Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 49

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 43 um nema einu og vélindaómun auk þess gerð hjá 10 sjúklingum. Ómskoðanir sýndu jákvæð teikn um hjartaþelsbólgu í 88% tilvika. Átta einstaklingar gengust undir aðgerð þar sem skipt var um hjarta- lokur eða bót í sjúkdómsferlinu. Tveir sjúklingar létust (6%) og greindist sjúkdómurinn hjá öðrum þeirra við krufningu. Ályktanir: Hjartaþelsbólga er afdrifaríkur sjúk- dómur, einkenni geta verið væg og greining erfið þrátt fyrir tækniframfarir. Horfur sjúklinga hafa batnað. E-40. Algengi ofstarfsemi í skjaldkirtli og tíðni grunnsjúkdóma hjá sjúklingum með gáttatif Birgir Jóhannsson, Sigurður Olafsson, Uggi Agn- arsson, Ari Jóhannesson Frá lyflækningadeild Sjúkrahúss Akraness Inngangur: Gáttatif (atrial fibrillation) er al- gengt vandamál og fer algengi þess vaxandi með hækkandi aldri. Margir sjúkdómar geta legið að baki, bæði innan hjarta og utan. Algengastir eru grunnsjúkdómar í hjarta, en ofstarfsemi í skjald- kirtli er einnig þekkt orsök. Erlendar rannsóknir hafa gefið misvísandi upplýsingar um algengi of- starfsemi í skjaldkirtli hjá sjúklingum með gáttatif. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga algengi ofstarfsemi í skjaldkirtli hjá sjúklingum sem leggj- ast inn á lyflækningadeild og hafa gáttatif. Efniviður og aðferðir: Athugaðir voru sjúkling- ar á lyflækningadeild. Snið rannsóknarinnar var annars vegar afturskyggnt (1993-1994) og hins vegar framskyggnt (1.4.1995-31.12.1997). í aftur- skyggnum hluta rannsóknarinnar var farið yfir sjúkraskrár allra sem fengið höfðu útskriftargrein- inguna gáttatif og aflað upplýsinga um skjald- kirtilspróf. í framskyggna hlutanum var mælt TSH, T4 og T3 í sermi sjúklinga með gáttatif. I báðum hlutum rannsóknarinnar voru skráðir þekktir grunnsjúkdómar. Niðurstöður: Eitthundrað sextíu og sjö sjúkling- ar reyndust hafa gáttatif (58 í afturskyggnum hluta, 109 í framvirkum hluta). Karlar voru í meirihluta (59,3%) og meðalaldur 73,7 ár (26-100 ára). Full- nægjandi upplýsingar um skjaldkirtilspróf fengust hjá 135 sjúklingum (58,6% í afturskyggnum hluta, 92,7% í framskyggnum hluta). Skjaldkirtilspróf voru afbrigðileg hjá 24 (17,8%) þar af voru 71% konur. Tíu höfðu einangraða hækkun á TSH, sjö höfðu einangraða lækkun á TSH, tveir höfðu van- starfsemi á skjaldkirtli og fimm önnur afbrigði. Sem grunnsjúkdóm höfðu 76 af 167 háþrýsting (45,5%), 44 kransæðasjúkdóm (26,3%) og 27 loku- sjúkdóm (16,2%). Enginn þekktur grunnsjúkdómur var hjá 32 (19,2%) og aðrir grunnsjúkdómar reynd- ust sjaldgæfari. Ályktanir: 1) Ofstarfsemi í skjaldkirtli er sjald- gæf hjá sjúklingum sem leggjast inn á lyflækninga- deild og hafa gáttatif. 2) Ósértækar breytingar á skjaldkirtilsprófum eru algengastar, líklega vegna áhrifa sjúkdóma utan skjaldkirtils eða lyfja. 3) Há- þrýstingur, kransæðasjúkdómur og sjúkdómar í hjartalokum eru algengustu grunnsjúkdómarnir í þessum hópi sjúklinga. E-41. Rannsókn á tímasetningu sega- leysingar. Framskyggn rannsókn á Reykjavíkursvæðinu Björn Pétur Sigurðsson *, Katrín Þormar**, Gest- ur Þorgeirsson*, Guðmundur Þorgeirsson**, Jón V. Högnason*, Karl Andersen* Frá *Sjúkrahúsi Reykjavíkur, **Landspítalanum Inngangur: í bráðri kransæðastíflu er þörf á skjótri sjúkdómsgreiningu og meðferð. Sýnt hefur verið fram á að flestir sjúklingar, sem deyja úr kransæðastíflu, deyja á fyrstu klukkustund eftir að kransæðin lokast. Dánartíðni í þessum sjúkdómi eykst í réttu hlutfalli við töfina á því að meðferð hefjist. Skipta má þessu tímabili í þrennt. I fyrsta lagi tímann sem líður frá upphafi sjúkdóms þar til sjúklingur leitar sér meðferðar (patient’s delay), í öðru lagi flutningstíma (transport delay) og loks tímann frá komu til læknis þar til meðferð getur hafist (doctor’s delay). Á bestu stöðum er síðast- nefnda tímabilið (svokallað „door to needle time“) innan við 45 mínútur. Til að ná sem bestum árangri í bráðameðferð hjartadreps er nauðsynlegt að þekkja fyrrgreindar stærðir. Markmiðið með rannsókninni er að kanna þær á höfuðborgarsvæðinu. Rannsóknin er sam- vinnuverkefni bráðamóttöku og hjartadeilda Land- spítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur. Rannsóknin er framskyggn. Niðurstöðurnar verða notaðar til þess að móta tillögur sem miða að því að stytta meðferðartöf hjá þessum hópi sjúklinga. Sambæri- leg rannsókn hefur ekki áður verið gerð á Islandi. Á sama tíma og rannsóknin hófst var tekin í notkun ný hjartarafsjá á neyðarbílnum, Lifepak 11. Með henni er mögulegt að taka fullkomið 12 leiðslu hjartarit á vettvangi auk þess sem unnt er að senda ritið samstundis með símbréfi inn á bráða- deildir sjúkrahúsanna. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur í rannsókn- inni eru allir þeir sjúklingar sem fá segaleysandi meðferð á Landspítalanum eða Sjúkrahúsi Reykja- víkur vegna bráðahjartadreps. Rannsóknin hófst 1. nóvember 1997 og mun ljúka ári síðar. Niðurstöður og ályktanir: Niðurstöður fyrstu sex mánuði rannsóknarinnar verða kynntar á lyf- læknaþinginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.