Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 62

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 62
54 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 og/eða helftardofi án sjónsviðsskerðingar og án málglapa eða gaumstols. Niðurstöður: A eftirfylgdartímanum sem er 18 mánuðir að meðaltali létust 23% (47 af 205), 14% létust í legunni en 9% eftir útskrift. A tímabilinu fengu 7% endurtekið heilaáfall. Alls útskrifuðust 5% sjúklinganna af Sjúkrahúsi Reykjavíkur á stofnun. Af þeim sem útskrifuðust heim lögðust þrír (1,5%) inn á hjúkrunarstofnun síðar. Fyrir áfall voru 95% þeirra sem fengu heila- blóðfall sjálfbjarga við athafnir daglegs lífs, 96% þeirra höfðu eðlilega eða vægt skerta hreyfifærni og 94% þeirra fengu 0-2 stig á Rankin kvarða. Eftir áfall eru 67% heilablóðsjúklinganna sjálf- bjarga við athafnir daglegs lífs, 71% þeirra eru með eðlilega eða vægt skerta hreyfifærni og 65% þeirra fá 0-2 stig á Rankin kvarða. Horfur sjúklinga reyndust mjög mismunandi eft- ir klínískri gerð heilaáfalls. Verstar horfur höfðu sjúklingar með TACS en sjúklingar með LACS og POCS höfðu bestar horfur. E-63. Heilablóðföll á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1996-1997 Jón Hersir Elíassoit, Einar M. Valdimarsson, Finnbogi Jakobsson Frá endurhœfingar- og taugadeild Sjúkraliúss Reykjavíkur Inngangur: Sýnt hefur verið fram á að meðferð sjúklinga með heilablóðfall á sérhæfðum heilablóð- fallseiningum skilar betri árangri en meðferð á öðr- um sjúkradeildum. Sjúklingar sem leggjast inn á heilablóðfallseiningu hafa lægri dánartíðni, styttri legutíma, betri batahorfur og fleiri útskrifast heim. A Sjúkrahúsi Reykjavíkur er starfrækt slfk heila- blóðfallseining og þar fer fram framskyggn skrán- ing á sjúklingum sem greinast með heilablóðfall á sjúkrahúsinu. Efniviður og aðferðir: Þetta er framskyggn rannsókn á sjúklingum sem greindust með heila- blóðfall á Sjúkrahúsi Reykjavíkur á árunum 1996- 1997. Niðurstöður voru bornar saman við niður- stöður erlendra rannsókna. Niðurstöður: Á Sjúkrahúsi Reykjavíkur var dánartíðni lægri og íleiri sjúklingar með heilablóð- fall útskrifuðust heim en lýst hefur verið í ná- grannalöndum okkar. Hár blóðsykur og saga um gáttaflökt voru sterkir áhættuþættir fyrir andláti á sjúkrahúsi. E-64. Skráning sjúklinga með heilablóð- föll og tímabundna blúðþurrð í heila hjá sjúklingum á Landspítalanum á árinu 1997 Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir*, Gísli Einarsson*, Sigurlaug Magnúsdóttir*, Grétar Guðmundsson**, Jón Eyjólfur Jónsson*** Frá *endurhœfingar-, **taugalœkninga- og ***öldrunarlœkningadeild Landspítalans Á árinu 1997 greindust alls 263 sjúklingar á Landspítalanum með einkenni um heilablóðföll eða tímabundna blóðþurrð í heila. Fjöldi karla var 138 (53%) og fjöldi kvenna 125 (47%). Meðalaldur sjúklinga var 67,8 ár (bil 16-98 ára). Þorri sjúklinga (76%) var á aldrinum 60-89 ára. Meðalfjöldi legu- daga fyrir allan hópinn var 12,2 dagar. Sjúkdóms- greiningar skiptust eftirfarandi: a) innanskúms- blæðing (1%), b) innanbastsblæðing (2%), c) inn- anhjarnablæðing (10%), d) tímabundin blóðþurrð í heila (12%), e) hjarnafleygdrep (69%) og f) aðrar greiningar (3%). Dánartíðni fyrir allan hópinn á fyrstu 30 dögunum var 16%, þar af létust 35% sjúk- linga með innanhjarnablæðingu og 16% sjúklinga með heiladrep. Ástæður heiladrepa voru taldar vera: æðakölkun (17%), segarek frá hjarta (29%), hálsæðaþrengsli (15%), ördrep (6%) eða ekki greinanlegar (33%). Hjá sjúklingum með heila- blæðingar reyndust 18% hafa sögu um háþrýsting, en yfir helmingúr hafði enga þekkta ástæðu fyrir blæðingunni. Algengast var að fá einkenni eða skemmd á svæði miðæðar heila (48%) eða í heila- stofn (26%). Reykingar, háþrýstingur og fyrri saga um tíma- bundna blóðþurrð til heila voru stærstu áhættuþætt- irnir (43-51%). Fast á eftir fylgdu fyrri saga um hjarta- og æðasjúkdóma eða ættarsaga um þá (18- 34%). Sautján prósent sjúklinga höfðu sykursýki, 10% atrial fibrillation og 9% fyrri sögu um atrial fibrillation. Við áfall voru 33% sjúklinga á sega- varnarmeðferð með asetýlsalisýlsýru eða tiklópíd- íni og 13% á fullri blóðþynningu. Þessar tölur eru sambærilegar tölum erlendis frá og tölum frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur. E-65. Hvað veldur örorku. Samanburð- ur á hópi flogaveikra sem fá örorkubæt- ur og þeirra sem njóta þeirra ekki Sigurjón B. Stefánsson*, Elías Ólafsson**,***, Sigurður Thorlacius*, W. Allen Hauser*** Frá *Tryggingastofnun ríkisins, **taugadeild Landspítalans, ***Sergievsky Center and Dpt. of Neurology, Columbia University New York Markmið: Að varpa ljósi á ástæður þess, að sumir sjúklingar með ákveðinn sjúkdóm verða ör- yrkjar, það er fá örorkustyrk eða örorkulífeyri, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.