Læknablaðið - 15.03.1999, Qupperneq 96
272
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
IANDSPÍTALINN
.../'þágu mannúðar og vísinda...
Forstöðulæknir svæfinga- og
gjörgæsludeildar
Staöa forstöðulæknis svæfinga- og gjörgæsludeildar Landspítalans er laus til umsóknar.
Umsækjendur hafi sérfræðiviðurkenningu í svæfingalæknisfræði. Mikil áhersla er lögð á
frekari uppbyggingu og þróun kennslu og vísindavinnu á deildinni og er því nauðsynlegt að
umsækjendur hafi reynslu á því sviði.
Umsóknum fylgi upplýsingar um nám, fyrri störf og reynslu af stjórnunarstörfum, kennslu og
vísindavinnu. Umsóknir sendist á eyðublöðum stöðunefndar lækna til sviðsstjóra hand-
lækningasviðs, prófessors Jónasar Magnússonar, en hann veitir nánari upplýsingar í síma
560 1330 ásamt Oddi Fjalldal settum forstöðulækni svæfinga- og gjörgæsludeildar, í síma
560 1375. Mat stöðunefndar byggist á innsendum umsóknargögnum. Umsóknir skulu ber-
ast fyrir 15. mars 1999.
Sérfræðingur f geðlækningum
Staða sérfræðings í geðlækningum við áfengisskor geðdeildar Landspítalans er laus til um-
sóknar. Um er að ræða fullt starf. Æskilegt er að umsækjendur hafi nokkra reynslu af með-
ferð áfengissjúklinga. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um námsferil og fyrri störf,
þar með talið kennslu og vísindavinnu berist til Jóhannesar Bergsveinssonar, yfirlæknis
áfengisskorar, sem jafnframt veitir upplýsingar í síma 560 1770. Mat stöðunefndar byggist
á innsendum umsóknargögnum. Umsóknarfrestur er til 8. mars 1999.
Deildarlæknar - handlækningadeild
Lausar eru til umsóknar þrjár stöður deildarlækna við handlækningadeild Landspítalans frá
1. júní, 1. ágúst og 1. október 1999. Ráðningartími er 2 ár og 3 mánuðir (6 mánuðir á al-
mennri skurðdeild og 3 mánuðir á barnaskurðdeild, bæklunarskurðdeild, hjarta- og lungna-
skurðdeild, lýtalækningadeild, meinafræði RHÍ, þvagfæraskurðdeild og æðaskurðdeild).
Vaktir eru fjórskiptar. Þátttaka í kennslu og rannsóknum er áskilin. Stöður þessar eru metnar
til sérfræðileyfis í almennum skurðlækningum. Starfsferilsskrá (curriculum vitae) óskast.
Skilafrestur er til 15. apríl 1999. Upplýsingar veita Páll Helgi Möller sérfræðingur og Jónas
Magnússon prófessor, handlækningadeild Landspítalans, í síma 560 1330.
Laun samkvæmt gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðu- blöð fást hjá starfsmannahaldi Ríkisspítala, Þverholti 18 og í upplýsingum á Landspítalanum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.