Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Síða 35

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Síða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 31 QIO (Ubiquinone QIO) er coenzým sem gegnir lykilhlutverki í orkubúskap frumunnar, það er mevalonatafleiða (HMG-CoA) efni samsett úr ísó- prenoid einingum. Rannsóknir benda til þess að styrkur QIO geti haft afgerandi áhrif á hraða raf- eindaflutnings og þar með myndun orkuríkra fos- fata. Nýlega hefur verið sýnt fram á að styrkur QIO er á sama bili og Km fyrir þá redúktasa og oxíðasa sem nota það sem hvarfefni. QIO er andoxunarefni í blóði og vefjum. Vefjagigt er sjúkdómur sem einkennist af minnk- uðum vöðvastyrk og útbreiddum stoðkerfisverkjum og hefur það ýtt undir rannsóknir á vöðvum sjúk- linga og efnaskiptum. Ýmsar efnagreiningar á enzýmum, orkuríkum fosfötum, niðurbrotsefnum og mælingar á súrefnisupptöku hafa verið gerðar. Niðurstöður eru mjög misvísandi og ósamstæðar. QIO hefur ekki áður verið mælt í vefjum vefjagigtar- sjúklinga. Við höfum þróað áreiðanlega aðferð til mælinga á QIO í blóðvökva og verður hún kynnt. Mælingar í vöðvum eru gerðar með aðferð Edlunds. Báðar að- ferðir byggja á HPLC tækni með UV-ljósmælingu. Mælt er heildar QIO eftir að Ubiqinol hefur verið oxað með kalíum-hexacýanoferrati. Buffruð lausn af perklórati er notuð til fellingar á prótínum fyrir útdrátt. Við útdráttinn er notaður eter og leifin leyst upp í 2-própanóli. Ubiquinone Q9 er notað sem innstaðall. Endurheimtur (98%) og markvísi (C.V.= 6,5%) aðferðarinnar eru með ágætum. QIO er mjög fitusækið og ferðast í blóðvökva í lipóprótínum eins og kólesteról. Marktæk fylgni fannst á milli kólesteróls og QIO í plasma. Meðal- styrkur QIO f plasma mældist 0,78pg/ml fyrir konur og 0,71pg fyrir karla og er það svipað og aðrir hafa fundið. Niðurstöður úr blóði og vöðvum vefjagigtar- sjúklinga og samanburður við heilbrigða verða kynntar. E-41. Hjartaómun á ósæðarrót og himnuhluta sleglaskiptar í sjúklingum með hryggikt Jón Atli Árnason, Ashvin K Patel, Peter S Rahko, Walter S Sundstrom Frá gigtardeild og hjartadeild Háskólasjúkrahússins í Madison, Wisconsin, USA Aðferð: Áhrif hryggiktar (spondylitis ankyl- opoietica) á hjarta voru metin með skoðun, hjarta- ritun og tvenns konar hjartaómun, um brjóstvegg og um vélinda. Ástandi ósæðarrótar og sleglaskiptar var einkum gefinn gaumur. Þrjátíu og tveir karl- menn voru í upphafi skoðaðir en 11 höfnuðu síðar þátttöku eða mættu ekki. Ekki var talið óhætt að framkvæma hjartaómun um vélinda á sjö þátttak- endum vegna slæmrar heilsu þeirra og á fjórum vegna stífs háls, sem talið var að gæti aukið áhættu við skoðunina. Hjartaómun um vélinda var reynd á 10 þátttakendum og framkvæmd án vandkvæða á níu. í viðmiðunarhópi voru 13 karlmenn með krans- æðaþrengsli. Allar ómskoðanir voru lesnar af hjarta- lækni sem ekki vissi um sjúkdómsgreiningu. Niðurstöður: Af þeim níu þátttakendum sem at- hugaðir voru með báðum hjartaómunaraðferðum höfðu fimm haft liðbólgur utan hryggjar og fjórir bólgu í lithimnu auga. Meðal sjúkdómstími var 29 (11-50) ár. Enginn þátttakenda var með annars eða þriðja stigs hjartsláttartöf en meðal PR bil var 171 ms (hjá viðmiðunarhópi 158 ms). Vídd ósæðarrótar var svipuð hjá báðum hópum en fremri ósæðarveggur var þynnri í sjúklingum með hryggikt, 0,25 cm á móti 0,47 cm hjá viðmiðunarhópi (p=,016). Aftari ósæð- arveggur var þykkri og með bjartari óm en fram- veggur í 17 af 29 sjúklingum með hryggikt en hjá fjórum af 13 úr viðmiðunarhópi. Ósæðarlokuleki greindist með hjartaómun um brjóstvegg hjá 10 af 29 hryggiktarsjúklingum. í átta af þeim níu sjúklingum með hryggikt sem skoðaðir voru með hjartaómun um vélinda reyndust vefir neðan ósæðarloku vera þykkri og með bjartari og ójafnari óm en hjá viðmið- unarhópi. Þessi óeðlilega ómgerð náði inn í himnu- hluta sleglaskiptar. Ályktun: Óeðlileg ómgerð, sem samrýmist band- vefshersli, sást í ósæðarrót og sleglaskipt sjúklinga með hryggikt, einkum með hjartaómun um vélinda. Notkun þeirrar aðferðar gæti varpað ljósi á áhrif hryggiktar á hjarta og leitt til greiningar fyrr en með öðrum aðferðum. E-42. Áhrif mataræðis til Iækkunar á blóðfítum og mismunandi virkni blóðfítulækkandi lyfja Sigríður Ólína Haraldsdóttir, Gunnar Sigurðsson Frá lyflœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, göngudeild Landspítalans fyrir blóðfitumœlingar Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna virkni tveggja blóðfitulækkandi lyfja af flokki HMG-CoA reductasa hamlara, simvastatíns og fluvastatíns hjá hjartasjúklingum og hvaða áhrif breytt mataræði hefði til lækkunar á kólesteróli hjá þeim. Rannsóknin var gerð samtímis á íslandi, í Finn- landi og Noregi og 113 einstaklingar á aldrinum 35- 70 ára tóku þátt. Hér á landi voru send bréf til hjartasérfræðinga á Landspítalanum og Sjúkrahúsi Reykjavíkur og þeir beðnir að vísa sjúklingum í rannsóknina. Hluti hópsins hafði legið á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Allir voru með staðfestan kransæðasjúkdóm, kólesteról á bilinu 5,5-8,0 mmól/1 og þríglýseríða undir 2,5 mmól/1. í fyrstu heimsókn voru gefnar ráðleggingar varðandi kólest- erólsnautt fæði og árangur hvað varðar blóðfitur metinn eftir átta vikur. Þá tók lyfjameðferðin við. Rannsóknin var tvíblin, allir sjúklingarnir fengu virkt lyf í 16 vikur. Gefið var simvastatín 20 mg/dag eða fluvastatín 20 mg/dag. Eftir 10 vikur var
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.