Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1999, Síða 78

Læknablaðið - 15.03.1999, Síða 78
258 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Hallgerður Gísladóttir sagnfræðingur Gömul læknisráð á Þjóðminjasafni Hallgerður Gísladóttir á þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins heldur áfram að seilast í skúffur og skjalaskápa deildarinnar eftir gömlum læknisráðum sem þar eru skráð. Að þessu sinni fjallar Hallgerður um trú manna á sóti annars vegar og hins vegar á því að bera eyrnahringa. í dag verða brot úr heim- ildasafninu tengd efni sem mér skilst að ekki séu sérstak- lega vinsæl hjá læknastéttinni þessi árin, það er dulrænum fyrirbærum, í þessu tilfelli draumum. Nokkur draumtákn eru alþjóðleg og þar á meðal er að dreyma vatn fyrir veik- indum. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi urn það hvernig þetta birtist í heimildasafni þjóðháttadeildar ásamt fleiru smálegu sem tengist verk- sviði læknastéttarinnar, veik- indum og dauðsföllum. - Að dreyma að menn væru að vaða í vatni var fyrir veikindum og því verra sem menn urðu blautari. Sömu- Hvenær helgar... Framhald affyrri síðu sem geyma upplýsingarnar mikil. Læknar hafa sérstöðu vegna þess að þeir vita að upplýsingarnar sem þeir afla og geyma geta auðveldlega skaðað en líka verið rnikil- vægar bæði fyrir einstaklinga og hópa. Ábyrgðar sinnar ber þeim að gæta með því að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að skaða ekki skjólstæð- inga sína með því að leggja upplýsingar um þá í hendur aðilunt sem hugsanlega nota þær í annarlegum tilgangi og beita meðölum sem þeir telja að helgi þann tilgang. Tækni- framfarir geta ekki réttlætt það að læknar kasti fyrir róða reglunni um rétt einstaklings- ins fyrir óljós markmið um ávinning fyrir fjöldann. leiðis var mjög slæmt ef vatnið var gruggugt. - Vatn er mér alltaf fyrir veikindum og eins ef ég er að borða og meiri veikindi eftir því sem maturinn er betri. - Vatn eða raki innanhúss var undantekningarlaust fyrir veikindum til dæmis far- pestum eða öðrum lasleika, en ekki dauðsföllum. Það var einn morgun fyrir 60-70 árum að mamma segir við okkur er við vorum að klæða okkur. Annað hvort lifi ég ekki nema fram yfir mitt þetta ár eða ég lifi fram yfir miðja öldina. Við spyrjum hvað hún hafi til marks um það, þá segir hún okkur draum sinn. Hún segir að hún hafi verið á ferð og komið að stóru vatnsfalli. Yfir það lá brú og yfir hana þurfti hún að fara, en er hún er komin ríflega út á miðja brúna hrynur hún niður og allt verður svart. Ég held að þetta hafi verið sann- dreymi, því mamma lifði til 1967. Hún tók mjög mikið mark á draumum sínum Að vaða vatn í draumi átti að vera fyrir veikindum. Ingibjargarnafn í draumi þótti ekki gott, en Guðbjörg þótti mjög gott. (Kona af Suðurlandi f. 1906.) Mig dreymdi fyrir veikind- um dóttur minnar. Hún var þá nálega 3 ára. Ég þóttist stadd- ur við smáfljót og sá hvar hún var að synda eða svamla í því. Mér fannst hún eiga erfitt með að ná landi. Tilraunir mínar til að rétta henni hendi báru lítinn árangur. Ég sá hana sökkva öðru hvoru. Á endanum hafði hún það þó af að ná til lands. Nokkru síðar veiktist hún og varð að dvelja á sjúkrahúsi mánuðum saman en náði þó heilsu. (Karl úr Borgarfirði, f. 1911.) Ef mann dreymdi að vatn væri á gólfi þar sem maður var eða vatn læki á mann eða úr loftinu niður hjá manni, þá átti það að vera fyrir veikind- um. Ef mann dreymdi myrkur var álitið að það boðaði dauða einhverra á heimilinu. Þetta hvort tveggja hefur mig dreymt og það kom fram eftir því sem gömul munnmæli sögðu fyrir um. Svo heyrði ég sagt að það yrði fyrir dauða einhvers bráðlega ef mann dreymdi sól eða tungl. (Karl úr Strandasýslu f. 1904.) Eitt sinn lá ég lengi á sjúkrahúsi, var langt leidd, jafnvel talið vonlaust um bata. Þá dreymdi mig að ég var við stórt vatn og fóru út á það á litlum báti. Var svo að þvælast lengi á vatninu. Komst þó að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.