Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Síða 58

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Síða 58
50 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 breytti engu um fjölda skyndilegra samdrátta í ristli, gilti það um báða hópana. Alyktanir: Sjúklingar með iðraólgu virðast ekki hafa ýkt tónískt maga-ristilviðbragð en sýndu aftur á móti sértæka aukningu af fasískum samdráttum eftir fitulausn í skeifugörn. Granisetrón var ekki fært um að hemja þessi viðbrögð hjá sjúklingunum og serótónín taugabrautir eru því hugsanlega óeðli- legar hjá þessum sjúklingahópi. E-54. Skert maga-ristilviðbragð og stað- bundið ristilviðbragð hjá sjúklingum með alvarlega hægðatruflun (colon iner- tia). Hlutverk serótónínviðtaka Eiiiar S. Björnsson, William Chey, Owyang Chung, William Hasler Frá Dpt. of Internal Medicine, Division of Gastroenterology, University of Michigan Ann Arbor Inngangur: Hreyfingar í ristli eru undir áhrifum frá fjarlægum maga-ristilviðbrögðum og stað- bundnum taugaviðbrögðum, sem eru miðluð af serótónín-háðum og óháðunt taugabrautum. Efniviður og aðferðir: Við bárum saman maga- ristilviðbrögð hjá níu sjúklingum með óeðlilega langa ristiltæmingu og 13 frískum einstaklingum. Snertiviðtaka-miðlað maga-ristilviðbragð var vak- ið með þenslu á antrum hluta maga með 100, 200 og 300 ml og efnaviðtaka-miðlað maga-ristilvið- bragð með innhellingu af fitulausn í skeifugörn. Einnig var staðbundið ristilviðbragð mælt. Eftir tvíblinda inndælingu af sýndarlyfi eða granisetrón (5-HT3 hemill) var þrýstingi haldið stöðugum inni í sérstökum mælipoka í colon descendens með hjálp af barostat (G&J Electronics, Toronto) og tónus í ristli mældur. Niðurstöður: Eftir útþenslu á maga jókst ristil- tónus með 21 ±7, 27±5 og 35±13 ml eftir sýndarlyf hjá frískum. Hjá sjúklingunum jókst tónus mjög lít- ið við sams konar áreiti (2±6, 2±9 og 6±6 ml) (p<0,01). Innhelling af fitulausn í skeifugörn olli minna viðbragði hjá sjúklingunum (29±15 ml vs. 64±10; p<0,01). Granisetrón gat hamið báða þætti MRV hjá þeim frísku en einungis efnaviðtaka- miðlað viðbragð hjá sjúklingunum (p<0,05). Stað- bundið ristilviðbragð vakið með 30, 60 og 90 ml áreiti, olli minni svörun hjá sjúklingunum (p<0,05). f hvorugum hópnum hafði granisetrón áhrif á þetta staðbunda ristilviðbragð. Til að athuga hvort skert ristilviðbrögð hjá sjúklingunum orsakast af skertri starfsemi sléttra vöðvafrumna, gáfum við bet- hanecol (5 mg sc) sem örvar muscarin viðtaka, en ekki var marktækur munur á tónusaukningu í ristli eftir þetta lyf hjá þeim sjúku og frísku. Alyktanir: Báðir þættir maga-ristilviðbragða eru skertir hjá sjúklingum með alvarlega hægðatruflun. Blokkun serótónín viðtaka gat hamið maga-ristil- viðbrögð að hluta til hjá sjúklingunum. Staðbundið taugaviðbragð í ristli er einnig skert hjá sjúklingun- um. Orsakir alvarlegrar hægðatruflunar eru líklega vegna skerðingar á bæði fjarlægum og staðbundn- um ristilviðbrögðum. E-55. Leynd þarmabólga hjá nánum að- standendum sjúklinga með Crohns sjúkdóm. Ríkjandi erfðir? Bjarni Þjóðleifsson *, Einar Oddsson *, Hallgrímur Guðjónsson*, Guðmundur Sigþórsson**, Aðal- björg Gunnarsdóttir*, Helga Norland*, Mattlu'as Kjeld*, Nick Cariglia***, Snorri Einarsson*, Ingv- ar Bjarnason** Frá *Landspítalanum, **Kings College Hospital London, ***Fjórðungssjiikrahúsinu á Akureyri Inngangur: Ahætta á að fá Crohns sjúkdóm er tíu- til tuttuguföld hjá nánum aðstandendum sjúk- linga miðað við óvalið úrtak. Ef erfðir eiga þátt í tilurð Crohns sjúkdóms þá má búast við að nánir aðstandendur hafi leynd teikn um sjúkdóminn og líklegast að slíkt komi fram í einkennalausri bólgu í þörmum. Tilgangur rannsóknarinnar var að leita að slíkum einkennum hjá heilbrigðum aðstandend- um sjúklinga með Chrons sjúkdóm. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til 18 sjúklinga með Crohns sjúkdóm og 67 náinna skyld- menna (systkina, foreldra). Viðmiðunarhópur sam- anstóð af 25 heilbrigðum einstaklingum. Gert var þarmagegndræpnispróf: gefin sykrungablanda, þvagi safnað í fimm klukkustundir og sykrungar mældir í þvagi. Þarmabólgupróf var framkvæmt: mælt calprotectin í hægðum. Calprotectin á upptök sín í hvítum blóðfrumum og ef það finnst í hægð- um þá er það sterk vísbending unt bólgu í þörmum. Einungis þarf eitt hægðasýni (um 10 g) til að fá áreiðanlega mælingu. Mælt er með ELISA. Niðurstöður: Þrír (4,5%) aðstandendur höfðu óeðlilegt gegndræpnispróf en 28 (41%) höfðu óeðlilegt þarmabólgupróf. Miðgildi og öryggis- mörk fyrir calprotectin í hægðum voru 2,0 (0,2- 10,5) hjá heiibrigðum, 10,5 (0,2-360) hjá skyld- mennurn og 54 (19-540) hjá sjúklingum með Crohns sjúkdóm. Alyktanir: Leynd bólga finnst hjá 41% heil- brigðra skyldmenna sjúklinga með Crohns sjúk- dóm og samrýmist það ríkjandi erfðum fyrir leynda bólgu. Þar sem gegndræpnispróf var í flestum til- fellum eðlilegt er bólgan væntanlega staðsett í ristli eða á litlu svæði í mjógirni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.