Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Side 49
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36
43
um nema einu og vélindaómun auk þess gerð hjá 10
sjúklingum. Ómskoðanir sýndu jákvæð teikn um
hjartaþelsbólgu í 88% tilvika. Átta einstaklingar
gengust undir aðgerð þar sem skipt var um hjarta-
lokur eða bót í sjúkdómsferlinu. Tveir sjúklingar
létust (6%) og greindist sjúkdómurinn hjá öðrum
þeirra við krufningu.
Ályktanir: Hjartaþelsbólga er afdrifaríkur sjúk-
dómur, einkenni geta verið væg og greining erfið
þrátt fyrir tækniframfarir. Horfur sjúklinga hafa
batnað.
E-40. Algengi ofstarfsemi í skjaldkirtli
og tíðni grunnsjúkdóma hjá sjúklingum
með gáttatif
Birgir Jóhannsson, Sigurður Olafsson, Uggi Agn-
arsson, Ari Jóhannesson
Frá lyflækningadeild Sjúkrahúss Akraness
Inngangur: Gáttatif (atrial fibrillation) er al-
gengt vandamál og fer algengi þess vaxandi með
hækkandi aldri. Margir sjúkdómar geta legið að
baki, bæði innan hjarta og utan. Algengastir eru
grunnsjúkdómar í hjarta, en ofstarfsemi í skjald-
kirtli er einnig þekkt orsök. Erlendar rannsóknir
hafa gefið misvísandi upplýsingar um algengi of-
starfsemi í skjaldkirtli hjá sjúklingum með gáttatif.
Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga algengi
ofstarfsemi í skjaldkirtli hjá sjúklingum sem leggj-
ast inn á lyflækningadeild og hafa gáttatif.
Efniviður og aðferðir: Athugaðir voru sjúkling-
ar á lyflækningadeild. Snið rannsóknarinnar var
annars vegar afturskyggnt (1993-1994) og hins
vegar framskyggnt (1.4.1995-31.12.1997). í aftur-
skyggnum hluta rannsóknarinnar var farið yfir
sjúkraskrár allra sem fengið höfðu útskriftargrein-
inguna gáttatif og aflað upplýsinga um skjald-
kirtilspróf. í framskyggna hlutanum var mælt TSH,
T4 og T3 í sermi sjúklinga með gáttatif. I báðum
hlutum rannsóknarinnar voru skráðir þekktir
grunnsjúkdómar.
Niðurstöður: Eitthundrað sextíu og sjö sjúkling-
ar reyndust hafa gáttatif (58 í afturskyggnum hluta,
109 í framvirkum hluta). Karlar voru í meirihluta
(59,3%) og meðalaldur 73,7 ár (26-100 ára). Full-
nægjandi upplýsingar um skjaldkirtilspróf fengust
hjá 135 sjúklingum (58,6% í afturskyggnum hluta,
92,7% í framskyggnum hluta). Skjaldkirtilspróf
voru afbrigðileg hjá 24 (17,8%) þar af voru 71%
konur. Tíu höfðu einangraða hækkun á TSH, sjö
höfðu einangraða lækkun á TSH, tveir höfðu van-
starfsemi á skjaldkirtli og fimm önnur afbrigði.
Sem grunnsjúkdóm höfðu 76 af 167 háþrýsting
(45,5%), 44 kransæðasjúkdóm (26,3%) og 27 loku-
sjúkdóm (16,2%). Enginn þekktur grunnsjúkdómur
var hjá 32 (19,2%) og aðrir grunnsjúkdómar reynd-
ust sjaldgæfari.
Ályktanir: 1) Ofstarfsemi í skjaldkirtli er sjald-
gæf hjá sjúklingum sem leggjast inn á lyflækninga-
deild og hafa gáttatif. 2) Ósértækar breytingar á
skjaldkirtilsprófum eru algengastar, líklega vegna
áhrifa sjúkdóma utan skjaldkirtils eða lyfja. 3) Há-
þrýstingur, kransæðasjúkdómur og sjúkdómar í
hjartalokum eru algengustu grunnsjúkdómarnir í
þessum hópi sjúklinga.
E-41. Rannsókn á tímasetningu sega-
leysingar. Framskyggn rannsókn á
Reykjavíkursvæðinu
Björn Pétur Sigurðsson *, Katrín Þormar**, Gest-
ur Þorgeirsson*, Guðmundur Þorgeirsson**, Jón
V. Högnason*, Karl Andersen*
Frá *Sjúkrahúsi Reykjavíkur, **Landspítalanum
Inngangur: í bráðri kransæðastíflu er þörf á
skjótri sjúkdómsgreiningu og meðferð. Sýnt hefur
verið fram á að flestir sjúklingar, sem deyja úr
kransæðastíflu, deyja á fyrstu klukkustund eftir að
kransæðin lokast. Dánartíðni í þessum sjúkdómi
eykst í réttu hlutfalli við töfina á því að meðferð
hefjist. Skipta má þessu tímabili í þrennt. I fyrsta
lagi tímann sem líður frá upphafi sjúkdóms þar til
sjúklingur leitar sér meðferðar (patient’s delay), í
öðru lagi flutningstíma (transport delay) og loks
tímann frá komu til læknis þar til meðferð getur
hafist (doctor’s delay). Á bestu stöðum er síðast-
nefnda tímabilið (svokallað „door to needle time“)
innan við 45 mínútur.
Til að ná sem bestum árangri í bráðameðferð
hjartadreps er nauðsynlegt að þekkja fyrrgreindar
stærðir. Markmiðið með rannsókninni er að kanna
þær á höfuðborgarsvæðinu. Rannsóknin er sam-
vinnuverkefni bráðamóttöku og hjartadeilda Land-
spítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur. Rannsóknin
er framskyggn. Niðurstöðurnar verða notaðar til
þess að móta tillögur sem miða að því að stytta
meðferðartöf hjá þessum hópi sjúklinga. Sambæri-
leg rannsókn hefur ekki áður verið gerð á Islandi.
Á sama tíma og rannsóknin hófst var tekin í
notkun ný hjartarafsjá á neyðarbílnum, Lifepak 11.
Með henni er mögulegt að taka fullkomið 12
leiðslu hjartarit á vettvangi auk þess sem unnt er að
senda ritið samstundis með símbréfi inn á bráða-
deildir sjúkrahúsanna.
Efniviður og aðferðir: Þátttakendur í rannsókn-
inni eru allir þeir sjúklingar sem fá segaleysandi
meðferð á Landspítalanum eða Sjúkrahúsi Reykja-
víkur vegna bráðahjartadreps. Rannsóknin hófst 1.
nóvember 1997 og mun ljúka ári síðar.
Niðurstöður og ályktanir: Niðurstöður fyrstu
sex mánuði rannsóknarinnar verða kynntar á lyf-
læknaþinginu.