Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1999, Síða 62

Læknablaðið - 15.09.1999, Síða 62
722 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Að skapa hagsmunatengsl í grein sem Bogi Andersen læknir ritaði í Morgunblaðið í desember í fyrra segir hann meðal annars um einkaréttar- ákvæði laganna um gagnagrunn á heilbrigðissviði: „Einkaréttur í skilningi höfundarréttar, það er vernd gegn því að upplýsingar úr gagnagrunninum verði fjölfaldaðar eftir að hann hefur verið búinn til, á augljósan rétt á sér. Að mínu mati eru þeim rétti settar óæskilegar skorður í frumvarpinu, meðal annars með aðgangi heilbrigðisyfirvalda að væntanleg- um gagnagrunni ÍE. Slíkt fyrirkomulag mun skapa óeðlileg hagsmunatengsl milli rekstraraðila og stjórnvalda sem eiga að hafa eftirlitshlutverk með gagnagrunninum, en ef til vill er það einmitt tilgangur væntanlegs rekstrarleyfishafa að skapa slík hagsmunatengsl." afsalskrafna. Aðrir nefndar- menn töldu að þetta væri hluti af rannsókninni og því þyrfti nefndin að fylgjast með þessu. Við vildum hins vegar fá nán- ari upplýsingar um þetta ákvæði, það þyrfti að skýra betur út fyrir þátttakendum til hvers þetta ákvæði væri þarna. Það hafði nýlega komið fram að þetta væri skilyrði fyrir þátt- töku í rannsókninni og þess vegna vildum við hafa þetta á sjálfu eyðublaðinu sem þátt- takendur undirrituðu en ekki bara á upplýsingablaði eins og verið hafði. í þriðja lagi gerðum við athugasemdir við það að ekki væri gert ráð fyrir undirskrift læknisins á eyðublaðinu held- ur bara þátttakandans. Þetta töldum við ekki rétt því lækn- irinn sem stjórnaði rannsókn- inni þyrfti að taka ábyrgð á því að öllum skilyrðum fyrir upplýstu samþykki væri full- nægt. Viðkomandi umsækj- endur höfðu svarað því til að oft væri það einhver starfs- ntaður sent upplýsti þátttakand- ann en ekki læknirinn sjálfur. Það er í sjálfu sér í lagi ef við- komandi starfsmaður er hæf- ur, en læknirinn verður að skrifa undir og taka ábyrgð á gjörningnum.“ Athyglisverð viðbrögð Um þessa afgreiðslu ríkti eining í nefndinni og var ritara falið að senda þeim umsækj- endum sem málið varðaði, Hjartavernd og Islenskri erfðagreiningu, bréf með beiðni um lagfæringar á um- sóknum í samræmi við at- hugasemdir nefndarinnar. Skömmu síðar eða þann 9. júlí ritaði lögfræðingur Is- lenskrar erfðagreiningar, Jó- hann Hjartarson, formanni Vísindasiðanefndar bréf þar sem hann gerir þá kröfu fyrir hönd fyrirtækisins að nefndin úrskurði að Einar Árnason „víki sæti í öllum málum sem nú liggja fyrir nefndinni og tengjast ÍE á einhvem hátt“. Einnig er þess krafist að öll mál sem óafgreidd eru en Einar hefur komið nálægt verði tekin til nýrrar meðferðar og að Einar „víki einnig sæti til frambúðar við afgreiðslu annarra mála sem tengjast ÍE og kunna að vera lögð fyrir nefndina síðar“. I bréfinu er vanhæfi Einars Árnasonar til að fjalla um mál sem tengjast Islenskri erfða- greiningu rökstutt með því að hann hafi í umræðum um gagnagrunnsmálið „lagt sig í framkróka um að sverta fyrir- tækin [ÍE og deCode Genetics] með svigurmælum og ósann- indum". Því til staðfestu fylgir afrit af tveim lesendabréfum sem Einar skrifaði í febrúar á þessu ári til stórblaðanna Times og New York Times. Einar segist hafa verið fjar- verandi þegar þetta bréf barst en að nefndin hefði tekið mál- ið upp á fundi sem haldinn var 22. júlí. Þar var afgreiðslu þess frestað þar til Einar væri mættur og stóð til að taka það fyrir á næsta fundi sem halda átti 4. ágúst. Af þeim fundi varð aldrei því 29. júlí var nefndin sett af. Ráðuneytið á hagsmuna að gæta Um nýju reglugerðina segir Einar að hann geti ekki séð að þessi nefnd geti talist óháð. „Tilnefningar í gömlu nefnd- ina voru gerðar af þessum sex aðilum án nokkurs samráðs þeirra á milli. Nú skipar Heil- brigðisráðuneytið tvo fulltrúa og landlæknir einn. I ljósi þess að landlæknisembættið heyrir undir Heilbrigðisráðu- neytið má segja að það ráðu- neyti skipi nú meirihluta nefndarmanna. Svo tilnefnir dómsmálaráðherra einn og menntamálaráðherra einn. Það er því alveg ljóst að hér er um að ræða nefnd sem sett er undir stjómvöld. I 7. grein reglugerðarinnar segir að nefndin skuli setja sér reglur sem séu í samræmi við Helsinkiyfirlýsingu Alþjóða- félags lækna. I þeirri yfirlýs- ingu segir að allar rannsókn- aráætlanir skuli senda til um- fjöllunar í nefnd sem skuli vera óháð rannsóknaraðilan- um og þeim sem kostar rann- sóknina. Ef við lítum á gagna- grunnslögin sjáum við að Heil-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.