Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 59
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36
51
E-56. Faraldsfræðileg rannsókn á iðra-
ólgu hjá Islendingum
Linda Björk Olafsdóttir*, Hallgrímur Guðjóns-
son**, Bjarni Þjóðleifsson**, Rúnar Vilhjálms-
son***
Frá *GlaxoWellcome hf, **lyflækningadeild Land-
spítalans, ***námsbraut í hjúkrun Hl
Inngangur: Faraldsfræðilegar rannsóknir á al-
gengi iðrólgu á stóru úrtaki Islendinga hafa ekki
verið gerðar hér á landi áður. Með þessari rannsókn
fæst góð yfirsýn yfir algengi iðraólgu og ýmis önn-
ur einkenni í meltingarfærunum sem tengjast
henni. Fyrri rannsókn bendir til þess að iðraólga hjá
ungu fólki á íslandi sé algengari en annars staðar.
Markmið rannsóknarinnar var að kanna algengi
iðraólgu, með sérstöku tilliti til annarra einkenna í
meltingarfærum. Einnig að kanna tengsl milli iðra-
ólgu og tíðaverkja hjá konum.
Efniviður og aðferðir: Spurningalisti, staðfærð-
ur fyrir ísland, var sendur út til 2000 einstaklinga á
aldrinum 18-75 ára. Spurningalistinn samanstóð af
74 spurningum ásamt einkennalista til útfyllingar.
Um 40 spurningar tengjast iðraólgu. Greiningarað-
ferð Mannings og einkennaskor var notuð til að
greina iðraólgu. Úrtak var fengið hjá Hagstofu ís-
lands með heimild tölvunefndar. Framkvæmd rann-
sóknarinnar byggði á svokallaðri heildaraðferð
(Dillman, 1978).
Niðurstöður: Alls bárust 1336 marktæk svöreða
67% (45% karlar, 55% konur). Meðalaldur reyndist
42 ár. Þeir sem greindir voru með iðraólgu reynd-
ust vera 30,9% einstaklinga, 25,1% karla og 35,6%
kvenna. Tíðni iðraólgu reyndist tvisvar sinnum
hærri hjá ungu fólki en því eldra. Nær allir sem
greindir voru með iðraólgu voru með verki í kviði
(90,2%) og óeðlilegar hægðir (91,9%). Þriðjungur
hafði leitað til læknis vegna verkja í kviði. Sýru-
tengdir kvillar í meltingarfærum (92%) og þung-
lyndi (38%) tengjast iðraólgu. Um þriðji hver ein-
staklingur með iðrólgu hefur gengist undir upp-
skurð vegna botnlangabólgu á móti fimmta hverj-
um einstaklingi sem ekki er með iðraólgu.
Ekki voru tengsl á milli menntunar og iðraólgu.
Mun algengara er að einstaklingar með iðraólgu
telji verki í kviði hafa áhrif á störf sín og einnig eru
fjarvistir frá vinnu algengari hjá einstaklingum með
iðraólgu. Einstaklingar með iðraólgu taka mun
meira inn af verkjalyfjum og bólgueyðandi lyfjum
en aðrir. Einnig er marktækt algengara að einstak-
lingar með iðraólgu séu með blóð í hægðum, kyng-
ingarörðugleika, megrun, astma og verki í kviði
sem börn. Tíðaverkir voru marktækt algengari hjá
konum með iðraólgu.
Ályktanir: Iðraólga er mjög algeng á Islandi, al-
gengari en annars staðar. Iðraólga er oft tengd sýru-
tengdum kvillum, þunglyndi, botnlangauppskurði,
verkjum í kviði á barnsaldri og tíðaverkjum.
E-57. Faraldsfræðileg rannsókn á sýru-
tengdum kvillum hjá Islendingum
Linda Björk Olafsdóttir*, Hallgrímur Guðjóns-
son**, Bjarni Þjóðleifsson**, Rúnar Vilhjálms-
son***
Frá *GlaxoWellcome hf, **lyflœkningadeild Land-
spítalans, ***Námsbraut í hjúkrun Hl
Inngangur: íslendingar hafa undanfarin ár verið
með mestu notkun lyfja við sýrutengdum kvillum
(dyspepsia) á Norðurlöndum. Ástæða var til að
rannsaka algengi sýrutengdra kvilla hjá almenningi
á íslandi.
Efniviður og aðferðir: Spurningalisti, staðfærð-
ur fyrir Island, var sendur út til 2000 einstaklinga á
aldrinum 18-75 ára. Spurningalistinn samanstendur
af 74 spurningum ásamt einkennalista til útfylling-
ar. Um 30 spurningar tengjast sýrutengdum kvill-
um. Úrtak var fengið hjá Hagstofu íslands með
heimild tölvunefndar.
Framkvæmd rannsóknarinnar byggði á hinni
svokölluðu heildaraðferð (Dillman, 1978).
Niðurstöður: Alls bárust 1336 marktæk svöreða
67% (45% karlar, 55% konur). Meðalaldur reyndist
vera 42 ár.
Um 67% einstaklinga fundu fyrir sýrutengdum
kvillum frá efri hluta meltingarvegarins, þar af
höfðu 18% slæm eða mjög slæm einkenni og nær
allir fundu fyrir verkjum í maga eða kviði. Tíundi
hver einstaklingur var með verki í efri hluta kviðar-
hols og langflestir sögðu verkinn minnka við það
að borða eða taka inn sýrubindandi lyf. Um 7%
sögðu verkinn minnka við að taka inn histamín-
blokkandi lyf. Verkurinn eykst marktækt við að
drekka áfengi hjá þeim sem hafa sýrutengda kvilla,
en fjöldi drykkja hefur ekki áhrif. Ekki reyndist
marktækur munur hjá þeim sem voru með sýru-
tengda kvilla og öðrum, þar sem gallblaðran hefur
verið fjarlægð. En marktækur munur var hins veg-
ar hjá þeim sem hafa fengið maga- og eða skeifu-
garnarsár. Um 9% einstaklinga hafa fengið maga-
eða skeifugarnarsár, hjá flestum var það staðfest
með speglun. Því verri sem einkennin eru frá efri
hluta meltingarvegarins því oftar leita einstaklingar
til læknis og eru frá í vinnu. Tengsl eru á milli reyk-
inga og sýrutengdra kvilla. 42% sögðust hafa fund-
ið fyrir brjóstsviða og 18% töldu brjóstsviðinn lag-
ast við að taka inn sýrubindandi lyf, en 7,3% sögðu
hann lagast við að taka inn histamínblokkandi lyf.
Um 60% kváðust hafa fundið fyrir nábít, 5,8%
kváðust finna fyrir nábít einu sinni eða oftar í viku.
Mjög sterk tengsl eru á milli astma og nábíts. 92%
einstaklinga með iðraólgu hafa sýrutengda kvilla.
Því fleiri aspirín-, parasetamól- og bólgueyðandi