Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 20

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 20
20 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 Lengi býr að fyrstu gerð Nýjum stoðum rennt undir fornan sannleika Rafn Benediktsson Þó nýgengi blóðþurrðarsjúkdóma hafi lækk- að, eru þeir enn helsta banamein iðnvæddra þjóða. Hvorki erfðir né jákvæðar breytingar á lífsstíl skýra að öllu leyti þessar breytingar á nýgengi eða þann landfræðilega breytileika sem enn er til staðar. Á síðasta áratugi hefur það vakið athygli faraldsfræðinga að burðar- málsdauði fyrr á öldinni hafði verið hár á þeim landssvæðum Bretlands þar sem blóðþurrðar- sjúkdómar eru nú algengir. Þetta þótti benda til þess að andstreymi snemma á lífsleiðinni gæti haft langtíma afleiðingar. Til stuðnings var rifj- uð upp sú vitneskja að einstaklingar taka upp stöðu sína innan staðaldreifingar blóðþrýstings þegar í barnæsku. Sægur faraldsfræðirann- sókna frá Evrópu, Asíu og Ameríku hafa síðan styrkt þessar kenningar. Þannig eru ákveðnar svipgerðir nýbura (þyngd, mittismál, hæð og fleira) taldar einkenna mismunandi tegundir og tímasetningu áfalla fyrir og um fæðingu, sem svo megi merkja á mynstri áhættuþátta blóð- þurrðarsjúkdóma á fullorðinsárum. Fylgnin er missterk eftir rannsóknum og einstökum áhættuþáttum, en er almennt ekki minni en áhættan sem fylgir reykingum. Nokkuð er deilt um hvað liggi að baki en margir benda á vannæringu á fósturskeiði og hugsanlegan vanvöxt til dæmis æðakerfisins. Meinmyndunin gæti einnig verið boðritun líf- kerfa á viðkvæmum þroskaskeiðum, sem er vel þekkt fyrirbæri, sérstaklega hvað varðar stera- hormón, en sykursterar gegna einmitt lykilhlut- verki í flókinni stjórn fósturvaxtar. Hugtakið vannæring er vítt og mannarannsóknir á tengsl- um vannæringar á meðgöngu og boðritunar Frá University Dpt. of Medicine, Molecular Medicine Centre, Western General Hospital, Edinburgh EH4 2XU, Scotland. áhættuþátta eru misvísandi. Hins vegar er sýnt að hægt er að letja fósturvöxt og boðrita há- þrýsting í tilraunadýrum með stórtækri skerð- ingu á prótíninntöku móður sem auðvitað fylg- ir hækkun á styrk sykurstera í sermi. Sykurster- ar stuðla í grófum dráttum að lifun með hækk- un blóðþrýstings og auknu aðgengi orkugjafa svo sem blóðsykurs. Fyrir fæðingu eru áhrif til hröðunar á þroska líffæra og lífkerfa einnig áberandi samanber yfirborðsvirk efni í lungum. Ennfremur gegna sykursterar lykilhluterki við að koma af stað fæðingu í sumum dýrategund- um. Því má hugsa sér að tilgangur aukinnar seytrunar sykurstera sé að búa fóstrið í skyndi undir sjálfstætt líf. Þó skammtímaáhrif sykur- stera stuðli að lifun, er jafnljóst að langtíma ofgnótt sykurstera er til skaða og afleiðingarn- ar sláandi líkar svipgerð efnaskiptavillu (Meta- bolic Syndrome X): karllík offita, háþrýstingur, skert sykurþol og blóðfitubrengl. Skammvinnt álag um burðarmál í formi að- skilnaðar frá móður, leiðir til langtíma brengl- unar á starfsemi heiladinguls-nýmahettuöxuls- ins (HN-öxuls) í rottum. Þetta kemur meðal annars fram sem hærri styrkur sykurstera í sermi fullorðinna dýra, en í mönnum er fylgni milli hás kortisóls í blóði og smæðar við fæð- ingu. Þetta má einnig framkalla með gjöf syk- urstera, sem boðritar minni tjáningu sykur- steraviðtækja í hippocampus, en þessi viðtæki gegna lykilhlutverki við hömlun á HN-öxlin- um. Ofgnótt sykurstera í fósturlífi hefur fjölda annarra afleiðinga í för með sér, til dæmis boð- ritun blóðþrýstings og sykurþols afkvæmanna. Það er enn á huldu hvernig boðritun háþrýst- ings gerist en hugsanlega leikur brenglaður HN-öxull hlutverk. Misþroski á nýrum eða æðakerfi er einnig hugsanleg skýring og enn annar möguleiki er boðritun sympatísks út- flæðis. Ymis lykilensím orkuefnaskipta lifrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.