Læknablaðið - 15.03.1999, Page 85
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
263
Landlæknisembættið
Beiðni um úrsögn úr gagnagrunni á heilbrigðissviði
Samkvæmt lögum nr. 139/1998 um gagnagrunn á heilbrigðissviði, 8 gr., um réttindi sjúklings, (sjá bak-
hlið) getur sjúklingur hvenær sem er óskað eftir því að upplýsingar um hann verði ekki fluttar í gagna-
grunn á heilbrigðissviði. í lögunum segir:
... Beiðni sjúklings getur varðað allar upplýsingar sem þegar liggja fyrir um hann í sjúkraskrám eða
kunna að verða skráðar eða nánar tilteknar upplýsingar. Skylt er að verða við slíkri beiðni. Sjúk-
lingur skal tilkynna landlækni um ósk sína. Landlæknir skal annast gerð eyðublaða fyrir slíkar til-
kynningar og sjá til þess að þau liggi frammi á heilbrigðisstofnunum og hjá sjálfstætt starfandi heil-
brigðisstarfsmönnum. Landlæknir skal sjá til þess að dulkóðuð skrá yfir viðkomandi sjúklinga sé
ávallt aðgengileg þeim sem annast flutning upplýsinga í gagnagrunn á heilbrigðissviði. Land-
læknir skal sjá til þess að upplýsingar um gagnagrunn á heilbrigðissviði og um rétt sjúklings skv.
1. mgr. séu aðgengilegar almenningi. Heilbrigðisstofnanir og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfs-
menn skulu hafa þessar upplýsingar aðgengilegar sjúklingum í húsakynnum sínum.
Rétt er að taka fram að þar til gengið hefur verið frá skilyrðum rekstrarleyfis er ekki Ijóst nákvæmlega
hvaða heilsufarsupplýsingar verða í fyrirhuguðum gagnagrunni á heilbrigðissviði. Einnig er rétt að
benda á að einstaklingar geta, hvenær sem er, skipt um skoðun og þarf þá að tilkynna það til land-
læknis bréflega.
Með hliðsjón af ofangreindu óska ég undirrit/uð/aður eftir því að upplýsingar um mig verði ekki fluttar í
gagnagrunn á heilbrigðissviði. Beiðni mín varðar (vinsamlegast merkið með X í viðeigandi reiti):
L_l Allar upplýsingar um mig sem þegar liggja fyrir í sjúkraskrám
Q Allar upplýsingar um mig sem kunna að verða skráðar í sjúkraskrá
□ Aðrar upplýsingar um mig úr sjúkraskrám nánar tilteknar: -------------------------
Staður og dagsetning
Undirskrift (ef um ólögráða barn eða einstakling er að ræða verður foreldri eða lögráðamaður að undirrita þetta skjal).
Þessi beiðni er fyrir (vinsamlegast notið prentstafi):
nafn einstaklings
kennitala
lögheimili
póstnr. og staður
nafn lögráðamanns ef um barn eða ólögráða einstakling er að ræða.
kennitala
lögheimili
póstnr. og staður
Vinsamlegast sendið beiðnina til
Skrifstofa Landlæknis, Gagnagrunnur á heilbrigðissviði, Laugavegur 116, 150 Reykjavik
Landlæknisembættið janúar 1999