Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1999, Side 28

Læknablaðið - 15.09.1999, Side 28
696 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 og eftirlits þessa áhættuhóps milli áranna. Lækkað hlutfall sjúklinga með kólesteról >7,0 mmó/1 meðal þeirra sem fengu bráða krans- æðastíflu endurspeglar að líkindum aukna meðhöndlun þessa áhættuþáttar. I rannsókninni völdum við að kanna dánar- tíðni allra sjúklinga með bráða kransæðastíflu án tillits til aldurs við innlögn. Þannig vildum við fá upplýsingar sem má heimfæra á raun- verulegan sjúklingahóp í daglegri ineðferð á hjartadeildum. Eins árs dánartíðni þeirra sem lifðu af fyrsta sólarhring lækkaði marktækt milli áranna 1986 og 1996. Lækkunin var 6,6%, úr 26,3% í 19,7% sem er hlutfallsleg lækkun um 25%. Eins árs dánarhlutfall 1996 er sambærilegt við það sem McGovern og félagar (18) fundu í Minneapolis og Gautaborg. Flestar eldri rannsóknir hafa einskorðað rannsóknarhópinn við sjúklinga upp að 65 eða 75 ára aldri (13,19,20). Dánartíðni hjá þeim hluta okkar sjúklingahóps sem er yngri en 70 ára var 13,6% árið 1986 og 9,7% árið 1996 (p=0,328). Hjá þeim sem eldri eru lækkaði dánarhlutfallið úr 40,8% í 29,7% (p<0,05) sem styður erlendar niðurstöður (21) um bættar horfur aldraðra eftir tilkomu segaleysandi lyfja. Konur reyndust hafa hærri eins árs dánar- líkur en karlar. Skýringin gæti falist í 10 ára hærri meðalaldri þeirra og að þær voru fremur á þvagræsilyfi við innlögn og útskrift. Notkun segaleysandi lyfja rúmlega þrefald- aðist milli áranna. Þessi aukning gæti átt þátt í bættum horfum sjúklinganna eftir bráðakrans- æðastíflu þar sem sjúklingar sem fengu sega- leysandi lyf hafa töluvert bættar horfur miðað við sjúklinga sem fengu ekki þá meðferð bæði í okkar rannsókn og erlendum. Breytingin er líklega í samræmi við aukinn skilning á mikil- vægi þessa meðferðarúrræðis á meðal íslenskra lækna á þessu tímabili sem getur hafa leitt til þess að læknar nota segaleysandi lyf mun ákveðnar en áður. Þó er engin afstaða tekin til þess hvort segaleysandi meðferð hafi verið beitt á réttum forsendum í einstökun tilvikum. Notkun asetýlsalisýlsýru meira en sexfald- aðist milli 1986 og 1996 sem sýnir vel þá mik- ilvægu stöðu sem lyfið skipar í meðferð krans- æðasjúklinga í dag. Þessi aukning gæti verið hluti af skýringunni á betri horfum síðara árið þar sem þeir sjúklingar sem útskrifast með ase- týlsalisýlsýru hafa mun betri horfur en þeir sem útskrifast án lyfsins í okkar rannsókn sem og erlendum (1,2). Hins vegar virðist notkun ase- týlsalisýlsýru fyrir innlögn ekki hafa áhrif á horfur sjúklinganna. Hugsanlega eru þeir sem innritast með asetýlsalisýlsýru fremur með fyrri sögu um kransæðasjúkdóm og því í meiri áhættu sem vinnur á móti verndandi áhrifum lyfsins. Notkun beta-hamlara hefur aukist um 31% milli áranna 1986 og 1996 vegna mjög vel skil- greinds hlutverks þeirra í annars stigs forvörn- um kransæðasjúkdóms (3,4). Á síðari árum er farið að nota beta-hamlara mun ákveðnar hjá sjúklingum með hjartabilun. Til að reyna að leiðrétta fyrir hugsanlega aukinn hluta hjarta- bilaðra meðal þeirra sem fá beta-hamlara voru horfur undirhópa þeirra sem útskrifast með eða án þvagræsilyfja auk beta-hamlara reiknaðar út og reyndist notkun þvagræsilyfja ekki hafa áhrif á jákvæða verkun beta-hamlara. Þetta er í samræmi við nýlega rannsókn sem sýndi bætt- ar horfur sjúklinga sem útskrifast á beta-haml- ara, óháð útfallsbroti vinstri slegils (22). Við fundum ekki mun á horfum sjúklinga sem útskrifuðust með eða án kalsíumhamlara og er það í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna (23). Verri horfur sjúklinga á þvagræsilyfjum, dí- goxíni, nítrötum og/eða lyfjum við hjartsáttar- truflunum endurspegla að okkar mati fremur lengra genginn sjúkdóm en að lyfin sjálf hafi slæm áhrif á horfur sjúklinganna. Auk þess er mögulegt að dígoxín og lyf við hjartsláttartrufl- unum auki tíðni takttruflana og auki þannig dánarhlutfall. I nýlegum íslenskum rannsóknum (24,25) kom fram að notkun asetýlsalisýlsýru, beta- hamlara og kólesteróllækkandi lyfja er minni en mælt er með í evrópskum ráðleggingum um varnir gegn kransæðasjúkdómum (26). Okkar niðurstöður undirstrika mikilvægi þess að beita þessum lyfjum markvisst hjá sjúklingum eftir kransæðastíflu til að bæta horfur þeirra. Hlutfall sjúklinga sem fóru í kransæðavíkk- un eða kransæðahjáveitu eftir bráða kransæða- stíflu jókst þrefalt seinna ár rannsóknarinnar miðað við það fyrra. Vegna skipulags rann- sóknarinnar reyndist ekki mögulegt að meta áhrif þessarar aukningar á horfur sjúklinga eftir kransæðastíflu þar sem mjög mislangur tími leið frá innlögn þar til aðgerðin var fram- kvæmd. Einnig var mjög valið í þann hóp sem fór í þessar aðgerðir þannig að raunhæfur sam- anburður hefði ekki fengist.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.