð, fólk er að koma til starfa frá öðrum sjúkrahúsum eða ríkisstofnun- um eða úr einkageiranum og það fer aftur. Ég hef spurt hvað það fái þegar það kemur og þegar það fer. Það er alls ekki ljóst eða samræmt þótt víða sé þetta í ágætu lagi. Starfsmannamálum er sinnt á mörgum stöðum, hjúkrunar- framkvæmdastjórar ráða hjúkr- unarfræðinga, læknar lækna og svo framvegis. Allir þessir aðilar hafa vissum skyldum að gegna gagnvart starfsmönn- um. Hlutverk okkar hér í stjórn- stöðvunum er að móta sam- ræmdar reglur og koma þeim á framfæri við þá sem ráða fólk og segja því upp - sem líka þarf að gera.“ Hentar skipulagið starfseminni? - Nú er verið að semja um gildistöku vinnutímatilskip- unar Evrópusambandsins hvað varðar sjúkrahúslækna. Er það ekki stórmál? „Jú, það er stórmál enda snertir það ekki bara þessi tvö sjúkrahús heldur alla sem heyra undir þessa tilskipun. Það er því mjög brýnt að ná samkomulagi um það hvemig henni verði komið á og einnig um túlkun á því hvað tilskip- unin inniheldur. Það er Fjár- málaráðuneytið sem heldur á þessu en ég er þeirrar skoðun- ar að um þetta verði að semja sem fyrst vegna þess að því lengur sem það dregst þeim mun erfiðara verður það við- ureignar. Til dæmis er mér sagt að það sé farinn að safn- ast upp frítökuréttur vegna yfirvinnu og það getur ekki gengið lengi.“ - Menn hafa haft það á orði að þú værir að voga þér inn í einhverja helstu ljónagryfju sem til er í samfélaginu. Oft er rætt um að á spítölunum sé mikill rígur milli stétta. Hvernig kemur vinnustaður- inn þér fyrir sjónir? „Við erum að tala um af- skaplega stórt fyrirtæki. Á síðastliðnu ári komu 4.500- 5.000 manns við sögu á launa- skrá beggja sjúkrahúsanna. Stjórnkerfið þarf að taka mið af þessum mikla fjölda og um- fangi starfseminnar. Þar að auki þarf að hafa stjórnkerfi sem getur annars vegar haldið utan um hinn klíníska þátt starfseminnar og hins vegar aðra þætti á borð við peninga, rekstur, starfsfólk, hús og eign- ir. Þetta er ekkert venjulegt framleiðslufyrirtæki. Rikisspítölunum er skipt upp í 10 svið og hvert svið er á við stærstu fyrirtæki lands- ins. Það sem ég er að velta fyrir mér er hvort þetta form, þessi sviðsskipting, sé nægi- lega skilvirk til þess að takast á við alla þætti starfseminnar. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að þeir sem stýra verkum haldi vel utan um hinn klíníska þátt starfsem- innar en ég spyr mig þeirrar spurningar hvort rekstrarþætt- inum sé nógu vel sinnt. Ég er ekki kominn til botns í því. Listin hjá mér er að virkja þessa stjórnendur til þess að takast á við alla þætti starf- seminnar, ekki bara suma.“ Sjúkraskrárvaldið þarf að vera á hreinu - Upplýsingamálin eru vax- andi þáttur í starfsemi sjúkra- húsanna og nú bætist við gerð gagnagrunns. „Já, nú eru lögin komin og í Heilbrigðisráðuneytinu er verið að útfæra þau. Það þarf að skipa starfsleyfisnefnd og setja reglugerðir en að því loknu kemur að því að taka ákvörðun um sjálft fyrirkomu- lag gagnaskráningarinnar. Á hún að vera samræmd fyrir bæði sjúkrahúsin eða jafnvel
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.