Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 48

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 48
42 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 Parsonett Clevland Tuman __________________Stig (%)* Stig (%)* Stig (%)* Lítil áhætta 0-9 (2) 1-3 (6) 0-5 (5) Aukin áhætta 10-14(6) 4-6 (0) Mikil áhætta 15-19(7)7-9(24) 6-9 (16) Mjög mikil áhætta >20 (21) >10(43) >10 (50) *(%) Sýnir dánarhlutfall. Þeir sjúklingar, sem hafa litla áhættu með öllum þessum aðferðunt, hafa góðar horfur. Ahættan í hærri áhættuflokkunum er tiltölulega lág þrátt fyrir alvarlegt heilsufarsástand sjúklings. Alyktanir: Allar aðferðirnar höfðu góða mögu- leika á að skilja rnilli lítillar og mikillar áhættu fyr- ir lífshorfur fyrsta árið eftir kransæðaaðgerð. Rosknir kransæðasjúklingar með aðra alvarlega sjúkdóma, geta gengist undir kransæðaaðgerð með viðunandi lífshorfum. E-38. Lungnastarfsemi og áreynslupróf hjá sjúklingum 20 og 30 árum eftir að- gerð á opi á milli gátta og tetralogy of Fallot Hjörtur Oddsson*, Kent Wall, Tomas Riesenfeld, Britt Mari Temested, Inger Grot, Jens Schollin Frá *Fjórðimgssjúkraiuísimi á Akureyri, Reg- ionsjukhuset Örebro, Högskolan Örebro og barna- deild Akademiska sjúkrahússins Uppsölum Inngangur: Undanfarin 40 ár hafa mörg börn gengið í gegnum hjartaaðgerðir vegna meðfæddra hjartagalla. Areynslugeta þeirra hefur verið góð, en viss hópur sjúklinga hefur skert þol. Upplýsingar um lungnastarfsemi þessara sjúklinga hafa verið takmarkaðar og lítið vitað um hvernig hún breytist löngu eftir aðgerð. Efniviður og aðferðir: Sjúklingar sem höfðu gengist undir hjartaaðgerð fyrir 1963 í Uppsölum vegna ops á ntilli gátta (atrial septal defect, ASD) (n=14) eða vegna tetralogy of Fallot (TOF) (n=l 1) og voru yngri en 15 ára við aðgerð. Sjúklingar voru kallaðir til rannsóknar 22 og 32 árum eftir aðgerð. Meðalaldur við aðgerð var: við TOF 8±3 ár og op á milli gátta 9±3 ár. Niðurstöður: Sjúklingarnir voru við góða líðan að undanteknum tveimur með TOF. Öndunarrýmd (vital capacity) og FEVi gildin voru lægri bæði 22 og 32 árum eftir aðgerð miðað við samanburðar- hóp. TOF hópnum versnaði hraðar en hópnum sem hafði op á milli gátta og sú versnun var mun meiri en hægt er að skýra með auknum aldri sjúkling- anna. Sjúklingar með slæma niðurstöðu á áreynslu- prófi höfðu lélegri lungnastarfsemi. Sex sjúklingar höfðu einkenni frá lungum og fjórir þeirra voru á lyfjameðferð vegna lungnaeinkennanna. Saman- burðar- TOF ASD hópur Vital capacity 1 follow-up 91 ± 12 97± 14 100± 18 Vital capacity 2 follow-up 85± 14 91 ±13 100±19 FEVi 1 follow-up 91 ±20 99±13 I00±18 FEVi____________2 follow-up 81 ±17 91±14 I00±19 Alyktanir: Rannsókn okkar á litlum hópi sjúk- linga, sem gengust undir hjartaaðgerð sem börn, bendir til að sú versnun sem verður á lungnastarf- semi með hækkandi aldri, gerist hraðar hjá þessum sjúklingum og mesta breytingin verði hjá einstak- lingunt með alvarlega hjartagalla svo sem TOF. E-39. Hjartaþelsbólga á íslandi 1986- 1995 Ingólfur Einarsson*, Herbert Eiríksson*, Sigurð- ur B. Þorsteinsson**, Guðmundur Þorgeirsson** Frá *Barnaspítala Hringsins, **lyflœkningadeild Landspítalans Inngangur: Rannsóknin varðar algengi og sjúk- dómsmynd hjartaþelsbólgu á íslandi á 10 ára tíma- bili, 1986 til 1995. Gerð hefur verið samskonar rannsókn fyrir tímabilið 1976-1985 og eru þær nið- urstöður hafðar til samanburðar. Efniviður og aðferðir: Sjúkraskýrslur lands- manna, sem greindust með hjartalokusjúkdóm og/eða hjartaþelsbólgu á árunum 1986 til 1995, verða skoðaðar og mat lagt á réttmæti sjúkdóms- greiningar. Skráð eru einkenni, áhættuþættir, rann- sóknarniðurstöður, meðferð og afdrif sjúklinganna. Niðurstöður: Þegar hafa sjúkraskrár þeirra sjúk- linga, sem greindust á Landspítalanum 1986- 1994 (níu ár), verið yfirfarnar. Alls greindust 34 sýkingar í 33 sjúklingum. Aldursdreifing var frá einum mánuði í 86 ár (miðgildi 60 ár), karlar 79%. Blóðræktanir voru jákvæðar í 28 tilvikum (82%), algengustu sýkingavaldar voru stafýlókokkar (12), þar af S. aureus í 11 tilvikum og streptókokkar (11), þar af viridans í sex tilvikum. í þremur tilvikum ræktuðust Actinobacillus actinomycetemcomitans. Candida albicans ræktaðist í eitt skipti, svo og Clostridium perfringens og Peptokokkus. Sýking var oftast í vinstri hluta hjarta (68%). Algengustu áhættuþættir voru gervilokur/bót 10 tilfelli (29%) og meðfæddur hjartasjúkdómur (án gerviefna) sex (18%). Tveir einstaklingar höfðu gengist undir tannaðgerð án viðeigandi fyrirbyggj- andi sýklalyfjameðferðar. Fjórir sjúklingar (12%) höfðu ekki sögu um hita, þrír höfðu merki um sýkt- ar húðbreytingar (septic embolism), en skráning húð- og augnbotnabreytinga var oft ónákvæm. Hvít blóðkorn voru yfir 12.000 í 41% tilvika og sökk yfir 20 í 68%. Ekki heyrðist hjartaóhljóð í 26% sjúklinga. Hjartaómskoðun var gerð í öllum tilvik-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.