Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 58
50
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36
breytti engu um fjölda skyndilegra samdrátta í
ristli, gilti það um báða hópana.
Alyktanir: Sjúklingar með iðraólgu virðast ekki
hafa ýkt tónískt maga-ristilviðbragð en sýndu aftur
á móti sértæka aukningu af fasískum samdráttum
eftir fitulausn í skeifugörn. Granisetrón var ekki
fært um að hemja þessi viðbrögð hjá sjúklingunum
og serótónín taugabrautir eru því hugsanlega óeðli-
legar hjá þessum sjúklingahópi.
E-54. Skert maga-ristilviðbragð og stað-
bundið ristilviðbragð hjá sjúklingum
með alvarlega hægðatruflun (colon iner-
tia). Hlutverk serótónínviðtaka
Eiiiar S. Björnsson, William Chey, Owyang
Chung, William Hasler
Frá Dpt. of Internal Medicine, Division of
Gastroenterology, University of Michigan Ann
Arbor
Inngangur: Hreyfingar í ristli eru undir áhrifum
frá fjarlægum maga-ristilviðbrögðum og stað-
bundnum taugaviðbrögðum, sem eru miðluð af
serótónín-háðum og óháðunt taugabrautum.
Efniviður og aðferðir: Við bárum saman maga-
ristilviðbrögð hjá níu sjúklingum með óeðlilega
langa ristiltæmingu og 13 frískum einstaklingum.
Snertiviðtaka-miðlað maga-ristilviðbragð var vak-
ið með þenslu á antrum hluta maga með 100, 200
og 300 ml og efnaviðtaka-miðlað maga-ristilvið-
bragð með innhellingu af fitulausn í skeifugörn.
Einnig var staðbundið ristilviðbragð mælt. Eftir
tvíblinda inndælingu af sýndarlyfi eða granisetrón
(5-HT3 hemill) var þrýstingi haldið stöðugum inni
í sérstökum mælipoka í colon descendens með
hjálp af barostat (G&J Electronics, Toronto) og
tónus í ristli mældur.
Niðurstöður: Eftir útþenslu á maga jókst ristil-
tónus með 21 ±7, 27±5 og 35±13 ml eftir sýndarlyf
hjá frískum. Hjá sjúklingunum jókst tónus mjög lít-
ið við sams konar áreiti (2±6, 2±9 og 6±6 ml)
(p<0,01). Innhelling af fitulausn í skeifugörn olli
minna viðbragði hjá sjúklingunum (29±15 ml vs.
64±10; p<0,01). Granisetrón gat hamið báða þætti
MRV hjá þeim frísku en einungis efnaviðtaka-
miðlað viðbragð hjá sjúklingunum (p<0,05). Stað-
bundið ristilviðbragð vakið með 30, 60 og 90 ml
áreiti, olli minni svörun hjá sjúklingunum (p<0,05).
f hvorugum hópnum hafði granisetrón áhrif á þetta
staðbunda ristilviðbragð. Til að athuga hvort skert
ristilviðbrögð hjá sjúklingunum orsakast af skertri
starfsemi sléttra vöðvafrumna, gáfum við bet-
hanecol (5 mg sc) sem örvar muscarin viðtaka, en
ekki var marktækur munur á tónusaukningu í ristli
eftir þetta lyf hjá þeim sjúku og frísku.
Alyktanir: Báðir þættir maga-ristilviðbragða eru
skertir hjá sjúklingum með alvarlega hægðatruflun.
Blokkun serótónín viðtaka gat hamið maga-ristil-
viðbrögð að hluta til hjá sjúklingunum. Staðbundið
taugaviðbragð í ristli er einnig skert hjá sjúklingun-
um. Orsakir alvarlegrar hægðatruflunar eru líklega
vegna skerðingar á bæði fjarlægum og staðbundn-
um ristilviðbrögðum.
E-55. Leynd þarmabólga hjá nánum að-
standendum sjúklinga með Crohns
sjúkdóm. Ríkjandi erfðir?
Bjarni Þjóðleifsson *, Einar Oddsson *, Hallgrímur
Guðjónsson*, Guðmundur Sigþórsson**, Aðal-
björg Gunnarsdóttir*, Helga Norland*, Mattlu'as
Kjeld*, Nick Cariglia***, Snorri Einarsson*, Ingv-
ar Bjarnason**
Frá *Landspítalanum, **Kings College Hospital
London, ***Fjórðungssjiikrahúsinu á Akureyri
Inngangur: Ahætta á að fá Crohns sjúkdóm er
tíu- til tuttuguföld hjá nánum aðstandendum sjúk-
linga miðað við óvalið úrtak. Ef erfðir eiga þátt í
tilurð Crohns sjúkdóms þá má búast við að nánir
aðstandendur hafi leynd teikn um sjúkdóminn og
líklegast að slíkt komi fram í einkennalausri bólgu
í þörmum. Tilgangur rannsóknarinnar var að leita
að slíkum einkennum hjá heilbrigðum aðstandend-
um sjúklinga með Chrons sjúkdóm.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til 18
sjúklinga með Crohns sjúkdóm og 67 náinna skyld-
menna (systkina, foreldra). Viðmiðunarhópur sam-
anstóð af 25 heilbrigðum einstaklingum. Gert var
þarmagegndræpnispróf: gefin sykrungablanda,
þvagi safnað í fimm klukkustundir og sykrungar
mældir í þvagi. Þarmabólgupróf var framkvæmt:
mælt calprotectin í hægðum. Calprotectin á upptök
sín í hvítum blóðfrumum og ef það finnst í hægð-
um þá er það sterk vísbending unt bólgu í þörmum.
Einungis þarf eitt hægðasýni (um 10 g) til að fá
áreiðanlega mælingu. Mælt er með ELISA.
Niðurstöður: Þrír (4,5%) aðstandendur höfðu
óeðlilegt gegndræpnispróf en 28 (41%) höfðu
óeðlilegt þarmabólgupróf. Miðgildi og öryggis-
mörk fyrir calprotectin í hægðum voru 2,0 (0,2-
10,5) hjá heiibrigðum, 10,5 (0,2-360) hjá skyld-
mennurn og 54 (19-540) hjá sjúklingum með
Crohns sjúkdóm.
Alyktanir: Leynd bólga finnst hjá 41% heil-
brigðra skyldmenna sjúklinga með Crohns sjúk-
dóm og samrýmist það ríkjandi erfðum fyrir leynda
bólgu. Þar sem gegndræpnispróf var í flestum til-
fellum eðlilegt er bólgan væntanlega staðsett í ristli
eða á litlu svæði í mjógirni.