Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Side 25

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Side 25
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 25 E-3. D-vítamínhagur íslenskra kvenna. Samanburður og árstíðabundnar sveifl- ur á S-25-OH-D í ýmsum aldurshópum Leifur Franzson*, Gunnar Sigurðsson**, Laufey Steingrímsclóttir*** Frá *rannsóknadeild og **lyflœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, ***Manneldisráði Islands Inngangur: Mælingar á S-25-OH-D eru taldar gefa bestu upplýsingarnar um D-vítamínbúskap einstaklinga. 25-OH-D myndast fyrir tilstuðlan sól- arljóss í húð, en einnig fáum við það með fæðunni. Ætla má að breytilegur sólargangur á Islandi hafi veruleg áhrif á þéttni 25-OH-D í sermi. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna magn og árstíða- bundnar sveiflur S-25-OH-D í hópum kvenna á ald- ursbilinu 12-70 ára. Efniviður og aðferðir: S-25-OH-D var mælt (RIA) í eftirfarandi aldurshópum: (I) 12-14 ára (n=248), (II) 16,18 og 20 ára (n=247), (III) 25 ára (n=86), (IV) 34-48 ára (n=107), (V) 70 ára (n=210). Sýnataka hópa I og V var á tímabilinu september til apríl, til þess að kanna árstíðabundn- ar sveiflur. Mataræði var kannað með tilliti til D- vítamíns og kalks í öllum hópum nema I. Niðurstöður: Þéttni S-25-OH-D var mjög mis- munandi eftir aldurshópum og reyndist hún lægst í hópi 12-14 ára stúlkna, þar sem 35,3% stúlkna höfðu þéttni <25 nmól/L, sem talið hefur verið æskilegt viðmiðunargildi, 18,6% í hópi II, 15,1% í III, 28% í IV og 9,4% í hópi V. Árstíðabundnar sveiflur í S-25-OH-D voru verulegar í hópi 12-14 ára stúlkna. Þéttnin var nokkuð stöðug á tímabilinu september-desember, en náði lágmarki í febrúar- mars, þar sem hún var að meðaltali um 50% lægri en á tímabilinu fram að áramótum. í hópi 12-14 ára stúlkna höfðu 8% S-25-OH-D undir 10 nmól/L en engin í 70 ára hópnum. Nær engar sveiflur voru í hópi 70 ára kvenna (V), þar sem 82,3% tóku lýsi að staðaldri, en í hópi 34-48 ára kvenna (IV) tóku hins vegar aðeins 31,2% lýsi. Fylgni milli D-vítamín- neyslu og 25-OH-D þéttni var á bilinu 0,3-0,4 fyrir 26-45 ára konur. Ályktanir: D-vítamínbúskapur 70 ára kvenna (V) er almennt góður, en að sama skapi ábótavant í 12-14 ára stúlkum (I) og 34-48 ára konum (IV) síðla vetrar. Munurinn er að hluta til vegna meiri lýsisinntöku eldri kvenna (V). Niðurstöður benda til að stór hluti 25-OH-D í blóði 16-45 ára kvenna sé þó til kominn vegna sólarljóss eða ljósalampa og jafnframt að ástæða sé til að íhuga þörfina fyrir að D-vítamínbæta mjólkurvörur yfir vetrarmánuðina til að tryggja lágmarks D-vítamín. E-4. Samanburður á beinumsetningar- vísum og beinmagni meðal sjötugra reykvískra kvenna Gunnar Sigurðsson, Leifur Franzson Frá rannsóknarstofu um beinbrot og beinþynningu og lyflœkningadeild og rannsóknadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, Háskóla Islands Inngangur: Notagildi beinumsetningarvísa (bone markers) til mats á ástandi beina hefur verið umdeilt. Efniviður og aðferðir: Við höfum borið saman osteokalcín í blóði (beinmyndunarvísir) og þvagút- skilnað (annað morgunþvag) á kollagen niðurbrots- efnum (N-telopeptide, Osteomark NTx) við bein- magn (mælt með DEXA) meðal sjötugra reyk- vískra kvenna (n=210). Niðurstöður: Marktæk neikvæð fylgni fannst milli Osteomarks í þvagi og heildarbeinmagns (r= -0,319; p<0,01) og milli osteokalcíns og heildar- beinmagns (r=-0,227; p<0,01). Marktæk jákvæð fylgni fannst hins vegar milli gilda á osteokalcíni og Osteomark, r=0,708; p<0,01. Alyktanir: Marktæk neikvæð fylgni milli bein- umsetningarvísa og heildarbeinmagns bendir til aukins beintaps samfara aukinni beinumsetningu. N-telopeptide útskilnaður í þvagi útskýrir um það bil 10% af breytileika í heildarbeinmagni sjötugra kvenna. Þessar mælingar á beinumsetningarvísum kunna því að vera gagnlegar til mats á ástandi beina í þeim tilvikum þegar niðurstöður beinmagnsmæl- inga eru ekki ótvíræðar. E-5. Priiner og secunder hyperpara- thyroidismus meðal sjötugra reykvískra kvenna Gunnar Sigurðssoit, Leifur Franzson Frá rannsóknarstofu um beinbrot og beinþynningu, lyflœkningadeild og rannsóknadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, Háskóla Islands Inngangur: Þéttni kalkhormóns (PTH) hefur verið lýst fara hækkandi með aldri en algengi og mikilvægi hyperparathyroidismus meðal aldraðra er óljós. Efniviður og aðferðir: Við höfum mælt í hóp- rannsókn (til þessa 210 konur) 70 ára reykvískra kvenna kalkhormón í blóði (PTH, Nichols IRMA) og borið saman við kalkmagn í blóði, beinþéttni (DEXA) og þvagútskilnað á kollagen niðurbrots- efni (N-telopeptide Osteomark NTx) (annað morg- unþvag). Samanburður var einnig gerður við kalk- hormónsdreifingu meðal hóps kvenna fyrir tíða- hvörf (n=65). Niðurstöður: Meðalgildi kalkhormóns í hópi sjötugra (37,3 ng/L±15) var marktækt hærra en í hópi miðaldra kvenna (31,15±12,5; p<0,01). Jafn-

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.