Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 51

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 45 E-44. LDL-undirflokkar hjá konum sem fengið hafa fæðingarkrampa Sunna Snœdal*, Reynir Arngrímsson*,**, Carl A. Hubel***, ReynirT. Geirsson*,** Frá *lœknadeild Hl, **kvennadeild Landspítalans, ***Magee Institute Pittsburgh Inngangur: Meðgöngueitrun einkennist af hækkuðum blóðþrýstingi og prótíni í þvagi. Sjúk- dómurinn kemur fram hjá 3-7% kvenna og 0,05% fá fæðingarkrampa. Hækkun á þríglýseríðum, frí- um fitusýrum og smáum LDL ögnum, sem eru áhættuþættir fyrir kransæðasjúkdómi, hefur verið lýst hjá þessum konum. Aukin dánartíðni úr hjarta- og æðasjúkdómum er þekkt meðal kvenna með sögu um sjúkdóminn. Athugað var hvort tilhneig- ing til óeðlilegra blóðfituefnaskipta finnist síðar á ævinni hjá konum með sögu um fæðingarkrampa. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til 30 kvenna, 50-65 ára, með sögu um fæðingarkrampa og jafnstórs samanburðarhóps. Parað var fyrir fæð- ingarári, aldri á meðgöngu og hvort um frum- eða fjölbyrju var að ræða. Blóðþrýstingur, hæð og þyngd voru fengin auk heilsufarssögu. Ur blóðsýn- um voru mældar blóðfitur (LDL-stærðir, heildar HDL, HDL2, HDL3, kólesteról, TG, FFA), þvag- sýra, hormón (estradíól, FSH, LH og insúlín) og blóðsykur. Samanburður var gerður með t-prófi, Fishers og Pearsons. Niðurstöður: Hjá konum með fæðingarkrampa var blóðþrýstingshækkun á meðgöngu marktækt meiri en hjá konum í samanburðarhópi, bæði í slag- bili (t=3,11; p=0,003) og hlébili (t=2,96 ; p=0,005). Börn kvenna með fæðingarkrampa voru léttari við fæðingu (t=3 6; p=0,001). Við skoðun var meðal- aldur kvennanna 57 ár (SD=5,7) og enginn munur fannst á hæð og þyngd þeirra (BMI: t=0,97; p=0,344). Konur sem tóku blóðþrýstingslyf reynd- ust fleiri í tilfellahópnum (n=ll) en samanburðar- hópnum (n=3) (p=0,018). Konur með fæðingar- krampa höfðu marktækt smærri LDL-agnir (263,21 ±8,25 Á) en samanburðarhópur (267,97±6,68 Á) (t=2,46; p=0,017). Fleiri konur höfðu LDL af B-svipgerð (<255,5 Á) í tilfellahópn- um (n=7) en samanburðarhópnum (n=l) (p=0,028). Marktæk fylgni mældist á milli stærða LDL-agna annars vegar og þríglýseríða (r=-0,78; p<0,00l), HDL (r=0,59; p<0,001) hins vegar. Þvagsýra mældist hærri í tilfellahópnum (t=2,034; p=0,047). Ályktanir: Niðurstöður sýna að konur með sögu um fæðingarkrampa hafa smærri LDL-agnir en konur í samanburðarhópi. Fleiri þeirra nota blóð- þrýstingslyf og fleiri hafa LDL-svipgerð B sem er þekktur áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdóm- um. Talið er líklegt að smáar LDL-agnir séu hluti af ferli sem leiðir til meðgöngueitrunar og einkennist af æðaþelsskemmdum, svipað og við myndun kransæðasjúkdóms. Langvarandi truflun á blóðfitu- efnaskiptum og blóðþrýstingsstjórnun gæti skýrt auknar dánarlíkur vegna hjarta- og æðasjúkdóma á meðal kvenna sem fengið hafa meðgöngueitrun og fæðingarkrampa. E-45. MONICA"- rannsóknin á íslandi. Helstu niðurstöður og samanburður við aðrar þátttökuþjóðir Nikulás Sigfússon, Uggi Agnarsson, Inga Ingi- björg Guðmundsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir Frá Rannsóknarstöð Hjartaverndar Inngangur: Árið 1981 hóf Alþjóðaheilbrigði- stofnunin fjölþjóðlega rannsókn á kransæðastíflu. Tilgangur hennar var að meta hvort breytingar yrðu á tíðni kransæðasjúkdóms á 10 ára tímabili í þátt- tökulöndunum og hvernig slíkar breytingar tengd- ust breytingum á áhættuþáttum sjúkdómsins og meðferð hans. Efniviður og aðferðir: Þátttökuþjóðir í MON- ICA-rannsókninni urðu 28. Rannsóknin var þrí- þætt: 1) skráning allra tilfella kransæðastíflu meðal fólks á rannsóknarsvæðinu á aldrinum 35-64 ára, 2) könnun á helstu áhættuþáttum kransæðasjúkdóms við upphaf og lok rannsókartímabilsins, 3) könnun á meðferð sjúkdómsins við upphaf og lok rann- sóknartímabilsins. Allar rannsóknaraðferðir voru staðlaðar og háðar eftirliti sérstakra eftirlitsstöðva Alþjóðaheilbrigðistofnunarinnar. Á íslandi náði rannsóknin til alls landsins. Hún hófst 1981 og skráning kransæðastíflu stendur enn. Niðurstöður: Breytingar á helstu áhættuþáttum kransæðasjúkdóms urðu þessar: Tíðni reykinga lækkaði verulega einkum meðal karla, kólesteról lækkaði meðal kvenna, slagbils- og hlébilsþrýst- ingur lækkaði, sérstaklega meðal kvenna. Á rannsóknartímanum lækkaði dánartíðni og ný- gengi kransæðastíflu um 50% meðal karla en um 30% meðal kvenna. í samanburði við aðrar þjóðir er slagbilsþrýsting- ur með því lægsta sem þekkist. Dánarhlutfall þeiiTa sem fá kransæðastíflu er lægri á íslandi en hjá nokkurri annarri þátttökuþjóð í MONICA-rannsókninni. Ályktanir: Tíðni kransæðasjúkdóma á Islandi hefur lækkað ört síðastliðin 15 ár. Breytingar á áhættuþáttum og betri meðferð er líkleg skýring. 1) Multinational monitoring of trends and determinants in cardiovascular disease.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.