Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 72
64
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36
E-78. Bakteríuræktanir í gallvegum hjá
sjúklingum með primary sclerosing
cholangitis og ýmsa aðra gallvegasjúk-
dóma. Rannsókn með hjálp holsjár-
speglunar af gallvegum
Einar S. Björnsson, Anders Kilander, Rolf Olsson
Frá meltingar- og lifrarsjúkdómadeild Sahlgrenska
Háskólasjúkrahússins í Gautaborg
Inngangur: Orsakir bólgubreytinga í lifur hjá
sjúklingum með primary sclerosing cholangitis
(PSC) eru óþekktar. Við höfum nýlega sýnt fram á
aukinn fjölda jákvæðra bakteríuræktana í galli,
gallvegum og lifrum PSC sjúklinga við lifrarskipti,
borið saman við sjúklinga með primary biliary cirr-
hosis (1). Sérstaklega var um að ræða vöxt af alfa-
hemólýtískum streptókokkum, sem gætu hugsan-
lega skipt máli í sjúkdómsgangi PSC. Við vildum
því rannsaka PSC sjúklinga við greiningu, við
fyrstu holsjárspeglun af gallvegum (ERCP)
(„ferska“ PSC sjúklinga) og bera þá saman við aðra
PSC sjúklinga sem hafa gengið í gegnum holsjár-
speglun af gallvegum og aðra sjúklinga með gall-
stasa af öðrum uppruna.
Efniviður og aðferðir; Sýni í bakteríuræktun
voru tekin við holsjárspeglun af gallvegum hjá 12
„ferskum" PSC sjúklingum, 10 sjúklingum sem
áður höfðu verið skoðaðir með holsjárspeglun af
gallvegum, 47 sjúklingum með gallsteina í gallpípu
(ductus choledochus), 19 sjúklingum með krabba-
mein sem orsök fyrir gallstasa og 29 sjúklingum
með gallstasa af öðrum toga.
Niðurstöður: Jákvæðar ræktanir fundust hjá
þremur „ferskum" PSC sjúklingum og sex af hinum
PSC sjúklingunum. Algengasta bakterían hjá PSC
hópnum í heild voru alfa-hemólýtískir streptókokk-
ar. Bakteríur ræktuðust í 64% gallsýna sjúklinga
með gallsteina í gallpípu, sem var hærra hlutfall en
hjá 25% meðal ferskra PSC (p<0,03). Af sjúkling-
um með krabbamein voru 56% með jákvæðar rækt-
anir en aðeins 24% sjúklinga með gallstasa af öðr-
um orsökum. Rannsóknir hjá 22 sjúklingum með
PSC sýndu í 75% tilfella gram-jákvæðar bakteríur
og 25% gram-neikvæðar, en hjá sjúklingum með
gallsteina voru 74% sýna af gram-neikvæðum toga
og 26% af gram-jákvæðum (p<0,01).
Ályktanir: Alfa-hemólýtískir streptókokkar
virðast ekki vera orsök PSC, þar sem flestir „fersk-
ir“ PSC sjúklingar höðu neikvæðar ræktanir. Það
útilokar þó ekki þann möguleika að þeir skipti máli
fyrir framgang sjúkdómsins eftir fyrstu holsjár-
speglun sjúklinganna af gallvegum.
HEIMILDIR
I. J Hepatol 1998; 28:426-32.
E-79. Trombopoietin gildi í plasma hjá
sjúklingum með skorpulifur og nýrna-
bilun
Einar S. Björnsson, Dick Stockelberg, Per-Ola
Andersson, Stajfan Björck, Hans Wadenvik
Frá meltingar- og lifrarsjúkdómadeild, nýrnasjúk-
dóma- og blóðsjúkdómadeild Sahlgrenska Há-
skólasjúkrahússins í Gautaborg
Inngangur: Blóðflöguagnafæð er þekktur fylgi-
kvilli af skorpulifur og hefðbundin skýring er talin
vera miltisstækkun sökum portal háþrýstings og
aukin þjöppun og niðurbrot á blóðflögum í miltanu.
TPO er nýlega klónað prótín sem stýrir myndun
blóðflagna og niðurstöður rannsókna hafa ýmist
sýnt lækkuð eða eðlileg gildi við skorpulifur. Á eft-
ir lifrinni eru nýrun mestu framleiðendur á TPO og
við vildum því ákvarða TPO framleiðslu í lifrar- og
nýrnabilun.
Efniviður og aðferðir: Við mældum TPO gildi
hjá 18 sjúklingum með lifrarbíopsfu-staðfesta
skorpulifur, níu af völdum alkóhóls, tveir vegna
lifrarbólgu C, tveir vegna alkóhóls og lifrarbólgu C
samtímis, einn vegna PSC, einn vegna KAH, einn
vegna PBC og tveir sjúklinganna höfðu ídíópatíska
skorpulifur. Samkvæmt Child-Pugh flokkun voru
fjórir sjúklingar með alvarlegasta stig skorpulifrar
(C), átta með B og sex með A. Ennfremur voru
mæld gildi hjá 20 sjúklingum með langvinna
nýrnabilun sem voru í blóðskilun og hjá 20 heil-
brigðum einstaklingum. Plasma var meðhöndlað
með EDTA-andstorku blóði og sérstaklega næm
ELISA aðferð (QuantikineTM, Human immunoas-
say, R&D systems, USA) var notuð við greiningu.
Niðurstöður: Hjá hinum frísku mældust blóð-
flögur 250±94xl09 /L og TPO 50±14 pg/ml. Sjúk-
lingar með skorpulifur voru með 115±54xl0’ blóð-
flögur og hjá þeim reyndust TPO gildin vera 62±19
pg/ml sem var marktækt hærra en hjá heilbrigðum
(p=0,031). Sjúklingar með nýrnabilun reyndust
hafa svipuð gildi af TPO og fríski samanburðar-
hópurinn (blóðflögur 295±94 x 109/L) og TPO
mældust 46± 17 pg/ml (NS).
Ályktanir: TPO gildi eru hækkuð við skorpulif-
ur og eðlileg í nýrnabilun. Blóðagnafæð hjá sjúk-
lingum með skorpulifur virðist ekki vera vegna
ónógrar framleiðslu af TPO í lifrinni.
E-80. Trufluð magatæming hjá sykur-
sjúkum. Er ný rannsóknaraðferð lausn-
in?
Kristín Pálsdóttir*,***, Ásgeir Theodórs*,**,
Gunnar Valtýsson**, Marínó Hafstein****
Frá *meltingar- og **lyflœkningadeild St. Jósefs-
spítala Hafnarfirði, ***lœknadeild HÍ, ****Domus
Medica