Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1999, Qupperneq 55

Læknablaðið - 15.09.1999, Qupperneq 55
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 719 slíkar reglur oft til umræðu. Ýmis utanaðkomandi áreiti urðu þó til að tefja gerð regln- anna, svo sem umræður um gagnagrunninn og ágreiningur milli formanns nefndarinnar og allra annarra nefndar- manna við lok þeirra um- ræðna. Formaðurinn tók ekki þátt í störfum nefndarinnar eftir það. Hann sagði af sér og var skipaður í embætti land- læknis í fyrrahaust og var nefndin því formannslaus í nokkra ntánuði. Einar Árnason prófessor og fulltrúi Líffræðistofnunar HÍ í vísindasiðanefnd segir að eftir því sem tíminn leið hafi skort- urinn á starfsreglum orðið nefndinni æ þyngri í skauti. Hann nefnir sem dæmi frá því í vor þegar Jórunn Erla Ey- fjörð og samstarfsmenn henn- ar hjá Rannsóknastofu í sam- einda- og frumulíffræði fengu stóran styrk frá Bandaríkjun- um til rannsókna. Þá hafi styrkveitandinn sett ýmis skil- yrði, meðal annars um sið- fræðilegt eftirlit með rann- sókninni. í umræðum nefnd- arinnar í vor benti Einar á að hægt væri að fara tvær leiðir í störfum nefndarinnar. „Önnur leiðin væri sú að þurfa að samþykkja allar læknisfræðirann- sóknir og úrskurði þeirra er ekki hægt að áfrýja. Hins vegar er yfirumsjón með læknisfræði- rannsóknum á höndum Medicinska forskn- ingsrádet sem gegnir svipuðu hlutverki og Rannsóknarráð hér á landi en er einskorðað við læknisfræðirannsóknir. Undir því eru starfandi tvær nefndir sem hafa með siðfræði að gera. Önnur heitir Námnden för forsk- ningsetik og hefur það hlutverk að fjalla al- mennt um siðfræði í læknavísindum og gefa út leiðbeiningar og álit um siðfræðilegar hlið- ar rannsókna, verklag og vinnuaðferðir. Hún er þannig skipuð að helmingur nefndarmanna að meðtöldum formanni eru læknar sem sitja þar sem fulltrúar háskóladeilda eða sjúkra- húsa. Hinir eru fulltrúar leikmanna, sérfræð- ingar í siðfræði og lögum, félagsþjónustan á einn fulltrúa og auk þess tilnefnir Statens medicinsk-etiska rád tvo nefndarmenn. Hin nefndin hefur það hlutverk að fylgjast með óheiðarleika í læknis-fræðirannsóknum. Statens medicinsk-etiska rád Einnig er starfandi í Svíþjóð svipað ráð og Det etiske rád i Danmörku, það er ráðgjafar- nefnd fyrir þing og ríkisstjórn. I því eiga sæti 19 manns og er kosið í það í þinginu. Auk for- manns eiga í því sæti sjö fulltrúar hinna póli- tísku flokka og 11 sérfræðingar. Noregur í Noregi eru starfandi fimm héraðsnefndir og er hver þeirra skipuð átta manns sem skipt- ast þannig að einn maður með læknisfræði- menntun er tilnefndur af læknadeild viðkom- andi háskóla, annar læknir tilnefndur af stjórn heilbrigðismála í héraðinu, sálfræðimenntað- ur maður tilnefndur af háskóladeild eða sál- fræðideild sjúkrahúss í héraðinu, hjúkrunar- fræðingur, einn fulltrúi sjúkrahúseigenda í héraðinu, sérfræðingur í siðfræði, lögfræð- ingur og einn fulltrúi leikmanna. Ráðuneyti menntamála skipar formann og varaformann. Nefndirnar mega kalla á sérfræðinga til ráð- gjafar ef þurfa þykir. Ekki mun vera hægt að áfrýja úrskurðum þessara nefnda til æðra stjórnvalds. Þessi skipan er raunar áþekk íslensku Vís- indasiðanefndinni eins og hún var fyrir breyt- ingu á reglugerð nú í sumar. Den nasjonale forskningsetiske komité Einnig er til vísindasiðanefnd á landsvísu sem hefur það hlutverk að vera vísindamönn- uin, stjórnvöldum og almenningi til ráðgjafar um siðfræðileg álitamál á sviði læknisfræði og skyldra greina. Henni ber einnig að stuðla að almennri þjóðfélagsumræðu um siðfræði- legar hliðar vísinda. Nefndin gefur út álit um almenn siðfræðileg álitaefni í vísindum og henni ber að fjalla um sérstök mál þar sem reynir á mikilvæg siðfræðileg álitaefni. Hún er þó ekki áfrýjunardómstóll héraðsnefnd- anna en á að samræma störf þeirra og vera þeim til ráðgjafar. Nefndin er skipuð af menntamálaráðherra eftir tilnefningu frá Rannsóknarráði Noregs. I þessari nefnd skulu sitja eigi færri en níu manns. Auk fólks með kunnáttu í læknisfræði skulu vera þar sérfræðingar í öðrum tengdum vísindagreinum og einnig á sviði lögfræði og siðfræði. I það minnsta einn nefndarmanna skal hafa klíníska sérfræðiþekkingu og annar á sviði erfðafræði. Loks skulu tveir fulltrúar leikmanna eiga sæti í nefndinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.