Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 80

Læknablaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 80
738 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Mynd 1. Hlutfall rannsóknarfjármagns frá akademískum há- skólastofnunum í Bandaríkjunum á landsvísu (1). Mynd 2. Hlutfall fjármagns (billjónir $) varið til lœknisfrœði- legra rannsókna og þróunarvinnu í Bandaríkjunum (1). andi. Læknar á akademískum háskólastofnunum víðast hvar í heiminum í dag eru hins veg- ar ekki í stakk búnir til þess að sinna þessu síðarnefna hlut- verki. Hér er um fjárfrekar lyfja- og líftæknirannsóknir að ræða sem oft þurfa dýran og flókinn tækjabúnað sem ekki er á færi annarra en lyfja-og líftæknifyrirtækjanna sjálfra að eiga og reka. Fjárskortur háskólastofnana Háskólastofnanir hafa tak- markað fjármagn til rann- sókna auk þess sem mikilli vinnu er iðulega varið bæði af einstaka vísindamönnum og hópum innan akademíunnar til að útvega fjármagn á sam- keppnisgrundvelli til vísinda- rannsókna. Háskólasamfélag okkar tíma er því ekki tilbúið til að nýta þá nýtilkomnu þekkingu sem það skapar til þróunar á nýjum meðferðar- möguleikum nema að litlu leyti. Lyfja- og líftæknifyrir- tæki eru nauðsynlegur hlekk- ur í að þróa þekkinguna áfram þannig að hún geti nýst sjúk- lingum. Þegar þekkingin er komin á það stig að lyfjaiðn- aðurinn tekur við og (áhættu-) fjárfestir í þróun nýrra lyfja og nýrra meðferðarmöguleika fyrir sjúklinga er hann áfram um margt háður læknadeild- um háskólanna. Má þar nefna hugmyndir um rannsóknar- áherslur og uppfinningar, auk hönnunar einkaleyfa, sérleyfa og framleiðsluleyfa á nýjum lyfjum og öðrum afurðum. Því er mikilvægt að háskólasam- félagið efli sem mest stöðu sína í rannsóknum og verði áfram lykillinn að árangri lyfja- og líftæknifyrirtækja. Líftæknifyrirtæki búa yfir mikilli og sérhæfðri tækni- þekkingu sem nýtist best í ná- inni samvinnu við háskólana við að búa til nýja þekkingu og við lyfjaiðnaðinn til þróun- ar á nýrri meðferð. Gífurlegar framfarir hafa átt sér stað á síðustu 10-15 árum í líftækni- iðnaði í þróun nýrra aðferða og tækninýjunga. Þær hafa opnað nýjar leiðir til rannsókna, auk- ið afköst og nákvæmni í rann- sóknun og skapað tækifæri á auknu samstarfi við lækna og háskólastofnanir. Einnig nýt- ast afurðir þessara tækninýj- unga og þróunarvinnu beint við rannsóknir og meðferð sjúk- linga þar sem ný tæki koma á markað og eru notuð við grein- ingu sjúkdóma. Má hér til dæmis nefna skjótvirka grein- ingu sýkinga með PCR sem leiðir til sértækrar meðferðar. Samvinna háskólastofnana og iðnaðar hefur vaxið hratt á síðastliðnum áratug. A Vestur- löndum hefur víðast hvar gætt vaxandi skilnings og jákvæðs viðhorfs bæði meðal lækna og almennings á mikilvægi þessa samstarfs og þeim tilgangi að búa til nýja þekkingu og bæta þannig meðferð sjúkdóma. Það er því alvarleg sú þróun sem átt hefur sér stað í Bandaríkjunum og sumum nágrannalöndum okkar á síð- astliðnum áratugum þar sem ýmis tryggingafélög auka sí- fellt kröfur til akademískra há- skólaspítala til lækkunar verðs á þjónustu og hafa þannig dregið mjög úr greiðslum til háskólanna. Þetta hefur leitt til þess að akademískir læknar sem stunda vísindastörf þurfa að verja meiri tíma til klínískrar vinnu til að vega upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.