Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 57
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36
49
staklingum með bæði CLO prófi og vefjaskoðun.
Þeir voru með 12,8 stig (meðaltal) fyrir langvinna
bólgu og 1.5 stig fyrir bráða bólgu og varð engin
breyting við lyfjagjöf. Helicobacter fannst ekki hjá
11 einstaklingum hvorki við CLO próf eða vefja-
skoðun. Þeir höfðu 1,1 stig fyrir langvinna bólgu
og 2,3 fyrir bráða bólgu og varð engin breyting við
lyfjagjöf. Það var hins vegar hækkun á VAS gildum
við lyfjagjöf eins og sést í töflu I (meðaltöl í mm).
Hækkunin var marktækt meiri (X2 próf) fyrir blæð-
ingar og fleiður hjá Helicobacter neikvæðum ein-
staklingum.
Ályktanir: Helicobacter sýking virðist veita
nokkra vernd gegn skammtíma NSAIDs áverka í
maga. Það er athyglisvert að áverkinn sést ekki við
vefjaskoðun og vekur það spurningar um langtíma
klíníska þýðingu yfirborðsáverka.
E-52. Ristilblóðþurrð hjá ungu fólki
Hjörtur Kristjánsson*, Þorgeir Þorgeirsson**,
Nick Cariglia *
Frá *lyflœkninga- og **meinafrœðideild Fjórð-
ungssjúkralnissins á Akureyri
Inngangur: Ristilblóðþurrð hefur fyrst og
fremst verið talin sjúkdómur eldra fólks með
hjarta- og æðasjúkdóma. Ungt fólk hefur greinst
með þennan kvilla á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak-
ureyri og því þótti höfundum ástæða til að kanna
algengi hans hjá yngra fólki, staðsetningu, sjúk-
dómsgang, áhættuþætti og afdrif.
Efniviður og aðferðir: Leituð voru uppi öll til-
felli á tímabilinu 1.1. 1983 til 31.12. 1995. Einn
höfunda (ÞÞ) endurskoðaði öll sýnin. Sett voru
ströng skilyrði fyrir greiningu og af 50 sjúklingum
upphaflega athuguðum reyndust 26 uppfylla þau
skilyrði, 16 konur og 10 karlar. Fimm voru yngri en
40 ára (19%), þar af þrír karlar.
Niðurstöður: Blóðþurrð var algengust í vinstri
hluta ristils. Tíðni hefur aukist síðustu ár, samhliða
fjölgun ristilspeglana. Allir sjúklingar yngri en 40
ára voru með afturkvæma ristilbólgu en átta af 21
eldri en 60 ára gengust undir aðgerð. Fimm dóu og
voru þeir eldri en 75 ára. Hlutfall yngri sjúklinga er
athyglisvert.
Ályktanir: Meinmyndun ristilblóðþurrðar hjá
ungu fólki er illa skilgreind í flestum tilfellum.
Mögulegir áhættuþættir hjá sjúklingum okkar voru
meðal annars estrógen, bólgueyðandi gigtarlyf
(NSAID), þurrkur, astmi, aukinn þrýstingur í kvið-
arholi, reykingar, ampicillín og hugsanlega E. coli
0157:H7.
Rannsókn okkar styður mikilvægi skjótrar spegl-
unar og vefjaskoðunar til greiningar sjúklinga með
bráðan og blóðugan niðurgang.
E-53. Sértæk ofvirkni af fasísku en ekki
tónísku maga-ristilviðbragði hjá sjúk-
lingum með iðraólgu
Einar S. Björnsson, William Cliey,
Owyang Cliung, William Hasler
Frá Dpt. of Internal Medicine,
Division of Gastroenterology, Uni-
versity of Michigan Ann Arbor
Inngangur: Maga-ristilvið-
bragðið sem er samansett af þátt-
um sem erta snertiviðtaka og efnaviðtaka, miðlast
að hluta til af serótónín (5-HT3) taugabrautum.
Þrýstingsmælingar í ristli hafa sýnt að sjúklingar
með iðraólgu (irritable bowel syndrome) hafa ýkt
maga-ristilviðbrögð eftir máltíð og við prófuðum
hvort um er að ræða ýkt maga-ristilviðbrögð útleyst
af bæði snerti- og efnaviðtökum í maga og hvort
um er að ræða sértæka aukningu af fasískum eða
tónískum hreyfingum í ristli. Jafnframt prófuðum
við hvort serótónín (5-HT3) miðlun á maga-ristil-
viðbrögðum er eðlileg hjá sjúklingum með iðra-
ólgu.
Efniviður og aðferðir: Við bárum saman maga-
ristilviðbrögð hjá sjö sjúklingum með iðraólgu og
13 frískum. Snertiviðtaka-miðlað maga-ristilvið-
bragð var vakið með þenslu á antrum hluta maga
með 100, 200 og 300 ml og efnaviðtaka-miðlað
maga-ristilviðbragð með innhellingu af fitulausn í
skeifugöm. Eftir tvíblinda inndælingu af sýndarlyfi
eða granisetrón (5-HT3 hemill) var þrýstingi hald-
ið stöðugum inni í sérstökum mælipoka í colon
descendens með hjálp af barostat (G&J Electronics,
Toronto) og tónus í ristli mældur.
Niðurstöður: Eftir útþenslu á maga jókst ristil-
tónus með 21 ±7, 27±5 og 35+13 ml eftir sýndarlyf
hjá frískum. Sams konar útþensla af maga olli svip-
uðu tónísku maga-ristilviðbragði hjá sjúklingunum
með iðraólgu. Innhelling af fitulausn í skeifugörn
(míkróilípíð 3 kcal/mín) olli svipaðri tónusaukn-
ingu bæði hjá þeim frísku og sjúklingunum (64± 10
ml og 40±12 ml). Aftur á móti var marktækur mun-
ur á fasískum hreyfingum eftir fitulausnina hjá
sjúklingum með 43±9 samdrætti/klukkustund og
4±1 á sama tfma hjá þeim frísku (p<0,01). Grani-
setrón gat hamið báða þætti maga-ristilviðbragða
hjá þeim frísku en hvorugan hjá sjúklingunum og
Tafla I. Hœkkun á VAS gildum við lyfjagjöf (nímesúlíð, naproxen).
Blæðing Fleiður Roði
Helicobacter — 35 43,8 23,8 VAS kvarði mm
Helicobacter +++ 10,6 26,2 17,6 VAS kvarði mm
P gildi 0,05 0,05 NS