Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 26

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 26
26 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 framt var dreifingin meira teygð til hægri í hópi 70 ára, væntanlega vegna aukins fjölda í þeim hópi með „hækkað“ kalkhormón. Ef notuð voru viðmið- unargildi miðaldra kvennahópsins (meðalgildi +2 staðalfrávik = 70 ng/L) þá voru 21 af 210 sjötugra kvenna með „hækkað" kalkhormón. Af þeim hópi voru fimm jafnframt með hækkað kalk í blóði (>2,55 mmól/L) og flokkast því undir primeran hyperparathyroidismus. Aðrar fimm voru með hækkað kalkhormón en kalk í blóði í neðra kanti (<2,25 mmól/L) og/eða 25-OH vítamín D í neðra kanti (<30 nm/L) og gætu því flokkast undir secunder hyperparathyroidismus. Aðrar 11 konur voru með hækkað kalkhormón en eðlilegt kalk og 25-OH vítamín D í blóði. Af þessum 11 höfðu fimm aukinn þvagútskilnað á kollagen niðurbrots- efnum. Alyktanir: Hækkað kalkhormón virðist algengt meðal 70 ára kvenna (um 10%). Osteomark mæling í morgunþvagi kann að vera gagnleg auk mælinga á kalki og 25-OH vítamín D í blóði til aðgreining- ar á óeðlilegum beinabúskap í þessum hópi (Nor- mocalcemic hyperparathyroidismus). E-6. Fullorðið fólk með skort á vaxtar- hormóni. Arangur vaxtarhormónmeð- ferðar Árni V. Þórsson*,**, Gunnar Sigurðsson**,*** Frá *barnadeild og **lyflœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, ***lœknadeild HÍ Inngangur: Vaxtarhormón hefur um langt árabil verið notað með góðum árangri til að meðhöndla börn með vaxtarhormónskort. Þegar vexti líkur er vaxtarhormónmeðferð að jafnaði hætt. Rannsóknir benda til að skortur á vaxtarhormóni síðar á ævinni geti valdið ýmsum einkennum, sem í vissum tilfell- um getur skert mjög lífsgæði og heilsu fólks. Marg- ar rannsóknir framkvæmdar á síðasta áratugi hafa sýnt að meðferð með vaxtarhormóni getur bætt líð- an og heilsu að minnsta kosti sumra einstaklinga með vaxtarhormónskort. Hér eru kynntar niður- stöður tveggja ára vaxtarhormónmeðferðar hjá fs- lendingum með vaxtarhormónskorl. Efniviður og aðferðir: Áður en meðferð hófst voru allir sjúklingar rannsakaðir ítarlega og vaxtar- hormónskortur var endurstaðfestur. Aðalmarkmið rannsóknarinnar er að finna hvort svörun fæst við smáum skammti af vaxtarhormóni, (Genotropin® 0,1 mg á kg á viku) gefið daglega með sprautu und- ir húð. Rannsóknin mun standa í þrjú ár og skammtar vaxtarhormóns eru aðlagaðir svörun. Svörun við vaxtarhormónmeðferð var metin með eftirfarandi prófum: IGF I, IGFBP 3, mældur var gripstyrkur, líkamssamsetning, einkum magn fitu- vefs (Dual Energy X-ray Absorbtionsmetry, DXA ). Beinþéttni var mæld í hrygg, framhandlegg og lendarlið. Hópurinn svaraði stöðluðum spurninga- lista varðandi lífsgæði, fyrir meðferð og endurtek- ið meðan á meðferð stóð. Niðurstöður: Meðferð var hafin á 23 einstak- lingum, 15 körium og átta konum, en sex sjúkling- ar hafa hætt á meðferð. Fimmtán hafa lokið með- ferð í 12 mánuði, 10 í 18 mánuði og fimm í 24 mánuði. Meðalaldur var 34,3 ár (18-69). Níu sjúk- lingar höfðu fengið vaxtarhormónmeðferð á barns- aldri vegna vaxtarhormónskorts, en 14 hafa orðið fyrir skaða á heiladingulsstarfsemi á fullorðinsár- um. Að ineðaltali varð meira en þreföld hækkun á IGF I. Gripstyrkur jókst um 9,8% eftir 12 mánuði og um 14,7% eftir 18 mánaða meðferð. Fitupró- senta lækkaði að meðaltali um 17% eftir 18 mánaða meðferð. Lífsgæðaskor hækkaði að meðaltali um 29%. Af 18 sjúklingum teljast 11 hafa fengið urn- talsverðan bata bæði samkvæmt viðtölum og sam- kvæmt lífsgæðaskori. Af þessum 11 eru sex enn á lágmarksskammti. Aðeins tveir sjúklingar hafa fengið tímabundnar aukaverkanir, sem voru bjúgsöfnun, skrokk- og höfuðverkir. Ályktanir: Svörun við meðferðinni er mjög mis- munandi milli einstaklinga, bæði hvað varðar breytingar á fitu / vöðvamassa og almenna líðan. Sláandi er aukin vellíðan þeirra sem svöruðu með- ferð. Aukaverkanir voru fáar, sennilega vegna lágra skammta. Mikilvægt er að vel sé staðið að grein- ingu vaxtarhormónskorts og ekki sfður að sjúkling- arnir séu undir stöðugu eftirliti, þannig að unnt sé að meta einkenni, svörun og meðferðarheldni. E-7. Hröð „sveifla“ of - til vanstarfsemi skjaldkirtils við „undirleik“ inögulegrar nýrilbarkarbilunar Sigurður Þ. Guðmundsson*, Rafn Benediktsson** Frá *lyflœkningadeild Landspítalans, **Western General Hospital Edinborg Heilsugæslulæknir vísaði 32 ára manni til mats vegna torskilins ferils skjaldkirtilstruflunar, í maí 1997. Saga: Sjúklingur var kvæntur fjögurra barna fað- ir. Almennt hraustur þar til í janúarmánuði 1997 að yfir hann helltist megn slappleiki, lystarleysi og höfuðverkjargirni, samskonar þeirri er hrjáði í bernsku. Hægðir urðu lausar og héldust. Ekkert lát varð á einkennum en hann hélt sér til vinnu með harmkvælum. Þann 17. febrúar voru gerðar rannsóknir sem sýndu eðlilegan blóðhag, ómarkverðar niðurstöður veirumótefna, en T4 mældist 174 og TSH 0,04. I- 131 athugun í byrjun marsmánaðar sýndi nær enga joðupptöku. Þann 24. mars og 16. apríl mældist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.