Læknablaðið - 15.09.1999, Side 55
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
719
slíkar reglur oft til umræðu.
Ýmis utanaðkomandi áreiti
urðu þó til að tefja gerð regln-
anna, svo sem umræður um
gagnagrunninn og ágreiningur
milli formanns nefndarinnar
og allra annarra nefndar-
manna við lok þeirra um-
ræðna. Formaðurinn tók ekki
þátt í störfum nefndarinnar
eftir það. Hann sagði af sér og
var skipaður í embætti land-
læknis í fyrrahaust og var
nefndin því formannslaus í
nokkra ntánuði.
Einar Árnason prófessor og
fulltrúi Líffræðistofnunar HÍ í
vísindasiðanefnd segir að eftir
því sem tíminn leið hafi skort-
urinn á starfsreglum orðið
nefndinni æ þyngri í skauti.
Hann nefnir sem dæmi frá því
í vor þegar Jórunn Erla Ey-
fjörð og samstarfsmenn henn-
ar hjá Rannsóknastofu í sam-
einda- og frumulíffræði fengu
stóran styrk frá Bandaríkjun-
um til rannsókna. Þá hafi
styrkveitandinn sett ýmis skil-
yrði, meðal annars um sið-
fræðilegt eftirlit með rann-
sókninni. í umræðum nefnd-
arinnar í vor benti Einar á að
hægt væri að fara tvær leiðir í
störfum nefndarinnar.
„Önnur leiðin væri sú að
þurfa að samþykkja allar læknisfræðirann-
sóknir og úrskurði þeirra er ekki hægt að
áfrýja.
Hins vegar er yfirumsjón með læknisfræði-
rannsóknum á höndum Medicinska forskn-
ingsrádet sem gegnir svipuðu hlutverki og
Rannsóknarráð hér á landi en er einskorðað
við læknisfræðirannsóknir. Undir því eru
starfandi tvær nefndir sem hafa með siðfræði
að gera. Önnur heitir Námnden för forsk-
ningsetik og hefur það hlutverk að fjalla al-
mennt um siðfræði í læknavísindum og gefa
út leiðbeiningar og álit um siðfræðilegar hlið-
ar rannsókna, verklag og vinnuaðferðir. Hún
er þannig skipuð að helmingur nefndarmanna
að meðtöldum formanni eru læknar sem sitja
þar sem fulltrúar háskóladeilda eða sjúkra-
húsa. Hinir eru fulltrúar leikmanna, sérfræð-
ingar í siðfræði og lögum, félagsþjónustan á
einn fulltrúa og auk þess tilnefnir Statens
medicinsk-etiska rád tvo nefndarmenn. Hin
nefndin hefur það hlutverk að fylgjast með
óheiðarleika í læknis-fræðirannsóknum.
Statens medicinsk-etiska rád
Einnig er starfandi í Svíþjóð svipað ráð og
Det etiske rád i Danmörku, það er ráðgjafar-
nefnd fyrir þing og ríkisstjórn. I því eiga sæti
19 manns og er kosið í það í þinginu. Auk for-
manns eiga í því sæti sjö fulltrúar hinna póli-
tísku flokka og 11 sérfræðingar.
Noregur
í Noregi eru starfandi fimm héraðsnefndir
og er hver þeirra skipuð átta manns sem skipt-
ast þannig að einn maður með læknisfræði-
menntun er tilnefndur af læknadeild viðkom-
andi háskóla, annar læknir tilnefndur af stjórn
heilbrigðismála í héraðinu, sálfræðimenntað-
ur maður tilnefndur af háskóladeild eða sál-
fræðideild sjúkrahúss í héraðinu, hjúkrunar-
fræðingur, einn fulltrúi sjúkrahúseigenda í
héraðinu, sérfræðingur í siðfræði, lögfræð-
ingur og einn fulltrúi leikmanna. Ráðuneyti
menntamála skipar formann og varaformann.
Nefndirnar mega kalla á sérfræðinga til ráð-
gjafar ef þurfa þykir. Ekki mun vera hægt að
áfrýja úrskurðum þessara nefnda til æðra
stjórnvalds.
Þessi skipan er raunar áþekk íslensku Vís-
indasiðanefndinni eins og hún var fyrir breyt-
ingu á reglugerð nú í sumar.
Den nasjonale forskningsetiske komité
Einnig er til vísindasiðanefnd á landsvísu
sem hefur það hlutverk að vera vísindamönn-
uin, stjórnvöldum og almenningi til ráðgjafar
um siðfræðileg álitamál á sviði læknisfræði
og skyldra greina. Henni ber einnig að stuðla
að almennri þjóðfélagsumræðu um siðfræði-
legar hliðar vísinda. Nefndin gefur út álit um
almenn siðfræðileg álitaefni í vísindum og
henni ber að fjalla um sérstök mál þar sem
reynir á mikilvæg siðfræðileg álitaefni. Hún
er þó ekki áfrýjunardómstóll héraðsnefnd-
anna en á að samræma störf þeirra og vera
þeim til ráðgjafar.
Nefndin er skipuð af menntamálaráðherra
eftir tilnefningu frá Rannsóknarráði Noregs. I
þessari nefnd skulu sitja eigi færri en níu
manns. Auk fólks með kunnáttu í læknisfræði
skulu vera þar sérfræðingar í öðrum tengdum
vísindagreinum og einnig á sviði lögfræði og
siðfræði. I það minnsta einn nefndarmanna
skal hafa klíníska sérfræðiþekkingu og annar
á sviði erfðafræði. Loks skulu tveir fulltrúar
leikmanna eiga sæti í nefndinni.