Læknablaðið - 15.09.1999, Síða 56
720
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
28. maí 1997
Júlí 1997
Ágúst 1997
September 1998
Október 1998
17. desember 1998
Janúar1999
Júní1999
9. júlí 1999
22. júlí 1999
29. júlí 1999
5. ágúst 1999
10. ágúst 1999
Saga Vísindasiðanefndar
Alþingi setur lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997 þar sem kveðið er á um
skipan Vísindasiðanefndar.
Heilbrigðisráðherra setur reglugerð um vísindarannsóknir á heilbrigðis-
sviði nr. 449/1997 þar sem nánar er kveðið á um skipan Vísindasiðanefnd-
ar og siðanefnda á sjúkrahúsum og innan heilsugæslunnar.
Ráðherra skipar Vísindasiðanefnd samkvæmt tilnefningum og gerir Sig-
urð Guðmundsson lækni að formanni. Aðrir nefndarmenn eru tilnefndir af
læknadeild HÍ, Siðfræðistofnun HÍ, lagadeild HÍ, Líffræðistofnun HÍ, Fé-
lagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og Læknafélagi Islands.
Vísindasiðanefnd klofnar í afstöðu sinni til frumvarps um gagnagrunn á
heilbrigðissviði. Meirihluti nefndarinnar, sex af sjö aðalfulltrúum, leggur
til að frumvarpinu sé hafnað en formaður lýsir sig fylgjandi því að fjöl-
mörgum varnöglum slegnum. Undir álit formanns rita einnig varaformað-
ur og annar varamaður.
Heilbrigðisráðherra skipar Sigurð Guðmundsson í embætti landlæknis.
Sigurður segir sig frá formennsku í Vísindasiðanefnd og tekur Karl G.
Kristinsson varaformaður að sér fundarstjórn þar til annar formaður er
skipaður.
Alþingi afgreiðir frumvarp um gagnagrunn á heiIbrigðissviði sem lög. Þá
höfðu verið gerðar á því veigamiklar breytingar milli annarrar og þriðju
umræðu, til dæmis um heimild resktrarleyfishafa til að tengja saman
erfðafræði- og ættfræðiupplýsingar. Enginn þeirra umsagnaraðila sem
heilbrigðisnefnd Alþingis vildi leita álits hjá fékk að fjalla um þessar
breytingar.
Heilbrigðisráðherra skipar Guðmund Þorgeirsson formann Vísindasiða-
nefndar.
Vísindasiðanefnd fjallar á tveimur fundum um nauðsyn þess að setja
nefndinni starfsreglur, ekki síst vegna athugasemda sem fram höfðu komið
í nefndinni við þann hátt sem hafður var á öflun upplýsts samþykkis hjá
nokkrum rannsóknaraðilum. Samþykkt að óska eftir því að eyðublöðum sé
breytt.
Lögfræðingur íslenskrar erfðagreiningar sendir formanni Vísindasiða-
nefndar bréf þar sem hann fer fram á að Einari Árnasyni sé vikið úr nefnd-
inni vegna vanhæfis.
Vísindasiðanefnd fundar en ákveður að fresta umfjöllun um bréf ÍE til
næsta fundar 4. ágúst vegna fjarveru Einar Árnasonar.
Ráðherra setur nýja reglugerð um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði þar
sem nefndarmönnum er fækkað og tilnefningum þeirra breytt. Samkvæmt
henni skipar heilbrigðisráðherra formann og annan til án tilnefningar,
landlæknir tilnefnir einn, dómsmálaráðherra einn og menntamálaráðherra
einn. Samdægurs er nefndarmönnum Vísindasiðanefndar sent bréf og þeim
tilkynnt um breytta skipan nefndarinnar og að þeirra sé ekki lengur þörf.
Heilbrigðisráðherra vísar gagnrýni á skipan nýrrar Vísindasiðanefndar á
bug og segir nýja reglugerð byggða á tillögum landlæknis. Sigurður Guð-
mundsson staðfestir Jjað.
Stjórn Læknafélags Islands „lýsir undrun sinni á nýrri reglugerð heilbrigð-
isráðherra ... og lýsir miklum efasemdum um að hún [hin nýja Vísinda-
siðanefnd] geti talist óháð“.