Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Page 39

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Page 39
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 37 E-27. Sjúkdóma- og dánartíðni eftir landshlutum á íslandi 1981-1995 Olafur Ólafsson, Símon Steingrímsson Frá landlœknisembœttinu Fyrri rannsóknir benda ekki til þess að verulegur munur sé eftir landshlutum á dánartíðni vegna langvinnra sjúkdóma eða slysa. A árunum 1966-1970 var dánartíðni vegna kransæðasjúkdóma marktækt hæst á Norðurlandi eystra, vegna lungnabólgu í Reykjavík og vegna slysa á Vestfjörðum (Cliff og Hagget 1988). Athug- un fyrir árin 1980-1995 leiðir í ljós að marktækur munur er á sjúkdóma- og dánartíðni, meðal annars vegna kransæðasjúkdóma, háþrýstings, lungna- bólgu, langvarandi berkjubólgu, maga- og skeifu- garnasárs. Ennfremur er tíðni aðgerða svo sem kransæðaþræðinga, gallaðgerða, liðaskipta í hnjám og mjöðmum ásamt kviðsliti og botnlangabólguað- gerða mismunandi eftir landshlutum. I sumum til- fellum má skýra þennan mun. Itarlegri umræða verður í fyrirlestri. E-28. Dánarvottorð Reykvíkinga 80 ára og eldri Arscell Jónsson*, Helgi Sigvaldason** Frá *öldrunarsviði Sjúkrahúss Reykjavíkur, **Hjartavernd Inngangur: Sjúkdómatíðni breytist með hækk- andi aldri en röskur helmingur allra dauðsfalla á sér stað eftir áttrætt. Athyglisvert er að athuga hvort einfaldari flokkun slagæðasjúkdóma hefði áhrif á áhættumat. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að sumir öldrunarsjúkdómar, einkum heilabilun, eru van- metnir í dánargreiningum og er áhugavert að kanna hvort svipuð viðhorf ríki hérlendis. Efniviður og aðferðir: Notuð eru dánarvottorð einstaklinga 80 ára og eldri úr þýðisúrtaki frá Þjóð- skrá 1981 og fylgt var eftir til september 1997. Þá voru 98% látnir. Unnið var með ljósrit af einstök- um dánarvottorðum frá Hagstofu íslands. Skrásett var kyn, aldur. dánardægur, dánarstaður og heimili. Skráð var orsök dauða samkvæmt dánarvottorði (kóðun eftir ICD-9) og borið saman við dánaror- sakir landsmanna 80 ára og eldri samkvæmt heil- brigðisskýrslum árið 1990. Dánarorsakir voru flokkaðar nánar í slagæðasjúkdóma, sýkingar, æxli og aðra sjúkdóma. Flokkuð voru sérstaklega þau dánarvottorð, sem skrásettu glöp í kafla I eða II og þau dregin frá annarri flokkun. Niðurstöður: Meðalaldur rannsóknarhópsins var 87 ár en meðaldánaraldur 92 ár. Af rannsóknar- hópnum voru tveir á lífi í september 1997. Eitt vottorðið barst ekki í tíma svo unnið var úr 102 ljósritum af upprunalegum dánarvottorðum 67 kvenna og 35 karla. Blóðþurrðarsjúkdómar í hjarta voru dánarmein hjá 29,4% hópsins. Við einfaldari flokkun dánarmeina fannst gott samræmi á milli rannsóknarhópsins og dánarmeinaskrár úr Heil- brigðisskýrslum fyrir 80 ára og eldri árið 1990: slagæðasjúkdómar (53,9/53,5), æxli (15,7/17,8), sýkingar (21,6/22,1) og „annað“ (8,8/6,5). Heildar- kólesteról í blóði hafði öfugt U-laga samband við lifun, einkum þegar fyrsta árinu var sleppt í út- reikningi. Marktæk fylgni fannst ekki á milli kól- esteróls og slagæðasjúkdóma eða æxla. Einn ein- staklingur úr rannsóknarhópnum var talinn hafa lát- ist úr „elliglöpum" (dementia senilis). Á dánarvott- orðin voru ritaðar 29 aðrar greiningar á glöpum, 15 í kafla I (undirliggjandi) og 14 í kafla II (meðverk- andi). Þær fundust í flokki með slagæðasjúkdómum (12), sýkingum (10) og „öðrum“ sjúkdómum (8) en engin með æxlum. Nokkur breytileiki var á kóðun dánarvottorða án þess að það breytti niðurstöðum að marki. Ályktanir: Dánarvottorð sýna að blóðþurrðar- sjúkdómar eru algengustu dánarmein aldraðra og meira en helming dauðsfalla má rekja til sjúkdóma í slagæðum. Elliglöp eru gróflega vanmetin sem dánarmein sem skýra má að hluta með almennu vanmati á fjölþættu ferli andláts þegar háum aldri er náð. Eftir sem áður verða forvarnir í öldrunar- lækningum að beinast að æðakölkun og ástæða er til að geta elliglapa sérstaklega í heilbrigðisskýrsl- um. E-29. Vægi kólesteróls í sermi Reykvík- inga 80 ára og eldri Arsœll Jónsson*, Helgi Sigvaldason**, Nikulás Sigfússon** Frá *öldrunarlœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavík- ur, **Hjartavernd Inngangur: Hátt kólesteról í sermi er þekkt fyr- ir að vera sterkur áhættuþáttur fyrir kransæðadauða en vægi þess sem áhættuþáttar fer dvínandi með hækkandi aldri. Til þess að meta þetta betur var gerð framskyggn þýðisrannsókn og fylgst með dán- arorsökum fólks 80 ára og eldra, með hliðsjón af kólesterólmagni í sermi sem mælt var í upphafi rannsóknarinnar. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópurinn, fólki sem bjó á Reykjavíkursvæðinu, var valinn á handahófskenndan hátt úr Þjóðskrá. Tíu einstak- lingar voru valdir fyrir hvert aldursár á aldrinum 80 til 90 ára og 10 einstaklingar fyrir hver fimm ár eft- ir nírætt. Beitt var stöðluðum aðferðum í þýðis- rannsókn Hjartaverndar og þar á meðal mælingum á heildarmagni kólesteróls í sermi allra þátttak- enda. Rannsóknin fór fram 1982-1983 og úrtaks- hópnum var fylgt eftir til septembermánaðar 1997. Notuð var aðhvarfsgreining Cox við úrvinnslu á niðurstöðum.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.