Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 39

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 37 E-27. Sjúkdóma- og dánartíðni eftir landshlutum á íslandi 1981-1995 Olafur Ólafsson, Símon Steingrímsson Frá landlœknisembœttinu Fyrri rannsóknir benda ekki til þess að verulegur munur sé eftir landshlutum á dánartíðni vegna langvinnra sjúkdóma eða slysa. A árunum 1966-1970 var dánartíðni vegna kransæðasjúkdóma marktækt hæst á Norðurlandi eystra, vegna lungnabólgu í Reykjavík og vegna slysa á Vestfjörðum (Cliff og Hagget 1988). Athug- un fyrir árin 1980-1995 leiðir í ljós að marktækur munur er á sjúkdóma- og dánartíðni, meðal annars vegna kransæðasjúkdóma, háþrýstings, lungna- bólgu, langvarandi berkjubólgu, maga- og skeifu- garnasárs. Ennfremur er tíðni aðgerða svo sem kransæðaþræðinga, gallaðgerða, liðaskipta í hnjám og mjöðmum ásamt kviðsliti og botnlangabólguað- gerða mismunandi eftir landshlutum. I sumum til- fellum má skýra þennan mun. Itarlegri umræða verður í fyrirlestri. E-28. Dánarvottorð Reykvíkinga 80 ára og eldri Arscell Jónsson*, Helgi Sigvaldason** Frá *öldrunarsviði Sjúkrahúss Reykjavíkur, **Hjartavernd Inngangur: Sjúkdómatíðni breytist með hækk- andi aldri en röskur helmingur allra dauðsfalla á sér stað eftir áttrætt. Athyglisvert er að athuga hvort einfaldari flokkun slagæðasjúkdóma hefði áhrif á áhættumat. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að sumir öldrunarsjúkdómar, einkum heilabilun, eru van- metnir í dánargreiningum og er áhugavert að kanna hvort svipuð viðhorf ríki hérlendis. Efniviður og aðferðir: Notuð eru dánarvottorð einstaklinga 80 ára og eldri úr þýðisúrtaki frá Þjóð- skrá 1981 og fylgt var eftir til september 1997. Þá voru 98% látnir. Unnið var með ljósrit af einstök- um dánarvottorðum frá Hagstofu íslands. Skrásett var kyn, aldur. dánardægur, dánarstaður og heimili. Skráð var orsök dauða samkvæmt dánarvottorði (kóðun eftir ICD-9) og borið saman við dánaror- sakir landsmanna 80 ára og eldri samkvæmt heil- brigðisskýrslum árið 1990. Dánarorsakir voru flokkaðar nánar í slagæðasjúkdóma, sýkingar, æxli og aðra sjúkdóma. Flokkuð voru sérstaklega þau dánarvottorð, sem skrásettu glöp í kafla I eða II og þau dregin frá annarri flokkun. Niðurstöður: Meðalaldur rannsóknarhópsins var 87 ár en meðaldánaraldur 92 ár. Af rannsóknar- hópnum voru tveir á lífi í september 1997. Eitt vottorðið barst ekki í tíma svo unnið var úr 102 ljósritum af upprunalegum dánarvottorðum 67 kvenna og 35 karla. Blóðþurrðarsjúkdómar í hjarta voru dánarmein hjá 29,4% hópsins. Við einfaldari flokkun dánarmeina fannst gott samræmi á milli rannsóknarhópsins og dánarmeinaskrár úr Heil- brigðisskýrslum fyrir 80 ára og eldri árið 1990: slagæðasjúkdómar (53,9/53,5), æxli (15,7/17,8), sýkingar (21,6/22,1) og „annað“ (8,8/6,5). Heildar- kólesteról í blóði hafði öfugt U-laga samband við lifun, einkum þegar fyrsta árinu var sleppt í út- reikningi. Marktæk fylgni fannst ekki á milli kól- esteróls og slagæðasjúkdóma eða æxla. Einn ein- staklingur úr rannsóknarhópnum var talinn hafa lát- ist úr „elliglöpum" (dementia senilis). Á dánarvott- orðin voru ritaðar 29 aðrar greiningar á glöpum, 15 í kafla I (undirliggjandi) og 14 í kafla II (meðverk- andi). Þær fundust í flokki með slagæðasjúkdómum (12), sýkingum (10) og „öðrum“ sjúkdómum (8) en engin með æxlum. Nokkur breytileiki var á kóðun dánarvottorða án þess að það breytti niðurstöðum að marki. Ályktanir: Dánarvottorð sýna að blóðþurrðar- sjúkdómar eru algengustu dánarmein aldraðra og meira en helming dauðsfalla má rekja til sjúkdóma í slagæðum. Elliglöp eru gróflega vanmetin sem dánarmein sem skýra má að hluta með almennu vanmati á fjölþættu ferli andláts þegar háum aldri er náð. Eftir sem áður verða forvarnir í öldrunar- lækningum að beinast að æðakölkun og ástæða er til að geta elliglapa sérstaklega í heilbrigðisskýrsl- um. E-29. Vægi kólesteróls í sermi Reykvík- inga 80 ára og eldri Arsœll Jónsson*, Helgi Sigvaldason**, Nikulás Sigfússon** Frá *öldrunarlœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavík- ur, **Hjartavernd Inngangur: Hátt kólesteról í sermi er þekkt fyr- ir að vera sterkur áhættuþáttur fyrir kransæðadauða en vægi þess sem áhættuþáttar fer dvínandi með hækkandi aldri. Til þess að meta þetta betur var gerð framskyggn þýðisrannsókn og fylgst með dán- arorsökum fólks 80 ára og eldra, með hliðsjón af kólesterólmagni í sermi sem mælt var í upphafi rannsóknarinnar. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópurinn, fólki sem bjó á Reykjavíkursvæðinu, var valinn á handahófskenndan hátt úr Þjóðskrá. Tíu einstak- lingar voru valdir fyrir hvert aldursár á aldrinum 80 til 90 ára og 10 einstaklingar fyrir hver fimm ár eft- ir nírætt. Beitt var stöðluðum aðferðum í þýðis- rannsókn Hjartaverndar og þar á meðal mælingum á heildarmagni kólesteróls í sermi allra þátttak- enda. Rannsóknin fór fram 1982-1983 og úrtaks- hópnum var fylgt eftir til septembermánaðar 1997. Notuð var aðhvarfsgreining Cox við úrvinnslu á niðurstöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.