Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 42

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 42
40 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 almennings en einnig til lækna og annarra heil- brigðisstétta. Einnig er hlutverk stöðvarinnar að safna saman nákvæmum upplýsingum um eitranir á íslandi og að gera gagnagrunn yfir ýmis efni sem framleidd eru á íslandi og gætu valdið eitrunum. Þá er stöðinni ætlað mikilvægt forvarnarstarf með upplýsingum til almennings. Við stöðina starfa þrír fastir starfsmenn, læknir sem er sérfræðingur í bráðalækningum og klínískri eiturefnafræði, einn lyfjafræðingur í fullu starfi og lyfjafræðingur frá Rannsóknastofu HÍ í lyfjafræði með sérþekkingu á eiturefnafræði. Auk þess vinna læknar sjúkrahúss- ins og lyfjafræðingar að ýmsum verkefnum vegna stöðvarinnar og hjúkrunarfræðingar taka á móti fyrirspurnum, veita ráðleggingar og vísa þeim áfram eftir því sem ástæða er til hverju sinni. Stöðug bakvakt er á vegum stöðvarinnar. Á þeim þremur árum sem stöðin hefur starfað hefur fyrirspurnum farið fjölgandi, úr 552 árið 1995 en 740 árið 1997. Langflestar fyrirspurnir bárust vegna barna yngri en sex ára, eða 60% allra fyrirspurna. Árið 1997 leitaði móttökuhjúkrunar- fræðingur ráðgjafar í 64% tilfella og 12% var vísað á sjúkrahús, heilsugæslustöð eða læknavaktina. Um var að ræða lyfjaeitranir í 40% tilfella en aðrar eitr- anir í tæplega 60% tilfella. Unnið er að því að kynna Eitrunarupplýsinga- stöðina betur meðal almennings, meðal annars í samvinnu við Slysavarnafélag íslands. E-34. Hættulegar aukaverkanir kíníns Þorvarður R. Hálfdanarson*, Runólfur Pálsson*, Agnes Smáradóttir*, Vilhelmína Haraldsdóttir*, Þórður Sverrisson**, Sigurður B. Þorsteins- son***, Ásbjörn Sigfússon**** Frá *lyflœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, **augndeild og ***lyflœkningadeild Landspítal- ans, ****Rannsóknastofa Háskólans í ónœmis- frœði Inngangur: Kínín er lyf sem notað hefur verið gegn mýrarköldu en á síðari árum einkum verið beitt gegn vöðvakrömpum í fótlimum. Aukaverk- anir kíníns eru margvíslegar og geta verið alvarleg- ar til dæmis sjón- og heyrnarskerðing, hjartsláttar- truflanir og lost. Á síðustu árum hefur verið lýst til- fellum af blóðfrumnafæð, blóðstorkusótt (dissem- inated intravascular coagulation, DIC) og hemolyt- ic-uremic syndrome (HUS). Við greinum frá sex tilfellum alvarlegra aukaverkana kíníns sem upp- götvast hafa hérlendis á undanförnum árum. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir sjúkraskrár umræddra sjúklinga og sérstaklega litið eftir klínískum einkennum, blóðfrumnafæð, DIC og skerðingu á nýrnastarfsemi. Niðurstöður: Allir sjúklingarnir voru konur á aldrinum 50-80 ára og tóku þær kínín vegna vöðva- krampa i fótlimum. Fjórar höfðu endurtekin köst með hita, hrolli, ógleði og uppköstum, þar af voru tvær með kviðverki. Köstin komu jafnan um miðja nótt og vöruðu stutt. Tvær höfðu blóðleysi, fækkun á hvítum blóðkornum og blóðflögum og hafði önn- ur þeirra merki um DIC. Ein kona fékk bráða kvið- verki og háan hita og reyndist hafa HUS. Nýrnabil- un var svæsin og lét ekki undan plasmaskiptum og sterameðferð. Sjúklingur er nú í blóðskilunarmeð- ferð vegna nýrnabilunar. Sjúklingur fékk síðar ann- að kast með svipuðum einkennum ásamt hvítkorna- fæð og DIC. Ofangreindar fimm konur voru lagðar endurtekið inn á sjúkrahús og algengt var að grun- ur léki á blóðsýkingu. Þrátt fyrir að jafnan væri spurt um lyfjanotkun fengust upplýsingar um notk- un kíníns ekki fyrr en seint og um síðir. í öllum til- vikum höfðu konurnar tekið eina kíníntöflu fáein- um klukkustundum fyrir upphaf einkenna. Nokkra sérstöðu hefur greindarskert kona sem tók inn fá- einar kíníntöflur í bræðiskasti og missti alla sjón skömmu síðar. Augnbotnabreytingar voru dæmi- gerðar fyrir kíníneitrun og hjartarafrit var afbrigði- legt. Blindan varð varanleg. Umræða: Ofangreindar aukaverkanir kíníns eru vel þekktar. Sýnt hefur verið fram á kínínháð mótefni sem líklega orsök eyðingar blóðfrumna og eiga þau mögulega þátt í bráðum æðaþelsskaða sem er einkennandi fyrir HUS. Óvenjulegt er að nýrna- bilun sé óafturkræf hjá sjúklingum með HUS af völdum kíníns. Sjónskerðing er skammtaháð eitur- verkun kíníns en sjaldgæft er að sjúklingar verði varanlega blindir. Mikilvægt er að hafa kínín í huga hjá sjúklingum með óskýrð hitaköst, blóðfrumna- fæð eða HUS. Nauðsynlegt er að ábendingar fyrir notkun kíníns séu vel ígrundaðar. Kínín er selt án lyfseðils en vegna hættu á alvarlegum aukaverkun- um má deila um hvort það sé réttlætanlegt. E-35. Heilsufar íslenskra unglinga á aldrinum 11-18 ára sem eiga við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða Helga Hannesdóttir*, Þórarinn Tyrfmgsson** Frá *geðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, **Sjúkra- luisinu Vogi Inngangur: Markmið með rannsókn þessari er að meta algengi geð- og atferlisvandamála meðal unglinga á landinu öllu og bera niðurstöður við 103 unglinga sem eiga við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða og hafa verið lagðir inn á Sjúkrahúsið Vog til afeitrunarmeðferðar. Efniviður og aðferðir: Spurningalistum Achen- bachs (Youth Self Report) var dreift til úrtaks ung-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.