Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 78

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 78
70 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 arnir voru allir þátttakendur í framskyggnri fjöl- þjóðarannsókn á áhrifum lyfjagjafar í óstöðugri hjartaöng (TRIM). Niðurstöður: Af samtals 1209 sjúklingum í rannsókninni lágu fyrir upplýsingar um alla þrjá þætti stigunarkerfisins hjá 204. Samanlögð ST lækkun >2 mm var til staðar í hjartalínuriti við komu hjá 13,4% sjúklinga. Troponin T mældist >0,lpg/L hjá 42,8% og á hjartasírita sáust merki um hjartaöng hjá 35,8%. Af eftirfarandi töflu má lesa fjölda sjúklinga sem voru með engan, einn, tvo eða alla þrjá þessa þætti til staðar við áhættumat og tíðni dauðsfalla eða þverlægs hjartadreps á fyrstu 30 dögum fyrir hvern hóp. Stig Fjöldi sjúklinga(%) Tíðni dauðsfalla eða hjartadreps p<0,05 0 101 (49,5) (2,0) 1 58 (28,4) (3,4) 2 32 (15,7) (12,5) m.v. 0 stig 3 13 (6,4) (38,5) m.v. 0.log 2 stig Alls 204 (100) (6,4) Ályktanir: Með stigunarkerfi þessu má finna sjúklinga sem eru í mestri hættu á dauðsfalli eða þverlægu hjartadrepi á fyrstu 30 dögum frá inn- lögn. Beina má sérstökum forvarnaraðgerðum að þessum áhættuhópi. E-91. Áhrifaþættir á horfur sjúklinga með bráða kransæðastíflu á Islandi árin 1986 og 1996 Jón Magnús Kristjánsson*, Arni Kristinsson**, Karl Andersen*** Frá *lœknadeild Hl, **hjartadeild Landspítalans, ***hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: Á síðustu árum hefur meðferð og horfur sjúklinga með bráða kransæðastíflu breyst nokkuð. I þessari rannsókn voru athugaðar horfur þeirra á tveimur tímabilum og kannað hvaða þættir höfðu áhrif á þær. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til allra sjúklinga sem greindust með bráða kransæðastíflu (ICD 9: 410) á íslandi árin 1986 og 1996. Rann- sóknin er afturskyggn ferilrannsókn. Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám og sjúklingunum fylgt eftir með sjúkraskrám, tölvuskráðum greiningar- listum með tilliti til endurinnlagnar vegna hjartabil- unar (CHF), nýrrar kransæðastíflu (AMI), revasculationar (CABG eða PTCA) eða hvikullar hjartaangar (UAP) auk dauða samkvæmt dánar- skrá. Niðurstöður: Greininguna bráða kransæðastíílu fengu alls 359 árið 1986 en 384 árið 1996. Sega- leysandi meðferð fengu 25 (7,3%) 1986 en 84 (20,4%) 1996. Á fyrsta ári létust 109 (30,9%) 1986, þar af 21 á fyrsta sólarhring en 96 (25,0%) 1996, þar af 26 á fyrsta sólarhring, sem er tiihneiging til betri lifunar (p=0,14). Meðallegutími sjúklinga var lengri 1986 en 1996 (18,9 og 13,0 dagar; p<0,05) á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Aldur sjúklinga milli ára var sambærilegur. Aldur yfir 70 ár var marktækur áhættuþáttur (p<0,001) fyrir verri horfur bæði árin. Marktækt betri horfur voru hjá þeim sem með- höndlaðir voru með segaleysandi lyfjum (p<0,05 árið 1986 og p<0,00l árið 1996) eða útskrifuðust með betablokka (p<0,001) eða asetýlsalesýlsýru (ASA) (p<0,05 árið 1986 og p<0,001 árið 1996) bæði árin. Marktækt verri horfur voru hjá sjúkling- um sem fengu þvagræsilyf við innlögn og/eða út- skrift bæði árin (p<0,001). Enginn grunnáhættu- þátta reyndist hafa marktæk áhrif á horfur. Mark- tækur munur var á eins árs lifun þeirra sem lifðu lengur en einn sólarhring milli áranna (p<0,05). Ályktanir: Sömu þættir hafa áhrif á lifun kransæðasjúklinga hér og annars staðar. Asetýlsali- sýlsýra og segaleysandi meðferð bæta horfur þeirra en einnig virðast betablokkar mikilvægir. Verri horfur sjúklinga sem innritast með þvagræsilyf endurspegla verra ástand við innlögn. Skráningu áhættuþátta var ábótavant. Horfur sjúklinga sem lifa af fyrsta sólarhring hafa batnað á þessu 10 ára tímabili. E-92. Hjartsláttartruflanir hjá sjúkling- um með heilkennið Wolff-Parkinson- White eftir framgangsríka brennslu á aukaleiðslu í hjarta Hjörtur Oddsson*, Nils Edvardsson, Hákan Wal- firdsson Frá *Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, Sahl- grenska sjúkrahúsinu, Universitetssjukhuset Lin- köping Inngangur: Heilkennið Wolff-Parkinson-White (WPW) er meðfæddur galli í leiðslukerfi hjartans, sem getur haft lífshættulegar hjartsláttaróreglur í för með sér. Ástandinu tilheyra margar mismunandi hjartsláttaróreglur, sem taldar eru stafa á beinan hátt af auka leiðslubrautum. Síðustu árin hafa margir sjúklingar fengið meðferð vegna þessa með brennslu á aukaleiðslu í hjarta (RF ablation). Við höfum fengið möguleika á að rannsaka hvernig eðli sjúkdómsins breytist eftir meðferð. Efniviður og aðferðir: Eitthundrað níutíu og fjórir sjúklingar (115 karlmenn og 79 konur) hlutu meðferð á tímabilinu mars 1991 til nóvember 1994 við Sahlgrenska sjúkrahúsið. Meðalaldur var 37 ár. Eitthundrað fjörutíu og sjö sjúklingar höfðu delta bylgju á EKG. Fimmtíu og fjórir sjúklingar höfðu gáttatif fyrir meðhöndlun. Sjúklingum var fylgt eft- ir með spurningalista tveimur árum eftir meðferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.