Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36
45
E-44. LDL-undirflokkar hjá konum sem
fengið hafa fæðingarkrampa
Sunna Snœdal*, Reynir Arngrímsson*,**, Carl A.
Hubel***, ReynirT. Geirsson*,**
Frá *lœknadeild Hl, **kvennadeild Landspítalans,
***Magee Institute Pittsburgh
Inngangur: Meðgöngueitrun einkennist af
hækkuðum blóðþrýstingi og prótíni í þvagi. Sjúk-
dómurinn kemur fram hjá 3-7% kvenna og 0,05%
fá fæðingarkrampa. Hækkun á þríglýseríðum, frí-
um fitusýrum og smáum LDL ögnum, sem eru
áhættuþættir fyrir kransæðasjúkdómi, hefur verið
lýst hjá þessum konum. Aukin dánartíðni úr hjarta-
og æðasjúkdómum er þekkt meðal kvenna með
sögu um sjúkdóminn. Athugað var hvort tilhneig-
ing til óeðlilegra blóðfituefnaskipta finnist síðar á
ævinni hjá konum með sögu um fæðingarkrampa.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til 30
kvenna, 50-65 ára, með sögu um fæðingarkrampa
og jafnstórs samanburðarhóps. Parað var fyrir fæð-
ingarári, aldri á meðgöngu og hvort um frum- eða
fjölbyrju var að ræða. Blóðþrýstingur, hæð og
þyngd voru fengin auk heilsufarssögu. Ur blóðsýn-
um voru mældar blóðfitur (LDL-stærðir, heildar
HDL, HDL2, HDL3, kólesteról, TG, FFA), þvag-
sýra, hormón (estradíól, FSH, LH og insúlín) og
blóðsykur. Samanburður var gerður með t-prófi,
Fishers og Pearsons.
Niðurstöður: Hjá konum með fæðingarkrampa
var blóðþrýstingshækkun á meðgöngu marktækt
meiri en hjá konum í samanburðarhópi, bæði í slag-
bili (t=3,11; p=0,003) og hlébili (t=2,96 ; p=0,005).
Börn kvenna með fæðingarkrampa voru léttari við
fæðingu (t=3 6; p=0,001). Við skoðun var meðal-
aldur kvennanna 57 ár (SD=5,7) og enginn munur
fannst á hæð og þyngd þeirra (BMI: t=0,97;
p=0,344). Konur sem tóku blóðþrýstingslyf reynd-
ust fleiri í tilfellahópnum (n=ll) en samanburðar-
hópnum (n=3) (p=0,018). Konur með fæðingar-
krampa höfðu marktækt smærri LDL-agnir
(263,21 ±8,25 Á) en samanburðarhópur
(267,97±6,68 Á) (t=2,46; p=0,017). Fleiri konur
höfðu LDL af B-svipgerð (<255,5 Á) í tilfellahópn-
um (n=7) en samanburðarhópnum (n=l) (p=0,028).
Marktæk fylgni mældist á milli stærða LDL-agna
annars vegar og þríglýseríða (r=-0,78; p<0,00l),
HDL (r=0,59; p<0,001) hins vegar. Þvagsýra
mældist hærri í tilfellahópnum (t=2,034; p=0,047).
Ályktanir: Niðurstöður sýna að konur með sögu
um fæðingarkrampa hafa smærri LDL-agnir en
konur í samanburðarhópi. Fleiri þeirra nota blóð-
þrýstingslyf og fleiri hafa LDL-svipgerð B sem er
þekktur áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdóm-
um. Talið er líklegt að smáar LDL-agnir séu hluti af
ferli sem leiðir til meðgöngueitrunar og einkennist
af æðaþelsskemmdum, svipað og við myndun
kransæðasjúkdóms. Langvarandi truflun á blóðfitu-
efnaskiptum og blóðþrýstingsstjórnun gæti skýrt
auknar dánarlíkur vegna hjarta- og æðasjúkdóma á
meðal kvenna sem fengið hafa meðgöngueitrun og
fæðingarkrampa.
E-45. MONICA"- rannsóknin á íslandi.
Helstu niðurstöður og samanburður við
aðrar þátttökuþjóðir
Nikulás Sigfússon, Uggi Agnarsson, Inga Ingi-
björg Guðmundsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir
Frá Rannsóknarstöð Hjartaverndar
Inngangur: Árið 1981 hóf Alþjóðaheilbrigði-
stofnunin fjölþjóðlega rannsókn á kransæðastíflu.
Tilgangur hennar var að meta hvort breytingar yrðu
á tíðni kransæðasjúkdóms á 10 ára tímabili í þátt-
tökulöndunum og hvernig slíkar breytingar tengd-
ust breytingum á áhættuþáttum sjúkdómsins og
meðferð hans.
Efniviður og aðferðir: Þátttökuþjóðir í MON-
ICA-rannsókninni urðu 28. Rannsóknin var þrí-
þætt: 1) skráning allra tilfella kransæðastíflu meðal
fólks á rannsóknarsvæðinu á aldrinum 35-64 ára, 2)
könnun á helstu áhættuþáttum kransæðasjúkdóms
við upphaf og lok rannsókartímabilsins, 3) könnun
á meðferð sjúkdómsins við upphaf og lok rann-
sóknartímabilsins. Allar rannsóknaraðferðir voru
staðlaðar og háðar eftirliti sérstakra eftirlitsstöðva
Alþjóðaheilbrigðistofnunarinnar. Á íslandi náði
rannsóknin til alls landsins. Hún hófst 1981 og
skráning kransæðastíflu stendur enn.
Niðurstöður: Breytingar á helstu áhættuþáttum
kransæðasjúkdóms urðu þessar: Tíðni reykinga
lækkaði verulega einkum meðal karla, kólesteról
lækkaði meðal kvenna, slagbils- og hlébilsþrýst-
ingur lækkaði, sérstaklega meðal kvenna.
Á rannsóknartímanum lækkaði dánartíðni og ný-
gengi kransæðastíflu um 50% meðal karla en um
30% meðal kvenna.
í samanburði við aðrar þjóðir er slagbilsþrýsting-
ur með því lægsta sem þekkist.
Dánarhlutfall þeiiTa sem fá kransæðastíflu er
lægri á íslandi en hjá nokkurri annarri þátttökuþjóð
í MONICA-rannsókninni.
Ályktanir: Tíðni kransæðasjúkdóma á Islandi
hefur lækkað ört síðastliðin 15 ár. Breytingar á
áhættuþáttum og betri meðferð er líkleg skýring.
1) Multinational monitoring of trends and determinants in
cardiovascular disease.