Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 25

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 25 E-3. D-vítamínhagur íslenskra kvenna. Samanburður og árstíðabundnar sveifl- ur á S-25-OH-D í ýmsum aldurshópum Leifur Franzson*, Gunnar Sigurðsson**, Laufey Steingrímsclóttir*** Frá *rannsóknadeild og **lyflœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, ***Manneldisráði Islands Inngangur: Mælingar á S-25-OH-D eru taldar gefa bestu upplýsingarnar um D-vítamínbúskap einstaklinga. 25-OH-D myndast fyrir tilstuðlan sól- arljóss í húð, en einnig fáum við það með fæðunni. Ætla má að breytilegur sólargangur á Islandi hafi veruleg áhrif á þéttni 25-OH-D í sermi. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna magn og árstíða- bundnar sveiflur S-25-OH-D í hópum kvenna á ald- ursbilinu 12-70 ára. Efniviður og aðferðir: S-25-OH-D var mælt (RIA) í eftirfarandi aldurshópum: (I) 12-14 ára (n=248), (II) 16,18 og 20 ára (n=247), (III) 25 ára (n=86), (IV) 34-48 ára (n=107), (V) 70 ára (n=210). Sýnataka hópa I og V var á tímabilinu september til apríl, til þess að kanna árstíðabundn- ar sveiflur. Mataræði var kannað með tilliti til D- vítamíns og kalks í öllum hópum nema I. Niðurstöður: Þéttni S-25-OH-D var mjög mis- munandi eftir aldurshópum og reyndist hún lægst í hópi 12-14 ára stúlkna, þar sem 35,3% stúlkna höfðu þéttni <25 nmól/L, sem talið hefur verið æskilegt viðmiðunargildi, 18,6% í hópi II, 15,1% í III, 28% í IV og 9,4% í hópi V. Árstíðabundnar sveiflur í S-25-OH-D voru verulegar í hópi 12-14 ára stúlkna. Þéttnin var nokkuð stöðug á tímabilinu september-desember, en náði lágmarki í febrúar- mars, þar sem hún var að meðaltali um 50% lægri en á tímabilinu fram að áramótum. í hópi 12-14 ára stúlkna höfðu 8% S-25-OH-D undir 10 nmól/L en engin í 70 ára hópnum. Nær engar sveiflur voru í hópi 70 ára kvenna (V), þar sem 82,3% tóku lýsi að staðaldri, en í hópi 34-48 ára kvenna (IV) tóku hins vegar aðeins 31,2% lýsi. Fylgni milli D-vítamín- neyslu og 25-OH-D þéttni var á bilinu 0,3-0,4 fyrir 26-45 ára konur. Ályktanir: D-vítamínbúskapur 70 ára kvenna (V) er almennt góður, en að sama skapi ábótavant í 12-14 ára stúlkum (I) og 34-48 ára konum (IV) síðla vetrar. Munurinn er að hluta til vegna meiri lýsisinntöku eldri kvenna (V). Niðurstöður benda til að stór hluti 25-OH-D í blóði 16-45 ára kvenna sé þó til kominn vegna sólarljóss eða ljósalampa og jafnframt að ástæða sé til að íhuga þörfina fyrir að D-vítamínbæta mjólkurvörur yfir vetrarmánuðina til að tryggja lágmarks D-vítamín. E-4. Samanburður á beinumsetningar- vísum og beinmagni meðal sjötugra reykvískra kvenna Gunnar Sigurðsson, Leifur Franzson Frá rannsóknarstofu um beinbrot og beinþynningu og lyflœkningadeild og rannsóknadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, Háskóla Islands Inngangur: Notagildi beinumsetningarvísa (bone markers) til mats á ástandi beina hefur verið umdeilt. Efniviður og aðferðir: Við höfum borið saman osteokalcín í blóði (beinmyndunarvísir) og þvagút- skilnað (annað morgunþvag) á kollagen niðurbrots- efnum (N-telopeptide, Osteomark NTx) við bein- magn (mælt með DEXA) meðal sjötugra reyk- vískra kvenna (n=210). Niðurstöður: Marktæk neikvæð fylgni fannst milli Osteomarks í þvagi og heildarbeinmagns (r= -0,319; p<0,01) og milli osteokalcíns og heildar- beinmagns (r=-0,227; p<0,01). Marktæk jákvæð fylgni fannst hins vegar milli gilda á osteokalcíni og Osteomark, r=0,708; p<0,01. Alyktanir: Marktæk neikvæð fylgni milli bein- umsetningarvísa og heildarbeinmagns bendir til aukins beintaps samfara aukinni beinumsetningu. N-telopeptide útskilnaður í þvagi útskýrir um það bil 10% af breytileika í heildarbeinmagni sjötugra kvenna. Þessar mælingar á beinumsetningarvísum kunna því að vera gagnlegar til mats á ástandi beina í þeim tilvikum þegar niðurstöður beinmagnsmæl- inga eru ekki ótvíræðar. E-5. Priiner og secunder hyperpara- thyroidismus meðal sjötugra reykvískra kvenna Gunnar Sigurðssoit, Leifur Franzson Frá rannsóknarstofu um beinbrot og beinþynningu, lyflœkningadeild og rannsóknadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, Háskóla Islands Inngangur: Þéttni kalkhormóns (PTH) hefur verið lýst fara hækkandi með aldri en algengi og mikilvægi hyperparathyroidismus meðal aldraðra er óljós. Efniviður og aðferðir: Við höfum mælt í hóp- rannsókn (til þessa 210 konur) 70 ára reykvískra kvenna kalkhormón í blóði (PTH, Nichols IRMA) og borið saman við kalkmagn í blóði, beinþéttni (DEXA) og þvagútskilnað á kollagen niðurbrots- efni (N-telopeptide Osteomark NTx) (annað morg- unþvag). Samanburður var einnig gerður við kalk- hormónsdreifingu meðal hóps kvenna fyrir tíða- hvörf (n=65). Niðurstöður: Meðalgildi kalkhormóns í hópi sjötugra (37,3 ng/L±15) var marktækt hærra en í hópi miðaldra kvenna (31,15±12,5; p<0,01). Jafn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.