Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1999, Qupperneq 75

Læknablaðið - 15.03.1999, Qupperneq 75
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 255 allt landið? Það er búið að samræma hana að verulegu leyti í heilsugæslunni en ekki á sjúkrahúsunum. Og svo á eftir að útkljá það hver fer með valdið yfir sjúkraskránum, hver á þær og hver ræður yfir þeim? Þama greinir menn á. Er það sjúkra- húsið eða eigandi þess eða eru það einstakir læknar og vís- indamenn? Eg ætla ekki að taka afstöðu til þessa en ég held að réttur sjúkrahúsanna hljóti að vera mjög ríkur, greini menn á.“ - Nú hefur ríkt mikill ágreiningur um gagnagrunn- inn og meðal annars hefur fjöldi lækna lýst því yfir að þeir muni ekki leggja honum til upplýsingar nema sjúkling- ar beinlínis krefjist þess. Verður þetta ekki erfitt fyrir stofnanirnar? „Eg vil nefna tvennt í þessu sambandi. Annað er það að stofnanimar þurfa að eiga samvinnu við lækna um það hvernig á þessu verði haldið, hvort og hvernig upplýsingar verða afhentar og hver fer með úrskurðarvaldið í því efni. Þar er töluvert verk óunnið. Hitt atriðið sem þarf að setja skýrar reglur um er sú rannsóknarvinna sem samið er um við utanaðkomandi aðila, Islenska erfðagreiningu eða önnur fyrirtæki, og á að fara fram á sjúkrahúsunum. Það þarf að vera alveg á hreinu hvenær vísindamenn eru að vinna að þeim verkefnum og hvenær ekki. Það þarf að vera nógu skýrt til þess að sjúkra- húsið geti svarað fyrir það ef um er spurt. Það er ekki hægt að reka þetta sem eitthvert laumuspil. Þetta er hið ágæt- asta mál og svona störf hvetja menn til dáða í vísindum, skriftum og ýmsu öðru. En það þarf að setja skýrar reglur um fjármál, starfsmannaþátt- inn, höfundarrétt og fleira. Við þetta má bæta því að nú er búið að gera rammasamn- ing milli sjúkrahúsanna og ís- lenskrar erfðagreiningar um vísindarannsóknir og sá samn- ingur er opinber. Það þarf hins vegar að taka ákvörðun um það hvemig brugðist verður við ef aðrir óska eftir sam- starfi. Nú vill svo til að ég er þegar búinn að fá bréf frá öðru fyrirtæki, Urði, Verðandi, Skuld, sem biður um áþekkan samning. Mín skoðun er sú að það eigi að taka þessu vel, við eigum ekki að mismuna öðr- um fyrirtækjum ef þau upp- fylla þau skilyrði sem við setj- um um samstarf.“ Hvað á að skrá? - Þú hefur sagt að spítal- anna bíði viðamikið og kostn- aðarsamt starf sem felst í því að samræma sjúkraskráning- una á landinu öllu. Er það ekki verkefni starfsleyfishafa gagnagrunnsins að vinna það verk? „Um þetta er það að segja að Kári Stefánsson átti fund með mér þar sem hann óskaði eftir samvinnu um málið, okk- ur báðum til hagsbóta. Það var ágætur fundur þótt engar ákvarðanir væru teknar. En á því leikur enginn vafi að það eru gagnkvæmir hagsmunir okkar að koma góðu lagi á sjúkraskráninguna. Ég hef fulla trú á að um það geti tekist gott samstarf. Hins vegar þurfa menn að hafa það á hreinu hvað á að skrá og hverju menn vilja safna í framtíðinni. Það er framtíðin en síðan er það for- tíðin. Hvað á að gera við allar þær skrár sem eru til áratugi aftur í tímann? Vilja menn vinna það upp inn í grunninn? Um þetta hafa engar ákvarð- anir verið teknar. Þetta er gríð- arlega mikið og kostnaðar- samt verk.“ - Annað sem snertir upp- lýsingamálin er 2000-vand- inn. Þar bíður verkefni sem mun kosta peninga. Hafa þeir fjármunir verið tryggðir? „Það voru ekki settir neinir peningar í þetta við afgreiðslu fjárlaga. Á báðum sjúkrahús- um hefur verið farið nákvæm- lega ofan í það sem gera þarf og nú er verið að leggja síð- ustu hönd á greinargerð um það. Þegar hún liggur fyrir mun ég fylgja því eftir við yfirvöld heilbrigðis- og fjár- mála. Það liggur hins vegar fyrir að málið er ekki eins stórt og talið var í fyrrahaust. Þó er ljóst að sumum kerfum þarf að skipta út, önnur er ver- ið að endurnýja og í vissum tilfellum verða tæki óstarfhæf og þau þarf að endurnýja. Málið er að þetta þolir ekki mikla bið því það er ekki ýkja langt þar til árið 2000 gengur í garð." Of mikið um skyndiákvarðanir - Þú hefur lýst því yfir að þú viljir marka stefnu í þróun sjúkrahúsanna fimm til 10 ár fram í tímann. Er það ekki erfitt þegar í hlut eiga tvær stofnanir sem ekki er ljóst hvernig á að starfrækja? „Það má líta á það frá því sjónarhorni að það er alls ekki gott fyrir stofnanir sem þessar að búa í óstöðugu umhverfi. Þegar fjárveitingar ríkisins eru óvissar og breytilegar hlýtur að vera erfitt að fást við rekst- urinn. Reksturinn hefur um of einkennst af skyndiákvörðun-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.