Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 24

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 24
24 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 Erindi E-l. Hvernig er staðið að forvörnum gegn sykursteraorsakaðri beingisnun? Unnsteinn Ingi Júlínsson *, Fríðrík Vagn Guðjóns- son**, Björn Guðbjörnsson* Frá *lyflœkningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, **Heilsugœslustöðinni á Akureyri Inngangur: Otímabær beingisnun er einn af að- alfylgikvillum langtíma sykursterameðferðar. Með virkri forvörn er hægt að draga úr afleiðingum þessa fylgikvilla. Vaxandi þekking á þessu sviði vekur forvitni á hvernig staðið er að forvörnum gegn beingisnun hjá langtíma steranotendum. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar voru fengn- ar frá apótekum á Norð-Austurlandi um allar ávís- anir á prednisólon á árunum 1995 ogl996. Sjúk- lingar sem höfðu fengið að minnsta kosti þriggja mánaða samfellda meðferð eða styttri sterakúra sem samanlagt urðu þrír mánuðir á ári voru athug- aðir. Sendur var út listi með spurningum um með- ferð sem þeir voru á til forvarnar gegn beingisnun. Upplýsingum um ábendingar fyrir sterameðferð, skráða fylgikvilla og forvarnir var safnað úr sjúkra- skrám á FSA og viðeigandi heilsugæslustöð. Niðurstöður: Tvöhundruð þrjátíu og níu ein- staklingar á svæðinu uppfylla inntökuskilyrði. Kynntar verða heildarniðurstöður, en fyrstu niður- stöður byggja á einstaklingum af þjónustusvæði Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri (n= 111; 68 konur (61%) og 43 karlar (39%)). Meðalaldur var 67 ár (17-90). Samkvæmt sjúkraskrám voru 34 ein- staklingar grunaðir um beingisnun (31%) og 24 höfðu brotnað (23%). Konur eldri en 50 ára voru 56, 23 þeirra (41%) voru grunaðar um beingisnun og 17 (30%) höfðu brotnað. Sambærilegar tölur fyrir karla voru 23% og 19%. Alls neyttu 54% sjúk- linganna mjólkurafurða, 32% lýsis, 28% kalktaflna og 10% höfðu fengið bisfosfonöt, sex konur og fimm karlar. Fimmtán konur (22%) höfðu fengið hormónameðferð. Allir 11 sem fengið höfðu bisfos- fonöt voru með þekkta beingisnun og níu af 11 höfðu brotnað. Alyktanir: Möguleikar til forvarnar gegn bein- gisnun samfara sykursteranotkun eru vannýttir. Með virkri forvarnarmeðferð strax í upphafi stera- meðferðar mætti draga úr þessum alvarlega fylgi- kvilla og fækka beinbrotum. E-2. Samband beinmagns foreldra og dætra Inga Þórarinsdóttir, Guðrún Bragadóttir, Díana Oskarsdóttir, Guðrún A. Kristinsdóttir, Gunnar Sigurðsson Frá rannsóknarstofu um beinbrot og beinþynningu og lyflœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, lœknadeild Hl Markmið: Að kanna samband beinmagns for- eldra og dætra til að meta þátt erfða og meta spá- gildi beinmagns foreldris um beinmagn dóttur. Flestar slíkar rannsóknir hafa einungis verið gerðar milli mæðra og dætra. Efniviður og aðferðir: Eitthundrað og fimm stúlkur á aldrinum 16, 18 og 20 ára og mæður þeirra á aldrinum 34-48 ára (allar fyrir tíðahvörf). Sextíu og einn faðir á aldrinum 37-54 ára. Bein- magn var mælt með DEXA (heildarbeinmagn, mjöðm og hryggur), svo og magn fitu og mjúk- vefja. Einnig var mæld hæð og þyngd og fleira. Einþátta og fjölþátta samanburður var síðan gerður á niðurstöðum dætra og foreldra. Niðurstöður: Heildarbeinmagn r=fylgnistuðull Móðir/dóttir 0,44 p<0,01 Faðir/dóttir 0,41 p<0,01 Fylgnin var sterkust í mjöðm milli mæðra r=0,53. 1 fjölþáttagreiningu þar sem samtímis var tekið með beinmagn beggja foreldra þá virðist um fjórðungur af beinmagni stúlknanna tengjast erfð- um eða sameiginlegum lífsháttum með foreldrum. Alyktanir: Samkvæmt þessari rannsókn virðast erfðir ráða um fjórðungi beinmagns sem er talsvert lægra hlutfall en fengist hefur með rannsóknum á eineggja tvíburum. Þær rannsóknir hafa þó verið gagnrýndar þar sem eineggja tviburar hafa oft mjög svipaðar lífsvenjur sem kann að skýra fylgnina að einhverju leyti. ítarlegri leit að erfðaþáttum sem ákvarða bein- magn er fyrirhuguð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.