Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 28

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 28
28 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 1967 til 1991 og voru fœdd 1907 til 1935, ásamt gögnum 742 karla og 828 kvenna fœddra 1940 til 1954, sem voru skoðuð árin 1973 og 1974. Einnig voru fengnar sölutölur fyrir skjaldkirtilshormóna á íslandi og öðrum Norðurlöndum frá Heilbrigðis- ráðuneytinu. Gengið var út frá því að flestir þeir einstaklingar, sem eru á meðferð með skjaldkirtils- hormónum, séu með vanstarfsemi skjaldkirtils. Niðurstöður: Tíu sinnum fleiri konur en karlar voru á meðferð með skjaldkirtilshormónum. Al- gengið fer vaxandi með aldri hjá báðum kynjum, það er um 4% með hverju aldursári hjá konum (p<0,001) og um 4,6% hjá körlum (p<0,05). Al- gengi vanstarfsemi skjaldkirtils hjá Islendingum áætlað út frá notkun skjaldkirtilshormóna er 1,46%. Hægt var að áætla nýgengi vanstarfsemi skjald- kirtils hjá konum og var það 1,6/1.000 á ári og hélst óbreytt yfir tímabilið sem skoðað var. Ættarsaga jók líkur á vanstarfsemi skjaldkirtils fjórfalt hjá konum og fimmfalt hjá körlum. Samanburður milli Norðurlanda á notkun skjaldkirlilshormóna miðað við sölutölur og ráðlagða dagskammta árið 1995 sýnir hæstu notkun hjá Svíum, svipaða notkun hjá íslendingum, Finnum og Norðmönnum en lægstir eru Danir og Færeyingar. E-10. Maturity-onset diabetes of the young Sigurður Yngvi Kristinsson*, Astráður B. Hreið- arsson**, Þórir Helgason**, Reynir Arngríms- son*** Frá *lœknadeild Hl, **göngudeild sykursjúkra Landspítalanum, ***erfða- og fósturgreiningar- skor kvennadeildar Landspítalans Inngangur: Maturity-onset diabetes of the young (MODY) er skilgreind sem insúlínóháð syk- ursýki sem byrjar fyrir 25 ára aldur hjá að minnsta kosti einum fjölskyldumeðlimi og hægt er að með- höndla í minnst tvö ár án insúlíns. Sjúkdómnum fylgir yfirleitt ekki ketósa. Sjúkdómurinn er nánast alltaf fjölskyldubundinn og erfist ókynbundið ríkj- andi. Þegar hefur þremur tegundum MODY verið lýst (MODYl,2 og 3) og hafa þær verið tengdar stökkbreytingum í genum á litningum 7, 12 og 20. Ætlunin er að finna hvaða gen er stökkbreytt í stórri íslenskri fjölskyldu með MODY sykursýki. Efniviður og aðferðir: Allir meðlimir fjölskyld- unnar með greinda sykursýki, 12 talsins, tóku þátt í rannsókninni, ásamt foreldrum þeirra og nánustu ættingjum látinna sykursjúkra, alls 30 manns. Ur fastandi sermi allra var mælt kreatínín, HDL, kól- esteról, þríglýseríð, insúlín, C-peptíð og ICA (bris- kirtileyjamótefni). Fastandi blóðsykur og HbAic var mælt úr háræðablóði. 10 mL sýni var tekið fyr- ir DNA einangrun. Blóðþrýstingur. mjaðma- og mittismál, hæð, þyngd og titringsþröskuldur voru inæld. Heilbrigðum einstaklingum var boðið í syk- urþolspróf, sérstaklega ef grunur um sykursýki vaknaði. Niðurstöður: Dreifing sykursýkinnar samrýmist ókynbundnu ríkjandi erfðamynstri og virðist auk þess hafa 100% sýnd (penetrance). Kynjahlutfall er fimm konur á móti einum karli. Fastandi blóðsykur mældist hærri hjá sykursjúkum 8,6 mmól/L á móti 4,8 og HBAic 7,6% á móti 5,2 hjá heilbrigðum. Einn mældist með vægt jákvætt ICA, aðrir ekki. Sykursjúkir voru að meðaltali 1,3 kg yfir kjör- þyngd. Einn greindist með skert sykurþol. Meðal- aldur við greiningu var 31,25 ár, þar af fnnm fyrir 25 ára. Þrír sjúklingar hafa þurft á insúlínmeðferð að halda. Alyktanir: Þessar niðurstöður staðfesta að um MODY sykursýki er að ræða. Erfðarannsóknir standa nú yfir þar sem reynt verður að komast að því hvaða gen er stökkbreytt hjá þessum MODY sjúklingum og þá hvort um eina af hinum þremur þekktu MODY tegundum er að ræða. E-ll. Kynhormónar í blóði hrefnu (Balaenoptera acutorostrata) í Norður- Atlantshafi Arni Alfreðsson*, Morten Tryland**, Alfreð Arna- son***, Matthías Kjeld* Frá *rannsóknastofa Landspítalans meinefna- frœðideild, **Norwegian College of Veterinary Medicine Tromsö, ***Blóðbankanum Inngangur: I samvinnu við Norðmenn hafa nú verið gerðar fyrstu mælingar á styrk kynhormóna í blóði hrefnu á Norðurhveli. Sýnin koma úr dýrum veiddum við Norður-Noreg, Svalbarða og Bjarn- areyju, á tímabilinu júní-september árin 1992- 1994. Þessar rannsóknir eru hluti af heildarathugun á kynhormónum skíðishvala, sem íslendingar hafa haft frumkvæði að og hófust með athugunum á kynhórmónum langreyðar (Balaenoptera physalus) og síðar sandreyðar (Balaenoptera borealis). Jap- anir hafa gert athuganir á Suðurhvels-hrefnu (Bala- enoptera bonaerensis) en hún telst vera önnur hvalategund en hrefna á Norðurhveli. Báðar hrefnutegundir hafa það sameiginlegt að eiga kálf á eins árs fresti sem er ólíkt öðrum tegundum skíðis- hvala sem hafa mun óreglulegri æxlunarhring. Efniviður og aðferðir: Blóðsýni voru tekin skömmu eftir dauða og spunnin niður á hafi úti. Ut- dráttur (extraction) var notaður til að losna við óæskileg aukaefni úr sermi sýnanna og þau síðan mæld með heimatilbúinni RIA-aðferð (geisla- ónæmisaðferð). Niðurstöður: Styrkur prógesteróns í blóði skipti kvendýrunum (n=l 15) í tvo hópa, annars vegar dýr með lág gildi (meðaltal 0,77 nmól/L) og hins vegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.