Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 65

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 65
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 57 E-69. Árangur meðferðar vegna loka- stigsnýrnabilunar á íslandi 1968-1997 Páll Asmundsson*, Magnús Böðvarsson*, Mar- grét Arnadóttir*, Runólfur Pálsson*, ** Frá *blóðskilunardeild og lyflœkningadeild Land- spítalans, **lyflœkningadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur Inngangur: Meðferð lokastigsnýrnabilunar (nýrnabilunarmeðferð) felst í skilun eða nýrna- ígræðslu. Blóðskilun er algengasta skilunaraðferð- in en kviðskilun er þó alloft beitt. Blóðskilun hófst hér á landi árið 1968 á Landspítalanum og kviðskil- un 1985. Fyrsta nýrað var grætt í íslending 1970. Við höfum rannsakað lifun sjúklinga sem fengu nýrnabilunarmeðferð hér á landi frá 1968-1997. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópurinn var 201 sjúklingur sem fékk nýrnabilunarmeðferð hér á landi 1968-1997. Rannsóknin var afturskyggn og byggðist á upplýsingum sem fengust í gagnagrunni blóðskilunardeildar Landspítalans og í sjúkra- skrám. Athugað var nýgengi og árangur nýmabil- unarmeðferðar. Lifun sjúklinga var metin með til- liti til aldurs og meðferðarforms. Notuð var Kapl- an-Meier aðferð og munur á hópum metinn með Mantel-Cox prófi. Hvarvetna er miðað við fimm ára lifun. Niðurstöður: Nýgengi í nýrnabilunarmeðferð fór vaxandi á rannsóknartímabilinu. Aratuginn 1968-1977 byrjuðu 27 sjúklingar í nýrnabilunar- meðferð, 1978-1987 voru þeir 59 en 1988-1997 voru sjúklingarnir 115. Konur voru 92 og karlar 109. Meðalaldur sjúklinga við upphaf nýrnabilun- armeðferðar var 38,5 ár fyrsta áratuginn, 41,6 ár hinn næsta og 54,8 síðasta áratuginn. Fimm ára lif- un alls hópsins var47,9%. Enginn marktækur mun- ur var á lifun milli kynja. Lifun þeirra er hófu með- ferð á öðrum áratugi rannsóknartímans var 57,6% og er marktækt betri en lifun sjúklinga þess fyrsta sem var 33,3% (p=0,0214). Þriðja áratuginn var lif- un aftur lakari eða 44,9%. Lifun sjúklinga yngri en 60 ára við upphaf nýrnabilunarmeðferðar var 64,5% en eldri sjúklinga 13,2%. Lifun sjúklinga yngri en 60 ára batnaði mjög frá fyrsta áratugnum (37,5%) til hinna síðari (71,7% og 68,8%) en lifun hinna eldri var svipuð allt tímabilið. Lifun þeirra er eingöngu hlutu skilunarmeðferð var 16,1% en hinna er fengu ígrætt nýra 81% (p<0,0001). Lifun sjúklinga yngri en 60 ára sem eingöngu fengu skil- unarmeðferð var 24%. Enginn þeirra er byrjuðu í nýrnabilunarmeðferð eldri en 60 ára fékk ígrætt nýra. Ályktanir: Batnandi lifun sjúklinga á öðrum ára- tugi skýrist af stórbættri lifun sjúklinga er byrja í nýrnabilunarmeðferð yngri en 60 ára. Versnandi lif- un síðasta áratuginn stafar af fjölgun aldraðra sjúk- linga í nýrnabilunarmeðferð. Þeir sjúklingar sem fá ígrætt nýra lifa mun lengur en þeir sem eingöngu fá skilunarmeðferð og lítill munur er á lifun hinna síð- arnefndu eftir aldri. Þessar niðurstöður styðja að ígræðsla sé besti kosturinn ef henni verður við komið. Samanburður við árangur á hinum Norður- löndunum bendir til þess að árangur af nýmabilun- armeðferð sé síst lakari hérlendis en meðal ná- grannaþjóða. E-70. Árangur nýrnaígræðslu hjá ís- lenskum sjúklingum með loka- stigsnýrnabilun 1970-1997 Guðjón Karlsson*, Runólfur Pálsson*,**, Magnús Böðvarsson**, Páll Asmundsson** Frá *lyflœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, **blóðskilunardeild og lyflœkningadeild Landspít- atans Inngangur: Á undanförnum árum hafa orðið miklar framfarir í meðferð sjúklinga er fengið hafa ígrætt nýra og hefur líftími sjúklinga og nýrna- græðlinga batnað. Nýrnaígræðsla er í dag sú með- ferð sem best gagnast sjúklingunt með loka- stigsnýrnabilun. Fyrsta nýrað var grætt í íslenskan sjúkling árið 1970. ígræðslur hafa til þessa verið framkvæmdar erlendis, oftast á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn. Langtímaeftirlit og meðferð hef- ur farið fram hér á landi. Við höfum kannað tíðni og árangur þessarar meðferðar frá 1970 og til árs- loka 1997. Efniviður og aðferðir: 1 rannsóknarhópnum voru þeir sem fengu ígrætt nýra á tímabilinu 1970- 1997. Rannsóknin var afturskyggn og byggðist á upplýsingum sem fengust í gagnagrunni blóðskil- unardeildar Landspítalans og í sjúkraskrám. Athug- uð var tíðni nýrnaígræðslu og lifun sjúklinga og nýrnagræðlinga. Lifun var metin með Kaplan- Meier aðferð og munur á hópum með Mantel-Cox prófi. Niðurstöður: Alls var 101 nýra grætt í 93 sjúk- linga. Sjö sjúklingar fóru tvisvar í ígræðslu og einn þrisvar. Á árunum 1970 til 1977 voru 13 ígræðslur framkvæmdar, 30 frá 1978 til 1987 og 58 á árunum 1988 til 1997. Hlutfall nýrnaígræðslu sem meðferð við lokastigsnýrnabilun var 50% og breyttist lítið á tímabilinu. Vaxandi nýgengi meðhöndlaðrar loka- stigsnýmabilunar skýrir því þá aukningu sem orðið hefur. Meðalaldur við ígræðslu var 36.4 ár. Aðeins þrír sjúklingar voru eldri en 60 ára. Konur voru 39 og karlar 54. Nýru frá lifandi gjöfum voru 50 en ná- nýru 51. Eins árs lifun þega var 97,8% og fimm ára lifun 80,8%. Eins árs lifun nýrnagræðlings var 78% og fimm ára lifun 67,7%. Fyrir nýru úr lifandi gjöf- um var eins árs lifun græðlings 96% og fimm ára lifun 89,1%. Fyrir nánýru var eins árs lifun græðlings 60,8% og fimm ára lifun 47,8%. Munur- inn milli lifandi gjafa og nánýra var marktækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.