Læknablaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
693
One-year mortality, %
30-39 40-49 50-59 60-69 70-79 80-89 90-99
Age, years
Fig. I. One-year mortality after acute myocardial infarction in several age categories 1986 and 1996 in Reykjavik, Iceland.
þeir létust innan sólarhrings frá innritun 1986
en 33 sjúklingar árið 1996. Þeir 335 sjúklingar
sem voru lagðir inn árið 1986 og 351 sjúkling-
ur 1996 sem eftir voru mynda þýði þessarar
rannsóknar.
Tíðni sykursýki og of hárrar blóðfitu lækk-
aði milli áranna en að öðru leyti voru hóparnir
sambærilegir milli ára (tafla I). Upplýsingar
um áhættuþætti kransæðasjúkdóma voru ekki
skráðarísjúkraskráí 12-46% tilvika 1986en 7-
29% tilvika 1996 eftir áhættuþáttum. Meðal-
legutími sjúklinga lækkaði milli áranna úr 18,7
dögum 1986 í 14,7 daga 1996 (p=0,06).
Dánartíðni: Dánarhlutfall sjúklinga lækkaði
milli ára úr 26,3% árið 1986 í 19,7% árið 1996
(p<0,05). Dánarhlutfall sjúklinga eldri en 70
ára var marktækt hærra en þeirra sem yngri
voru (40,8% á móti 13,6% 1986 og 29,7% á
móti 9,7% árið 1996) (mynd 1) og lækkaði
marktækt milli ára (p<0,05).
Kynjamunur: Arið 1996 höfðu konur
marktækt hærra dánarhlutfall en karlar (25,9%
á móti 16,7%; p<0,05). Ekki greindist munur á
dánarhlutafalli kynja árið 1986 (28,4% á móti
25,3%; p=0,55). Konur reyndust marktækt
eldri en en karlar 1996 (73,3 ára á móti 65,3
ára; p>0,001). Árið 1996 voru þær oftar en
karlar á þvagræsilyfi við innlögn (37,6% á móti
25,7%; p=0,001) og útskrift (43,9% á móti
30,9%; p<0,05 og einnig marktækt oftar á
Table I. Baseline characteristics of study population.
1986 1996 p-value
Patients, N 335 351
Sex ratio, % male 69.6 68.1 0.680
Age, mean years (SD)* 67.7 (12.6) 67.8 (12.8) 0.950
Diabetes, % 21.3 11.9 0.002
Hypertension, % 47.4 45.2 0.662
Current smoker, % 71.5 66.3 0.103
Cholesterol >7 mmol/1, % 31.5 21.3 0.021
Family history, % 45.3 51.8 0.217
* SD: standard deviation.
kalsíumhamlara við útskrift (32,7% á móti
18,7%; p<0,01). Að öðru leyti var ekki munur á
meðferð karla og kvenna.
Áhrif hjartalvfja: Árið 1986 fengu 25 sjúk-
lingar (7,8%) segaleysandi meðferð samanbor-
ið við 81 sjúkling (23,8%) 1996 (p<0,001). Eins
árs dánarhlutfall þeirra sem fengu segaleysi-
meðferð árið 1986 var 12,0% en 27,1% meðal
þeirra sem ekki fengu þá meðferð (áhættuhlut-
fall (odds ratio, OR) 0,37, 95% öryggismörk
(confidence interval, CI) 0,11-1,26; p=0,16).
Árið 1996 var dánarhlutfallið 7,4% hjá þeim
sem fengu segaleysingu á móti 23,2% hjá þeim
sem voru ekki meðhöndlaðir (áhættuhlutfall
0,27, 95% öryggismörk 0,11-0,64; p<0,001).
Þeir sem fengu segaleysingu voru marktækt
yngri en þeir sem fengu ekki þá meðferð bæði
ár rannsóknarinnar (60,0 ára á móti 69,3 ára;
p<0,001).