Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 41

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 39 þátttakendur í öldrunarrannsókn Hjartaverndar eldri en 70 ára sem gengust undir mat á heilabilun og 150 vistmenn með heilabilun á hjúkrunarheimil- um í Reykjavík. Niðurstöður: Helstu niðurstöður voru að mark- tæk áhrif af apoE á plasma kólesteról voru staðfest í körlum og konum (p<0,001) þar sem hæst kól- esteról sást hjá einstaklingum með E4 set. Enginn marktækur tíðnimunur var á E4 setum milli öldrun- arhópsins, almenna þýðisins (18%) eða sjúkling- anna sem fengið höfðu hjartaáfall (16%). 1 hópi einstaklinganna með heilabilun sem dvöldu á hjúkrunarheimilum var tíðni E4 setsins 29% og hjá heilabiluðum úr öldrunarrannsókninni (samkvæmt skilgreiningu þeir sem fá 23 eða færri stig á MMSE prófi) var tíðnin 22%, sem var tölfræðilega mark- tækt hærri en hjá þeim sem ekki voru heilabiiaðir (p<0,001). Utreikningar á hlutfallslegri áhættu sýndu að áhættan tengdist fjölda E4 seta þannig að þeir sem voru arfblendnir um E4 set höfðu um 50% áhættuaukningu miðað við arfhreina E3 einstak- linga en þeir sem voru arfhreinir um E4 set höfðu fjór- til fimmfalda áhættuaukningu á heilabilun. Alyktanir: Þessar niðurstöður benda eindregið til að ekki sé vænlegt að not apoE arfgreiningu sem áhættumatsþátt fyrir kransæðastíflu á Islandi vegna sterks forspárgildis fyrir heilabilun. E-32. Leitað að arfbundinni kólesteról- hækkun með kólesterólmælingu, erfða- tækni og ættrakningu Bolli Þórsson*, Gunnar Sigurðsson*,**,***, Vil- mundur Guðnason***,**** ***** Frá .*iyflækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, **göngudeild Landspítalans fyrir blóðfitumœling- ar, ***Háskóla íslands, ****Hjartavernd, *****University College London Inngangur: Arfbundin kólesterólhækkun (famil- ial hypercholesterolemi, FH) er eingena sjúkdómur sem orsakast af galla í viðtaka fyrir lágþéttni fitu- prótín. Klínísk skilgreining arfbundinnar kólester- ólhækkunar byggir á tvö- til þrefalt hækkuðu kól- esteróli í blóði og xanthomata tendinosum í að minnsta kosti einum ættingja. Jafnframt er oftast ættarsaga um snemmkominn kransæðasjúkdóm. Tíðni þessa erfðagalla á íslandi er óþekkt en er víða áætluð um 1:500. Við höfum rannsakað um 30 ís- lenskar fjölskyldur með arfbundna kólesterólhækk- un. Fimm stökkbreytingar hafa fundist í LDL við- takageninu á Islandi og er ein langalgengust (í in- tron 4). Markmið: 1) Leita með ættrakningu að skyld- leika milli fjölskyldna með arfbundna kólesteról- hækkun. 2) Leita með kólesterólmælingu að arf- bundinni kólesterólhækkun hjá afkomendum þeirra forfeðra sem rekjast saman og beita DNA prófi til að meta næmi kólesterólmælinga sem greiningar- tækis í skyldmennum sjúklinga með arfbundna kól- esterólhækkun. 3) Leita að stökkbreytingum hjá nýjum sjúklingum með arfbundna kólesterólhækk- un. 4) Kanna algengi arfbundinnar kólesterólhækk- unar á Islandi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til sjúk- linga á göngudeild Landspítalans fyrir blóðfitu- mælingar. Ættir voru raktar af erfðafræðinefnd. Ef sameiginlegur forfaðir fannst við ættrakningu og stökkbreytingin reyndist sú sama í ættunum var leitað að arfbundinni kólesterólhækkun í öllum af- komendum þessa sameiginlega forföður. Nauðsyn- legt er að þekkja stökkbreytinguna áður en prófun er gerð því oft finnast sameiginlegir forfeður sem ekki bera sömu stökkbreytinguna. Niðurstöður: Intron 4 stökkbreytingin fannst hjá sjö fjölskyldum. Prófa þarf 411 manns í þessum ættum. Þegar hafa 321 eða 78% verið athugaðir. Fjörutíu og átta áður ógreindir sjúklingar með arf- bundna kólesterólhækkun hafa fundist með kól- esterólmælingu eða 15% af þeim sem athugaðir hafa verið og hafa allir verið staðfestir með DNA prófi. Alyktanir: Leit að arfbundinni kólesterólhækk- un í ættum, þar sem sameiginlegur forfaðir er fund- inn með ættrakningu margfaldar fund á áður ógreindum einstaklingum með arfbundna kólester- ólhækkun. Mikill ávinningur er af leit sem þessari ef einstaklingar greinast áður en einkenni æðasjúk- dóma koma fram. Stefnt er að því að greina alla sjúklinga með arfbundna kólesterólhækkun á ís- landi fyrir árið 2000. E-33. Eitrunarupplýsingastöð við Sjúkrahús Reykjavíkur. Þriggja ára reynsla Guðmundur Oddsson*, Guðborg Auður Guðjóns- dóttir** Frá *hjartadeild og **apóteki Sjúkrahúss Reykja- víkur I lok árs 1994 var stofnuð Eitrunarupplýsinga- miðstöð við Sjúkrahús Reykjavikur. Var þetta sam- starfsverkefni nokkurra deilda sjúkrahússins og Rannsóknarstofu HÍ í lyfjafræði. Heilbrigðisráðu- neytið studdi stofnun Eitrunarupplýsingamiðstöðv- ar við sjúkrahúsið og veitti sérstaka fjárveitingu til reksturs stöðvarinnar. Sjúkrahús Reykjavíkur hafði um langt árabil gegnt hlutverki upplýsingamið- stöðvar um eitranir og er það eðlilegt þar eð bráða- móttaka spítalans er öllum opin allan sólarhringinn og þangað hafa komið langflest eitrunartilfelli af höfuðborgarsvæðinu. Stöðin var því stofnuð í þeim tilgangi að bæta upplýsingaþjónustu um eitranir til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.