Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 75

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 75
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 67 (secondary SS). Iðrabólgusjúkdómar eru einnig af ónæmisfræðilegum toga og bæði garnakvef (MbC) og sáraristilbólga (CU) geta valdið sjúkdómsein- kennum utan meltingafæranna. Þó er einungis lýst einstaka sjúkratilfellum þar sem heilkenni Sjögrens og iðrabólgusjúkdómar fara saman. Könnuð var því tíðni Sjögrens einkenna í þýði sjúklingahóps með iðrabólgu. Efniviður og aðferðir: Þverskurðarrannsókn á sjúklingahópi speglunardeildar FSA sem hafa vefjagreindan MbC eða CU. Til samanburðar var aldurs- og kynstaðlaður hópur Norðlendinga rann- sakaður að hluta til. Tuttugu og einn sjúklingur með MbC (12 karlmenn og níu konur) með meðal- aldur 42 ár (18-82); 58 CU-sjúklingar (30 karlar og 28 konur) með meðalaldur 46 ár (17-89) og 55 heil- brigðir Norðlendingar (25/30) með meðalaldur 43 ár (17-89) svöruðu allir stöðluðu spurningablaði um algeng Sjögrens einkenni. Sjúklingahópnum var síðan boðið til einfaldrar tára- og munnvatns- rennslismælingar. Þeir sjúklingar sem höfðu tak- markaða tára- eða munnvatnskirtilstarfsemi voru skoðaðir nákvæmlega með tilliti til glæru- og táru- siggs (KCS). Ennfremur voru framkvæmdar mótefnamælingar (RF, ANA, SSA, SSB) í sermi sjúklingahópsins. Niðurstöður: Báðir sjúklingahóparnir höfðu marktækt oftar einkenni um augnþurrk (MbC 33% (p<0,05); CU 44% (p<0,0001)) borið saman við samanburðarhópinn (11%), sömuleiðis hafði MbC hópurinn hærri tíðni á munnþurrk (71% á móti 40% (p<0,05). Sjúklingar með bæði einkenni um augn- og munnþurrk voru einnig marktækt fleiri en í sam- anburðarhópnum (MbC 6 (p<0,05); CU 19 (p<0,001) á móti 4). Niðurstöður úr augnskoðun og mótefnamælingum verða kynntar á þinginu. Ályktanir: Rannsóknin sýnir að sjúklingar með iðrabólgu, hvort heldur MbC eða CU hafa veruleg einkenni um slímhúðarþurrk. Hvort hér er á ferð- inni heilkenni Sjögrens eða einfaldlega sjúkdóms- einkenni af iðrabólgusjúkdómunum kemur augn- skoðunin og mótefnamælingarnar ef til vill til með að svara. E-85. Slagæðablóðflæði til ganglima. Áhrif reykinga, hreyfingar og kólester- óls hjá körlum Lilja Petra Ásgeirsdóttir, Uggi Agnarsson, Örn Ólafsson, Guðmundur S. Jónsson Inngangur: Tóbaksreykingar eru ein helsta or- sök slagæðasjúkdóma í ganglimum. Hátt kólesteról hefur mun minna vægi. Áhrif hreyfingar eru lítt könnuð. Tilgangur: Rannsókn þessi miðar að því að meta áhrif reykinga, hreyftngar og kólesteróls á blóð- flæði til ganglima hjá körlum sem ekki hafa þekkt- an slagæðasjúkdóm. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 130 karlmenn, 40-65 ára, sem höfðu verið rannsakaðir í Hjartavernd. Saga um háþrýsting og slagæðasjúk- dóma útilokaði þátttöku. Við rannsókn reyndust kólesterólgildi <220 eða >270 mg/dl. Spurt var um frítímahreyfingu með stöðluðum hætti. Gerð var loft rúmtaksritun (pletysmography), mælt var ökkla/handleggs hlutfall blóðþrýstings og einnig var mældur blóðrennslishraði í náraslagæðum fyrir og eftir létta áreynslu . Undir eðlilegum kringum- stæðum er hlutfallið >1,0 en við algera lokun á slagæð <0,5. Hlutfall <0,9 eða lækkun >0,15 eftir áreynslu bendir til slagæðaþrenginga. Reiknaður var áhættustuðull (RR) og 95% öryggisbil og áhrif á ofangreinda áhættuþætti. Niðurstöður: Þátttakendum var skipt í fjóra hópa eftir kólesterólgildum og reykingavenjum. Fjöldi Kólesterólgildi (mg/dl) Reykingavenjur Hópur 1 37 195 Reykir ekki Hópur 2 31 302 Reykir ekki Hópur 3 0 29 Reykir Hópur 4 32 19 Revkir Tóbaksreykingar auka líkur á blóðrennslistrufl- unum samkvæmt ofanrituðu. RR 2,42 (1,12-5,23). Kólesteról hafði ekki sjálfstæð áhrif á blóðflæðið en frítímahreyfing hafði verndandi áhrif RR 0,49 (0,27-0,87). Ályktanir: Tóbaksreykingar eru veigamesti áhættuþáttur slagæðaþrenginga til ganglima. Hátt kólesteról ásamt tóbaksreykingum veldur mestum breytingum á blóðflæði í ganglimaslagæðum. Reglubundin frítímahreyfing viðheldur eðlilegu blóðflæði til ganglima og dregur úr skaðlegum áhrifum tóbaksreykinga á blóðflæðið. E-86. Reykingar meðal sjúklinga með kransæðasjúkdóm Emil L. Sigurðsson*,**, Jón Steinar Jónsson***, Guðmundur Þorgeirsson**** Frá *Heilsugœslustöðinni Sólvangi Hafnarfirði, **heimilislœknisfrœði HÍ, ***Heilsugœslunni í Garðabœ, ****lyflœkningadeild Landspítalans Inngangur: Mikilvægi reykinga sem áhættuþátt- ar hjarta- og æðasjúkdóma er vel þekkt. Rannsókn- ir hafa ennfremur sýnt fram á mikilvægi tóbaks- bindindis sem annars stigs forvarnar meðal þeirra einstaklinga sem þegar hafa fengið kransæðasjúk- dóm. Tóbaksbindindi er því eitt af þeim lykilatrið- um sem leggja verður áherslu á við eftirlit og með- ferð kransæðasjúklinga. Tilgangur rannsóknar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.