Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Side 62

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Side 62
54 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 og/eða helftardofi án sjónsviðsskerðingar og án málglapa eða gaumstols. Niðurstöður: A eftirfylgdartímanum sem er 18 mánuðir að meðaltali létust 23% (47 af 205), 14% létust í legunni en 9% eftir útskrift. A tímabilinu fengu 7% endurtekið heilaáfall. Alls útskrifuðust 5% sjúklinganna af Sjúkrahúsi Reykjavíkur á stofnun. Af þeim sem útskrifuðust heim lögðust þrír (1,5%) inn á hjúkrunarstofnun síðar. Fyrir áfall voru 95% þeirra sem fengu heila- blóðfall sjálfbjarga við athafnir daglegs lífs, 96% þeirra höfðu eðlilega eða vægt skerta hreyfifærni og 94% þeirra fengu 0-2 stig á Rankin kvarða. Eftir áfall eru 67% heilablóðsjúklinganna sjálf- bjarga við athafnir daglegs lífs, 71% þeirra eru með eðlilega eða vægt skerta hreyfifærni og 65% þeirra fá 0-2 stig á Rankin kvarða. Horfur sjúklinga reyndust mjög mismunandi eft- ir klínískri gerð heilaáfalls. Verstar horfur höfðu sjúklingar með TACS en sjúklingar með LACS og POCS höfðu bestar horfur. E-63. Heilablóðföll á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1996-1997 Jón Hersir Elíassoit, Einar M. Valdimarsson, Finnbogi Jakobsson Frá endurhœfingar- og taugadeild Sjúkraliúss Reykjavíkur Inngangur: Sýnt hefur verið fram á að meðferð sjúklinga með heilablóðfall á sérhæfðum heilablóð- fallseiningum skilar betri árangri en meðferð á öðr- um sjúkradeildum. Sjúklingar sem leggjast inn á heilablóðfallseiningu hafa lægri dánartíðni, styttri legutíma, betri batahorfur og fleiri útskrifast heim. A Sjúkrahúsi Reykjavíkur er starfrækt slfk heila- blóðfallseining og þar fer fram framskyggn skrán- ing á sjúklingum sem greinast með heilablóðfall á sjúkrahúsinu. Efniviður og aðferðir: Þetta er framskyggn rannsókn á sjúklingum sem greindust með heila- blóðfall á Sjúkrahúsi Reykjavíkur á árunum 1996- 1997. Niðurstöður voru bornar saman við niður- stöður erlendra rannsókna. Niðurstöður: Á Sjúkrahúsi Reykjavíkur var dánartíðni lægri og íleiri sjúklingar með heilablóð- fall útskrifuðust heim en lýst hefur verið í ná- grannalöndum okkar. Hár blóðsykur og saga um gáttaflökt voru sterkir áhættuþættir fyrir andláti á sjúkrahúsi. E-64. Skráning sjúklinga með heilablóð- föll og tímabundna blúðþurrð í heila hjá sjúklingum á Landspítalanum á árinu 1997 Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir*, Gísli Einarsson*, Sigurlaug Magnúsdóttir*, Grétar Guðmundsson**, Jón Eyjólfur Jónsson*** Frá *endurhœfingar-, **taugalœkninga- og ***öldrunarlœkningadeild Landspítalans Á árinu 1997 greindust alls 263 sjúklingar á Landspítalanum með einkenni um heilablóðföll eða tímabundna blóðþurrð í heila. Fjöldi karla var 138 (53%) og fjöldi kvenna 125 (47%). Meðalaldur sjúklinga var 67,8 ár (bil 16-98 ára). Þorri sjúklinga (76%) var á aldrinum 60-89 ára. Meðalfjöldi legu- daga fyrir allan hópinn var 12,2 dagar. Sjúkdóms- greiningar skiptust eftirfarandi: a) innanskúms- blæðing (1%), b) innanbastsblæðing (2%), c) inn- anhjarnablæðing (10%), d) tímabundin blóðþurrð í heila (12%), e) hjarnafleygdrep (69%) og f) aðrar greiningar (3%). Dánartíðni fyrir allan hópinn á fyrstu 30 dögunum var 16%, þar af létust 35% sjúk- linga með innanhjarnablæðingu og 16% sjúklinga með heiladrep. Ástæður heiladrepa voru taldar vera: æðakölkun (17%), segarek frá hjarta (29%), hálsæðaþrengsli (15%), ördrep (6%) eða ekki greinanlegar (33%). Hjá sjúklingum með heila- blæðingar reyndust 18% hafa sögu um háþrýsting, en yfir helmingúr hafði enga þekkta ástæðu fyrir blæðingunni. Algengast var að fá einkenni eða skemmd á svæði miðæðar heila (48%) eða í heila- stofn (26%). Reykingar, háþrýstingur og fyrri saga um tíma- bundna blóðþurrð til heila voru stærstu áhættuþætt- irnir (43-51%). Fast á eftir fylgdu fyrri saga um hjarta- og æðasjúkdóma eða ættarsaga um þá (18- 34%). Sautján prósent sjúklinga höfðu sykursýki, 10% atrial fibrillation og 9% fyrri sögu um atrial fibrillation. Við áfall voru 33% sjúklinga á sega- varnarmeðferð með asetýlsalisýlsýru eða tiklópíd- íni og 13% á fullri blóðþynningu. Þessar tölur eru sambærilegar tölum erlendis frá og tölum frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur. E-65. Hvað veldur örorku. Samanburð- ur á hópi flogaveikra sem fá örorkubæt- ur og þeirra sem njóta þeirra ekki Sigurjón B. Stefánsson*, Elías Ólafsson**,***, Sigurður Thorlacius*, W. Allen Hauser*** Frá *Tryggingastofnun ríkisins, **taugadeild Landspítalans, ***Sergievsky Center and Dpt. of Neurology, Columbia University New York Markmið: Að varpa ljósi á ástæður þess, að sumir sjúklingar með ákveðinn sjúkdóm verða ör- yrkjar, það er fá örorkustyrk eða örorkulífeyri, en

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.