Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 35

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIR1T 36 33 vegar leitt í ljós, að með réttum skömmtum og skammtabilum megi nota penicillín við meðhöndl- un þessara sýkinga. Samanburður á ýmsum breyt- um lyfhrifa penicillíns við meðferð sýkinga af völdum misnæmra pneumókokkastofna gæti varp- að frekari ljósi á vægi þeirra. Því var ákveðið að kanna hvort lyfhrif penicillíns á ónæma og næma pneumókokkastofna væru sambærileg, þegar tekið væri tillit til MIC viðkomandi stofna. Efniviður og aðferðir: Notaðir voru tveir stofn- ar pneumókokka, báðir af hjúpgerð 6B. Annar var penicillín næmur (MIC=0,015) og hinn með veru- lega minnkað næmi (MIC=1,0 mg/L). Svissneskar albínómýs voru sýktar bæði í lungum og lærum, ýmist með ónæmum eða næmum stofni. Fimm mis- munandi meðferðarskammtar penicillíns gegn báð- um stofnunum voru valdir þannig að lyfjaþéttnin í sermi hefði mismunandi Cm« og tíminn, sem lyfið væri yfir MIC spannaði líka mislangan tíma. Mýsn- ar voru meðhöndlaðar í allt að sex tíma og fórnað þá. Lungu og læri voru fjarlægð, mulin, raðþynnt og sáð til talningar. Verkun hverrar meðferðar var reiknuð út miðað við samanburðarvöxt hjá músum, sem engin lyf höfðu fengið. Meðferð Cmax (x MIC) T>MIC í mín, (% þess tíma, sem lyfið er yfir MIC) 1 10 40-45 (12,5) 2 5 80-90 (25) 3 100 170-190 (50) 4 50 260-280 (75) 5 20 360 (100) Niðurstöður: Sömu breytur lyfhrifa voru afger- andi hjá báðum stofnunum og á báðum sýkingar- stöðum. Markverð verkun fékkst ekki fyrr en þéttni E-20. Virkni penicillíns og ceftríaxóns gegn þremur hjúpgerðum pneuinó- kokka á tveimur sýkingarstöðum í mús- um Ásgeir Thoroddsen, Theodór Ásgeirsson, Helga Erlendsdóttir, Sigurður Guðmundsson Frá lœknadeild HÍ, sýklafrœðideild og lyflœkninga- deild Landspítalans Inngangur: Tiltölulega takmarkaðar upplýsing- ar eru til um samspil lyfja og baktería milli mis- munandi sýkingarstaða. Til að athuga þetta samspil nánar var ákveðið að kanna virkni penicillíns og ceftríaxóns í lungnabólgu- og læramódeli á þrjár hjúpgerðir pneumókokka. Efniviður og aðferðir: Notaðar voru þrjár hjúp- gerðir pneumókokka; 6B, með minnkað penicillín- næmi, 6A og 3 mjög vel penicillínnæmar. Sviss- neskar albínómýs voru sýktar með viðkomandi pneumókokkalausn um nef, en það veldur lungna- bólgu vegna ásvelgingar. Tíu klukkustundum síðar voru lærin sýkt. Tólf klukkustundum eftir lungna- sýkingu var músunum gefinn einn skammtur sýkla- lyfs undir húð. Skammtar voru valdir þannig að tíminn, sem hvort lyf var yfir hammörkum (T>MIC) var svipaður við alla stofna, og hlutfallið Cmax /MIC var svipað milli lyfja. Músunum var svo fórnað á ákveðnum tíma- punktum á næstu 24 stundum, tveimur til fjórum músum í senn, læri og lungu fjarlægð, mulin, rað- þynnt og þeim sáð á agar til bakteríutalningar. At- hugaður var munur á virkni sýklalyfjanna eftir sýk- ingarstöðum, hjúpgerðum, drápsvirkni penicillíns og ceftríaxóns. Þá voru niðurstöður úr tilraunum með stofn 6B bornar saman við fyrri niðurstöður þar sem notaðar voru ónæmisbældar mýs. Niðurstöður: af meðferðartímanum, eða að lyfjaþéttni fyrsta skammts væri yfir MIC í meira en 90 mínútur. Að auki þurfti C™. skammtsins að ná ~20x MIC. Mesta verkun reyndist á þessum sex klukku- stund vera 0,5-1 logio í lungum og 3-5 logio í lærurn. Sömu nið- urstöður fengust bæði hjá ónæmum og næmum stofnum. Ályktanir: Mun minna bakt- eríudráp reyndist í lungum en í lærum og er skýring þess óljós. Sams konar penicillínskammta má líklega nota við meðferð gegn ónæmum og næmum pneumókokkum, ef tekið er til- lit til MIC viðkomandi stofna. Penicillín: Stofn Lungu Hámarksdráp CFU Tími við hámarksdr. Læri Hámarksdráp CFU Tími við hámarksdr. 6A 2,3 ± 0,1 logio 8 klst. 3,6± 0,5 logio 4 klst. 3 0,1 ± 0,5 logio 8 klst. 1,7 ±0,3 logio 8 klst. 6B 1,5 ± 1,5 logio 12 klst. 2,7 ± 0,2 logio 6 klst. 6B neutropen 1,2 ± 0,3 logio 6 klst. 0,9 ± 0,1 logio 2 klst. Ceftríaxón: Stofn Lungu Hámarksdráp CFU Tími við hámarksdr. Læri Hámarksdráp CFU Tími við hámarksdr. 6A 1,8 ± 0,2 logio 24 klst. 3,8 ± 0,5 logio 4 klst. 3 3,0 ± 0,1 logio 24 klst. 2,2 ± 0,2 logio 24 klst. 6B 2,4 ± 0,3 logio 24 klst. 3,7 ± 0,7 logio 12 klst. 6B neutropen. 1,4 ± 0,2 logio 12 klst. 1,9 ± 0,2 logio 2 klst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.