Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 22

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 22
22 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 Líknarmeðferð, líknardeild Siguröur Árnason, Nanna Friðriksdóttir Á síðustu árum hefur þverfagleg líknandi meðferð, sérstaklega sérhæfð verkjameðferð, rutt sér til rúms hér á landi sem og annars stað- ar á Vesturlöndum. Annars staðar á Norður- löndum var byrjað á því að setja á stofn líknar- deild eða líknareiningar tengdar krabbameins- deildum en á Stór-Reykjavíkursvæðinu og á Akureyri hefur þróast fjölbreytt heimaþjónusta við krabbameinssjúklinga og fjölskyldur þein'a. Þessi þjónusta hefur gert það að verkum að nú fær um það bil helmingur þeirra sjúk- linga, sem eru með krabbamein á lokastigi, heimaþjónustu lækna og hjúkrunarfræðinga allan sólarhringinn. Um helmingur þessara deyr heima í faðmi fjölskyldunnar, hinn hlutinn á almennum deildum sjúkrahúsanna. Viðhorf lækna og hjúkrunafræðinga til líkn- armeðferðar var kannað á vegum líknarráð- gjafateymis Landspítalans. Tuttugu og átta læknar og 54 hjúkrunarfræðingar svöruðu 82 spurningum á spurningalista. Meira en helm- ingur beggja hópanna taldi andlegum stuðningi ekki sinnt nægilega vel, meðan 70-90% töldu vel séð fyrir líkamlegum þörfum. Mikill meiri- hluti aðspurðra taldi aðstöðu einstaklinga sem njóta líknarmeðferðar ekki nægilega. Nánast allir töldu sig hafa ónógan tíma til að sinna deyjandi sjúklingum og fjölskyldum þeirra. Nú er stefnt að því að opna í haust líknarein- ingu á svæði endurhæfingardeildar Landspítal- ans í Kópavogi. Þarna er áætluð 10-12 rúma sérdeild í einkennameðferð, svo sem verkja- meðferð. Er ætlað að deildin verði til þess að létta álagi af almennum deildum sjúkrahús- Frá krabbameinslækningadeild og líknarteymi Landspítal- ans. anna, ásamt því að vera stuðningsdeild fyrir þá sjúklinga í heimaþjónustu krabbameinssjúkra sem ekki eiga vísan samastað á sjúkrahúsi eða kjósa að vistast ekki á öðrum deildum. Enn- fremur er gert ráð fyrir að læknar geti vísað þangað sjúklingum í einkennameðferð ein- göngu. Gert er ráð fyrir að þarna þróist miðstöð heimaþjónustu við ofangreinda sjúklinga og dagdeild þar sem sjúklingar utan úr bæ geta komið í dagvist nokkra tíma á dag og þannig létt álagi af heimili. Þótt einingin verði í upphafi staðsett á Ríkis- spítulunum þá er mikilvægt að hún verði sem sjálfstæðust. Þannig verður best tryggt að allir sjúklingar geti haft jafnan aðgang að þessari stofnun hvar sem þeir greinast og hver sem er þeirra meginlæknir. Til þess að svo geti orðið verður stofnunin þegar í upphafi að skapa góð tengsl við sérfræðinga, heimilislækna, hjúkrun- arfræðinga svo og aðrar þær heilbrigðisstéttir sem stunda einkennameðferð. Einnig verður að hafa breiðar brýr í öll sjúkrahús og heilsu- gæslustöðvar á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Þetta verður best gert með því að ganga svo frá í upphafi að sá sem sækist eftir þjónustu ein- ingarinnar eigi valmöguleika á því hve mikla þjónustu hann kýs úr hendi starfsfólks eining- arinnar: vistun, dagvistun og endurhæfingu, stuðning við heimaþjónustu, fylgd, ráðgjöf og fræðslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.