Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1999, Page 94

Læknablaðið - 15.09.1999, Page 94
750 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Tilmæli landlæknis nr. 1/1999 Lyfjagjafir í grunnskólum í flestum skólum eru ein- hver börn sem þurfa að taka inn lyf á skólatíma. Sam- kvæmt könnun landlæknis- embættisins í mars 1999 og Fræðsluskrifstofu Reykjavík- ur í sama mánuði er algengt að um 5% barna þurfi að taka lyf á skólatíma. í engum tilvikum getur bam borið ábyrgð á lyfjatök- unni. Ábyrgðin er foreldra en skólahjúkrunarfræðingar og starfsmenn skóla aðstoða bamið við lyfjatökuna. Landlæknisembættið beinir þeim tilmælum til heilsugæslu í skólum og forráðamanna skóla að eftirfarandi reglum verði fylgt varðandi lyfjagjaf- ir í skólum. • Læknar skulu leitast við að haga lyfjagjöfum þannig að börn þurfi að taka sem minnst af lyfjuin á skóla- tíma. • Hjúkrunarfræðingar sem starfa í skólum skulu hafa upplýsingar um allar lyfja- gjafir barna í skólunum. • Nemendur skulu ekki fá önnur lyf í skólanum en þau sem á þau hefur verið ávís- að af lækni. Því skulu börn í engum tilvikum fá lyf, ekki heldur lausasölulyf, nema þeim hafi verið ávísað á barnið af lækni. • Foreldrum/forráðamönnum ber að afhenda hjúkrunar- fræðingi þau lyf sem börn eiga að fá í skólanum. Skal hjúkrunarfræðingur kvitta fyrir móttöku þeirra, tegund og magni. Börn skulu í eng- um tilvikum vera sendiboð- ar með lyf. • Lyf barnsins skulu geymd í læstri hirslu í vörslu hjúkr- unarfræðings. Slíkur lyfja- skápur skal vera staðsettur þar sem aðstaða skóla- heilsugæslu er. I minni skólum þar sem aðstaða fyrir skólaheilsugæslu er lítil eða engin skulu lyfin geymd í læstri hirslu á heilsugæslustöð. • Samkomulag skal vera milli hjúkrunarfræðings og for- eldris/forráðamanns um hve miklar lyfjabirgðir hjúkrunarfræðingi eru af- hentar hverju sinni. Hjúkr- unarfræðingi ber að láta foreldra/forráðamenn vita þegar þörf er á meiri lyfjum til skömmtunar. • Hjúkrunarfræðingar skulu skammta lyf fyrir hverja viku í lyfjabox. Á það jafnt við um lyf sem gefin eru reglulega og þau sem gefin eru eftir þörfum svo sem mígrenilyf. Hjúkrunarfræð- ingur skammtar slík lyf einnig í lyfjabox barnsins. • Lyfjaboxin skulu geymd í læstum skáp. Er það ákvörðun skólastjórnenda hvar hann er staðsettur. Mjög fáir starfsmenn skulu hafa aðgang að skápnum og skal það skráð hverjir það eru. • Tímasetningu lyfjagjafar skal háttað þannig að hún trufli sem minnst kennslu. Hjúkrunarfræðingar skulu því meta hvenær hentugast er fyrir hvert barn að fá sína lyfjagjöf, miðað við stunda- skrá, og hafa samráð við þann lækni sem ávísaði lyf- inu ef vafi um réttmæti tíma- setningar kemur upp. • Hjúkrunarfræðingur sér uni lyfjagjafír í skólum sé þess nokkur kostur. Ef því verð- ur ekki við komið semur skólastjóri í samráði við nemendaverndarráð við ákveðinn aðila innan skól- ans um afhendingu lyfj- anna. Um getur verið að ræða ýmsa aðila svo sem ritara, símavörð, skólaliða, starfsmann skóla, umsjón- armann skóla, stuðnings- fulltrúa og kennara. Það er ákvörðun skólans hvort öll lyfjagjöf sé á hendi eins að- ila eða fleiri í skólanum en reynt skal að hafa þann hátt á að einn aðili innan skólans sjái um afhendingu lyfja. • Börn skulu í flestum tilvik- um koma til viðkomandi aðila og sækja lyfið. Ef barn gleymir slíku ber þeim sem hefur ábyrgð á að koma lyfinu til barnsins að hafa samband við kennara til að minna barnið á. Ekki þykir ráðlegt að gengið sé milli stofa með lyf þótt það geti verið réttlætanlegt í einhverjum tilvikum. • Hjúkrunarfræðingur fer yfir lyfjaboxin eftir hverja viku og athugar hvort einhverju sé ábótabant. Hann metur þá jafnframt og skráir þau lyf sem gefin hafa verið eft- ir þörfum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.