Læknablaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 94
750
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
Tilmæli landlæknis nr. 1/1999
Lyfjagjafir í grunnskólum
í flestum skólum eru ein-
hver börn sem þurfa að taka
inn lyf á skólatíma. Sam-
kvæmt könnun landlæknis-
embættisins í mars 1999 og
Fræðsluskrifstofu Reykjavík-
ur í sama mánuði er algengt
að um 5% barna þurfi að taka
lyf á skólatíma.
í engum tilvikum getur
bam borið ábyrgð á lyfjatök-
unni. Ábyrgðin er foreldra en
skólahjúkrunarfræðingar og
starfsmenn skóla aðstoða
bamið við lyfjatökuna.
Landlæknisembættið beinir
þeim tilmælum til heilsugæslu
í skólum og forráðamanna
skóla að eftirfarandi reglum
verði fylgt varðandi lyfjagjaf-
ir í skólum.
• Læknar skulu leitast við að
haga lyfjagjöfum þannig að
börn þurfi að taka sem
minnst af lyfjuin á skóla-
tíma.
• Hjúkrunarfræðingar sem
starfa í skólum skulu hafa
upplýsingar um allar lyfja-
gjafir barna í skólunum.
• Nemendur skulu ekki fá
önnur lyf í skólanum en þau
sem á þau hefur verið ávís-
að af lækni. Því skulu börn í
engum tilvikum fá lyf, ekki
heldur lausasölulyf, nema
þeim hafi verið ávísað á
barnið af lækni.
• Foreldrum/forráðamönnum
ber að afhenda hjúkrunar-
fræðingi þau lyf sem börn
eiga að fá í skólanum. Skal
hjúkrunarfræðingur kvitta
fyrir móttöku þeirra, tegund
og magni. Börn skulu í eng-
um tilvikum vera sendiboð-
ar með lyf.
• Lyf barnsins skulu geymd í
læstri hirslu í vörslu hjúkr-
unarfræðings. Slíkur lyfja-
skápur skal vera staðsettur
þar sem aðstaða skóla-
heilsugæslu er. I minni
skólum þar sem aðstaða
fyrir skólaheilsugæslu er
lítil eða engin skulu lyfin
geymd í læstri hirslu á
heilsugæslustöð.
• Samkomulag skal vera milli
hjúkrunarfræðings og for-
eldris/forráðamanns um
hve miklar lyfjabirgðir
hjúkrunarfræðingi eru af-
hentar hverju sinni. Hjúkr-
unarfræðingi ber að láta
foreldra/forráðamenn vita
þegar þörf er á meiri lyfjum
til skömmtunar.
• Hjúkrunarfræðingar skulu
skammta lyf fyrir hverja
viku í lyfjabox. Á það jafnt
við um lyf sem gefin eru
reglulega og þau sem gefin
eru eftir þörfum svo sem
mígrenilyf. Hjúkrunarfræð-
ingur skammtar slík lyf
einnig í lyfjabox barnsins.
• Lyfjaboxin skulu geymd í
læstum skáp. Er það
ákvörðun skólastjórnenda
hvar hann er staðsettur.
Mjög fáir starfsmenn skulu
hafa aðgang að skápnum og
skal það skráð hverjir það
eru.
• Tímasetningu lyfjagjafar
skal háttað þannig að hún
trufli sem minnst kennslu.
Hjúkrunarfræðingar skulu
því meta hvenær hentugast
er fyrir hvert barn að fá sína
lyfjagjöf, miðað við stunda-
skrá, og hafa samráð við
þann lækni sem ávísaði lyf-
inu ef vafi um réttmæti tíma-
setningar kemur upp.
• Hjúkrunarfræðingur sér uni
lyfjagjafír í skólum sé þess
nokkur kostur. Ef því verð-
ur ekki við komið semur
skólastjóri í samráði við
nemendaverndarráð við
ákveðinn aðila innan skól-
ans um afhendingu lyfj-
anna. Um getur verið að
ræða ýmsa aðila svo sem
ritara, símavörð, skólaliða,
starfsmann skóla, umsjón-
armann skóla, stuðnings-
fulltrúa og kennara. Það er
ákvörðun skólans hvort öll
lyfjagjöf sé á hendi eins að-
ila eða fleiri í skólanum en
reynt skal að hafa þann hátt
á að einn aðili innan skólans
sjái um afhendingu lyfja.
• Börn skulu í flestum tilvik-
um koma til viðkomandi
aðila og sækja lyfið. Ef
barn gleymir slíku ber þeim
sem hefur ábyrgð á að
koma lyfinu til barnsins að
hafa samband við kennara
til að minna barnið á. Ekki
þykir ráðlegt að gengið sé
milli stofa með lyf þótt það
geti verið réttlætanlegt í
einhverjum tilvikum.
• Hjúkrunarfræðingur fer yfir
lyfjaboxin eftir hverja viku
og athugar hvort einhverju
sé ábótabant. Hann metur
þá jafnframt og skráir þau
lyf sem gefin hafa verið eft-
ir þörfum.