Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Side 32

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Side 32
32 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 E-17. Eftirlit með notkun sýklalyfja á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1994-1997 Inga S. Þráinsdóttir*, Smári Björgvinsson**, Kristján Linnet**, Anna S. Þórisdóttir*, Bessi Jó- hannsson**, Haraldur Briem* Frá *smitsjúkdómadeild og **apóteki Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: A síðustu árum hafa kröfur um sparnað á öllum sviðum sjúkrahúsrekstrar aukist en jafnframt kröfur um betri gæði lækninga og þjón- ustu við sjúklinga. Ónæmi sýkla gegn sýklalyfjum er einnig vaxandi vandamál og hefur tengst mikilli notkun sýklalyfja. Tilgangur uppgjörs er að sýna fram á árangur eftirlits með sýklalyfjanotkun á Sjúkrahúsi Reykjavíkur varðandi minni kostnað af notkun þeirra og minni notkun þcirra. Efniviður og aðferðir: Árið 1995 hófst eftirlit með notkun sýklalyfja á nokkrum deildum Borgar- spítala (nú Sjúkrahúsi Reykjavíkur) sem tilheyra lyflækninga- og handlækningasviðum, alls sjö deildum. Læknar deildanna þurfa að fylla út sér- hannað pöntunareyðublað fyrir sýklalyf fyrir hvern sjúkling sem á að fá sýklalyf, tilgreina ástæðu gjaf- arinnar og gefa upplýsingar um sýklaræktanir. Smitsjúkdómalæknir og lyfjafræðingur yfirfara slíkar pantanir daglega og meta réttmæti gjafanna; hvort rétt lyf virðist valið, lyfjaform og meðferðar- lengd. Niðurstöður: Helstu niðurstöður benda til að um átta milljóna króna sparnaður hafi orðið á sýkla- lyfjanotkun eftir að eftirlit með sýklalyfjanotkun hófst á handlækningadeildum spítalans en um tveggja milljóna króna á lyflækningadeildum. Sparnaður á sjúkrahúsinu í heild er um 5,5 milljón- ir að frádregnum launakostnaði við framkvæmd eftirlitsins. Hlutur sýklalyfja af heildarlyfjakostn- aði sjúkrahússins hefur lækkað á tímabilinu úr 20% í 16% árin 1996 og 1997. Notkun á dýrum og breiðvirkum sýklalyfjum er nær alltaf skýringin á óhóflegum kostnaði stakra deilda af sýklalyfjanotk- un á stuttum tímabilum. Sérstaklega mikill sparn- aður hefur náðst á almennu skurðdeildinni og er raunsparnaður eftir að eftirlit hófst þar rúmar sjö milljónir króna. Ályktanir: Við teljum að með markvissu eftirliti á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hafi sparast í raun allt að 5,5 milljónir króna með markvissara vali á sýkla- lyfi og betri forvarnarmeðferð fyrir áhrif sýkla- lyfjateymisins. E-18. Lyfjanæmi Helicobacter pylori á íslandi Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir*, Hallgrímur Guð- jónsson**, Karl G. Kristinsson***, Bjarni Þjóð- leifsson**, Erla Sigvaldadóttir***, Ólafur Stein- grímsson***, Einar Oddsson** Frá *námsbraut í lyfjafrœði HI, **rannsóknastofu í meltingarsjúkdómum, lyflcekningadeild og ***sýklafrœðideild Landspítalans Inngangur: Helicobacter pylori sýking er geysialgeng en talið er að um 60% jarðarbúa séu sýktir. Sýkillinn veldur langvarandi magabólgu sem getur leitt til sáramyndunar og jafnvel maga- krabbameins. í dag er mest notuð fjöllyfja sýkla- lyfjameðferð samhliða öflugu sýruhamlandi lyfi við upprætingu H. pylori. Árangur meðferðar er ekki síst tengdur næmi H. pylori fyrir sýklalyfjun- um. Það hefur sýnt sig að slfkt lyfjanæmi er mjög breytilegt eftir löndum. Markmið rannsóknarinnar var að athuga lyfjanæmi H. pylori hérlendis, en slíkt hefur lítt verið kannað. Efniviður og aðferðir: Á tímabilinu nóvember 1997 til mars 1998 voru tekin með speglunartækni vefjasýni úr maga rúmlega 100 sjúklinga, sem komu á rannsóknarstofu í meltingarsjúkdómum á Landspítalanum. Ef ureasa-próf var jákvætt voru sýnin strax send í séhæfða ræktun á sýkladeild Landspítalans. Þegar búið var að rækta upp stofn- ana var hamstyrkur (MIC) fimm eftirtalinna sýkla- lyfja; ampicillíns, klaritrómýcíns, erýtrómýcíns, tetracýklíns og metrónídazóls ákvarðaður með E- prófi. Niðurstöður: Af þeim 90 stofnum sem voru ræktaðir sýndi rannsóknin að H. pylori var í öllum tilfellum (100%) næm fyrir ampicillíni og tetracýk- líni. Ónæmi gegn klarítrómýcíni og erýtrómýcíni var um 8% og ónæmi gegn metrónídazóli var um 7%. Ályktanir: Metrónídazól ónæmi virðist vera minna hér en víðast á Vesturlöndum, þar sem það er oft um 30%. Ónæmi H. pylori fyrir makrólíðum virðist hins vegar meira á íslandi en í nágranna- löndunum. E-19. Tengsl lyfhrifa penicillíns við verkun á sýkingar af völdum penicillín ónæmra og næmra pneumókokka Helga Erlendsdóttir, Karl G. Kristinsson, Sigurður Guðmundsson Frá sýklafrœðideild og lyflœkningadeild Landspít- alans Inngangur: Fjölgun penicillín ónæmra pneumó- kokka hefur leitt til notkunar breiðvirkari og dýrari lyfja. Fyrri rannsóknir okkar á músalungnabólgu af völdum penicillín ónæmra pneumókokka hafa hins

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.